Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. október 2024 11:55 Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs segir starfsmenn bíða frétta um það hvort þau geti opnað í vikunni og hvaðan sýkingin kemur. Vísir/Einar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. E. Coli sýking getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru þau þrjú börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri á Mánagarði segir starfsmenn bíða upplýsinga frá embætti sóttvarnalæknis um stöðuna. „Það er fundur hjá sóttvarnalækni í dag og eftir þann fund fáum við upplýsingar um hvort við megum opna aftur á miðvikudaginn. Það er búið að sótthreinsa og allt er tilbúið. Við erum tilbúin að taka á móti börnunum þegar við fáum leyfi.“ Þriðjungur lasinn Alls eru 128 börn í leikskólanum og því um þriðjungur þeirra undir eftirliti vegna sýkingarinnar. Soffía á því von á því að fámennt verði í leikskólanum fyrstu dagana fái þau leyfi til að opna. „Það er enginn starfsmaður lasinn núna en við erum að kanna hvort einhver sé með sýkinguna í sér. Einhverjir fengu eitthvað í magann en við eigum enn eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum á sýnum frá þeim,“ segir Soffía. Um er að ræða fjóra starfsmenn sem skiluðu sýnum. Lokar eldhúsi á meðan málið er til rannsóknar Fram kom í viðtali við sóttvarnalækni fyrr í dag á Vísi að niðurstöður úr rannsóknum væru væntanlega um miðja vikuna um uppruna sýkingarinnar. Þó hefur verið talið líklegt að uppruni sýkingarinnar gæti verið rakinn til hakks sem var eldað á staðnum. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum en Soffía segir að á meðan málið er til rannsóknar verði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ segir Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Hún segir starfsmenn og foreldra enn í miklu áfalli vegna málsins. „Maður er auðvitað mjög áhyggjufullur og fólk enn í miklu áfalli.“ E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Háskólar Leikskólar Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40 Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39 Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. E. Coli sýking getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru þau þrjú börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri á Mánagarði segir starfsmenn bíða upplýsinga frá embætti sóttvarnalæknis um stöðuna. „Það er fundur hjá sóttvarnalækni í dag og eftir þann fund fáum við upplýsingar um hvort við megum opna aftur á miðvikudaginn. Það er búið að sótthreinsa og allt er tilbúið. Við erum tilbúin að taka á móti börnunum þegar við fáum leyfi.“ Þriðjungur lasinn Alls eru 128 börn í leikskólanum og því um þriðjungur þeirra undir eftirliti vegna sýkingarinnar. Soffía á því von á því að fámennt verði í leikskólanum fyrstu dagana fái þau leyfi til að opna. „Það er enginn starfsmaður lasinn núna en við erum að kanna hvort einhver sé með sýkinguna í sér. Einhverjir fengu eitthvað í magann en við eigum enn eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum á sýnum frá þeim,“ segir Soffía. Um er að ræða fjóra starfsmenn sem skiluðu sýnum. Lokar eldhúsi á meðan málið er til rannsóknar Fram kom í viðtali við sóttvarnalækni fyrr í dag á Vísi að niðurstöður úr rannsóknum væru væntanlega um miðja vikuna um uppruna sýkingarinnar. Þó hefur verið talið líklegt að uppruni sýkingarinnar gæti verið rakinn til hakks sem var eldað á staðnum. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum en Soffía segir að á meðan málið er til rannsóknar verði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ segir Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Hún segir starfsmenn og foreldra enn í miklu áfalli vegna málsins. „Maður er auðvitað mjög áhyggjufullur og fólk enn í miklu áfalli.“
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Háskólar Leikskólar Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40 Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39 Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40
Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39
Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent