Áhöfn smábáts sem strandaði hífð upp í þyrlu Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 09:25 Báturinn á strandstað í mynni Súgandafjarðar í morgun. Myndin er tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan Tveir menn sem voru um borð í smábát sem strandaði í utanverðum Súgandafirði í morgun voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttir til Suðureyrar í morgun. Báturinn situr enn fastur á strandstaðnum. Tilkynning um strandið barst um klukkan sex í morgun. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að lítill fiskibátur hafi strandað í vestanverðu mynni Súgandafjarðar, nálægt Galtarvita. Björgunarsveitir frá Suðureyri, Flateyri, Ísafirði og Bolungarvík voru sendar til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var jafnframt kölluð út á hæsta forgangi. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði bátverjana tvo í land, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Enginn akvegur er þar sem báturinn strandaði og segir Jón Þór að björgunarsveitarfólk frá Suðureyri hafi því farið gangandi þangað þaðan sem vegurinn endar áleiðis að Galtarvita. Báturinn í fjörunni í Súgandafirði í morgun.Landsbjörg Sæmilegt veður var á strandstað en nokkur alda sem lamdi bátinn. Óráð þótti að lenda slöngubát á strandstaðnum og taka skipbrotsmennina um borð. Tveir björgunarsveitarmenn komust í land með slöngubát og gengu þeir að strandstað og náðu að aðstoða bátsverjana tvo. Mennirnir tveir voru nokkuð vel á sig komnir og töldu sig geta gengið til Suðureyrar eða þangað sem hægt væri að sækja þá á bíl. Þyrla Gæslunnar var þá komin langleiðina á staðinn og því ákveðið að hún hífði þá um borð. Lögreglan tók svo á móti mönnunum á Suðureyri til þess að taka af þeim skýrslu. Freista á þess að koma bátnum á flot með aðstoð björgunarskipar á háflóði um klukkan 17:00 í dag. Lögreglan á Vestfjörðum og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka strandið. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Tilkynning um strandið barst um klukkan sex í morgun. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að lítill fiskibátur hafi strandað í vestanverðu mynni Súgandafjarðar, nálægt Galtarvita. Björgunarsveitir frá Suðureyri, Flateyri, Ísafirði og Bolungarvík voru sendar til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var jafnframt kölluð út á hæsta forgangi. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði bátverjana tvo í land, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Enginn akvegur er þar sem báturinn strandaði og segir Jón Þór að björgunarsveitarfólk frá Suðureyri hafi því farið gangandi þangað þaðan sem vegurinn endar áleiðis að Galtarvita. Báturinn í fjörunni í Súgandafirði í morgun.Landsbjörg Sæmilegt veður var á strandstað en nokkur alda sem lamdi bátinn. Óráð þótti að lenda slöngubát á strandstaðnum og taka skipbrotsmennina um borð. Tveir björgunarsveitarmenn komust í land með slöngubát og gengu þeir að strandstað og náðu að aðstoða bátsverjana tvo. Mennirnir tveir voru nokkuð vel á sig komnir og töldu sig geta gengið til Suðureyrar eða þangað sem hægt væri að sækja þá á bíl. Þyrla Gæslunnar var þá komin langleiðina á staðinn og því ákveðið að hún hífði þá um borð. Lögreglan tók svo á móti mönnunum á Suðureyri til þess að taka af þeim skýrslu. Freista á þess að koma bátnum á flot með aðstoð björgunarskipar á háflóði um klukkan 17:00 í dag. Lögreglan á Vestfjörðum og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka strandið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent