Listinn í Reykjavík norður: „Við ætlum að hrista upp í kerfinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 12:23 Kristrún Frostadóttir. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Reykjavík norður, Dagur B. Eggertsson, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, er í öðru sæti og Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður, í því þriðja. Listinn var staðfestur á allsherjarfundi í morgun en í tilkynningu sem fylgir listanum segir Kristrún að Samfylkingin ætli að „hrista upp í kerfinu“. „Ég er virkilega ánægð með sterka framboðslista í Reykjavík sem voru samþykktir rétt í þessu. Ég er í forystusætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhann Páll Jóhannsson er í forystusæti listans í Reykjavík suður. Þetta er öflugur hópur af fólki úr öllum áttum og við þurfum að ná sem allra flestum þeirra inn á þing til að vinna í þágu almennings,“ er haft eftir Kristrúnu í áðurnefndri tilkynningu. „Samfylkingin býður trausta forystu og nýtt upphaf fyrir Ísland. Við viljum keyra á samstöðu frekar en á klofningsmálum. Og við viljum ná þjóðinni saman um þau mál sem mestu skipta í daglegu lífi fólks og þar sem er breið sátt meðal almennings. Við erum með plan. Við höfum kynnt útspil um örugg skref í heilbrigðismálum og árangur í atvinnu- og samgöngumálum, sem við höfum unnið þétt með þjóðinni, og eftir helgi kynnum við nýtt útspil í húsnæðis- og kjaramálum eftir mikla vinnu. Ísland þarf ný kerfi. Betri kerfi sem virka fyrir venjulegt fólk. Og við ætlum ekki bara að láta hlutina malla áfram eins og gamla pólitíkin hefur gert á síðustu árum. Við ætlum að hrista upp í kerfinu – fáum við til þess traust í kosningunum. Nú er bara að keyra þessa kosningabaráttu í gang og ná þjóðinni saman um breytingar.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður: 1. Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar. 2. Dagur Bergþóruson Eggertsson, læknir og fyrrv. borgarstjóri. 3. Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður. 4. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður. 5. Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og sjónvarpsmaður. 6. Anna María Jónsdóttir, kennari. 7. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, lögfræðingur. 8. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti ungs jafnaðarfólks. 9. Brandur Bryndísarson Karlsson, frumkvöðull. 10. Jelena Bjeletic, leikskólakennari og sjúkraliði. 11. Magnea Marinósdóttir, stjórnmálafræðingur. 12. Steindór Örn Gunnarsson, húsasmíðanemi. 13. Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður VR. 14. Alexandra Ýr van Erven, verkefnisstjóri í HR. 15. Axel Jón Ellenarson, samskiptastjóri Sameykis. 16. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ. 17. Einar Kárason, rithöfundur. 18. Jóhanna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 19. Hákon Óli Guðmundsson, verkfræðingur. 20. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og fyrrv. alþingismaður. 22. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. form. Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra. Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Listinn var staðfestur á allsherjarfundi í morgun en í tilkynningu sem fylgir listanum segir Kristrún að Samfylkingin ætli að „hrista upp í kerfinu“. „Ég er virkilega ánægð með sterka framboðslista í Reykjavík sem voru samþykktir rétt í þessu. Ég er í forystusætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhann Páll Jóhannsson er í forystusæti listans í Reykjavík suður. Þetta er öflugur hópur af fólki úr öllum áttum og við þurfum að ná sem allra flestum þeirra inn á þing til að vinna í þágu almennings,“ er haft eftir Kristrúnu í áðurnefndri tilkynningu. „Samfylkingin býður trausta forystu og nýtt upphaf fyrir Ísland. Við viljum keyra á samstöðu frekar en á klofningsmálum. Og við viljum ná þjóðinni saman um þau mál sem mestu skipta í daglegu lífi fólks og þar sem er breið sátt meðal almennings. Við erum með plan. Við höfum kynnt útspil um örugg skref í heilbrigðismálum og árangur í atvinnu- og samgöngumálum, sem við höfum unnið þétt með þjóðinni, og eftir helgi kynnum við nýtt útspil í húsnæðis- og kjaramálum eftir mikla vinnu. Ísland þarf ný kerfi. Betri kerfi sem virka fyrir venjulegt fólk. Og við ætlum ekki bara að láta hlutina malla áfram eins og gamla pólitíkin hefur gert á síðustu árum. Við ætlum að hrista upp í kerfinu – fáum við til þess traust í kosningunum. Nú er bara að keyra þessa kosningabaráttu í gang og ná þjóðinni saman um breytingar.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður: 1. Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar. 2. Dagur Bergþóruson Eggertsson, læknir og fyrrv. borgarstjóri. 3. Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður. 4. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður. 5. Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og sjónvarpsmaður. 6. Anna María Jónsdóttir, kennari. 7. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, lögfræðingur. 8. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti ungs jafnaðarfólks. 9. Brandur Bryndísarson Karlsson, frumkvöðull. 10. Jelena Bjeletic, leikskólakennari og sjúkraliði. 11. Magnea Marinósdóttir, stjórnmálafræðingur. 12. Steindór Örn Gunnarsson, húsasmíðanemi. 13. Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður VR. 14. Alexandra Ýr van Erven, verkefnisstjóri í HR. 15. Axel Jón Ellenarson, samskiptastjóri Sameykis. 16. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ. 17. Einar Kárason, rithöfundur. 18. Jóhanna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 19. Hákon Óli Guðmundsson, verkfræðingur. 20. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og fyrrv. alþingismaður. 22. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. form. Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra.
Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira