Listinn í Reykjavík norður: „Við ætlum að hrista upp í kerfinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 12:23 Kristrún Frostadóttir. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Reykjavík norður, Dagur B. Eggertsson, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, er í öðru sæti og Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður, í því þriðja. Listinn var staðfestur á allsherjarfundi í morgun en í tilkynningu sem fylgir listanum segir Kristrún að Samfylkingin ætli að „hrista upp í kerfinu“. „Ég er virkilega ánægð með sterka framboðslista í Reykjavík sem voru samþykktir rétt í þessu. Ég er í forystusætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhann Páll Jóhannsson er í forystusæti listans í Reykjavík suður. Þetta er öflugur hópur af fólki úr öllum áttum og við þurfum að ná sem allra flestum þeirra inn á þing til að vinna í þágu almennings,“ er haft eftir Kristrúnu í áðurnefndri tilkynningu. „Samfylkingin býður trausta forystu og nýtt upphaf fyrir Ísland. Við viljum keyra á samstöðu frekar en á klofningsmálum. Og við viljum ná þjóðinni saman um þau mál sem mestu skipta í daglegu lífi fólks og þar sem er breið sátt meðal almennings. Við erum með plan. Við höfum kynnt útspil um örugg skref í heilbrigðismálum og árangur í atvinnu- og samgöngumálum, sem við höfum unnið þétt með þjóðinni, og eftir helgi kynnum við nýtt útspil í húsnæðis- og kjaramálum eftir mikla vinnu. Ísland þarf ný kerfi. Betri kerfi sem virka fyrir venjulegt fólk. Og við ætlum ekki bara að láta hlutina malla áfram eins og gamla pólitíkin hefur gert á síðustu árum. Við ætlum að hrista upp í kerfinu – fáum við til þess traust í kosningunum. Nú er bara að keyra þessa kosningabaráttu í gang og ná þjóðinni saman um breytingar.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður: 1. Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar. 2. Dagur Bergþóruson Eggertsson, læknir og fyrrv. borgarstjóri. 3. Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður. 4. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður. 5. Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og sjónvarpsmaður. 6. Anna María Jónsdóttir, kennari. 7. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, lögfræðingur. 8. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti ungs jafnaðarfólks. 9. Brandur Bryndísarson Karlsson, frumkvöðull. 10. Jelena Bjeletic, leikskólakennari og sjúkraliði. 11. Magnea Marinósdóttir, stjórnmálafræðingur. 12. Steindór Örn Gunnarsson, húsasmíðanemi. 13. Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður VR. 14. Alexandra Ýr van Erven, verkefnisstjóri í HR. 15. Axel Jón Ellenarson, samskiptastjóri Sameykis. 16. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ. 17. Einar Kárason, rithöfundur. 18. Jóhanna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 19. Hákon Óli Guðmundsson, verkfræðingur. 20. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og fyrrv. alþingismaður. 22. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. form. Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra. Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Listinn var staðfestur á allsherjarfundi í morgun en í tilkynningu sem fylgir listanum segir Kristrún að Samfylkingin ætli að „hrista upp í kerfinu“. „Ég er virkilega ánægð með sterka framboðslista í Reykjavík sem voru samþykktir rétt í þessu. Ég er í forystusætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhann Páll Jóhannsson er í forystusæti listans í Reykjavík suður. Þetta er öflugur hópur af fólki úr öllum áttum og við þurfum að ná sem allra flestum þeirra inn á þing til að vinna í þágu almennings,“ er haft eftir Kristrúnu í áðurnefndri tilkynningu. „Samfylkingin býður trausta forystu og nýtt upphaf fyrir Ísland. Við viljum keyra á samstöðu frekar en á klofningsmálum. Og við viljum ná þjóðinni saman um þau mál sem mestu skipta í daglegu lífi fólks og þar sem er breið sátt meðal almennings. Við erum með plan. Við höfum kynnt útspil um örugg skref í heilbrigðismálum og árangur í atvinnu- og samgöngumálum, sem við höfum unnið þétt með þjóðinni, og eftir helgi kynnum við nýtt útspil í húsnæðis- og kjaramálum eftir mikla vinnu. Ísland þarf ný kerfi. Betri kerfi sem virka fyrir venjulegt fólk. Og við ætlum ekki bara að láta hlutina malla áfram eins og gamla pólitíkin hefur gert á síðustu árum. Við ætlum að hrista upp í kerfinu – fáum við til þess traust í kosningunum. Nú er bara að keyra þessa kosningabaráttu í gang og ná þjóðinni saman um breytingar.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður: 1. Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar. 2. Dagur Bergþóruson Eggertsson, læknir og fyrrv. borgarstjóri. 3. Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður. 4. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður. 5. Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og sjónvarpsmaður. 6. Anna María Jónsdóttir, kennari. 7. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, lögfræðingur. 8. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti ungs jafnaðarfólks. 9. Brandur Bryndísarson Karlsson, frumkvöðull. 10. Jelena Bjeletic, leikskólakennari og sjúkraliði. 11. Magnea Marinósdóttir, stjórnmálafræðingur. 12. Steindór Örn Gunnarsson, húsasmíðanemi. 13. Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður VR. 14. Alexandra Ýr van Erven, verkefnisstjóri í HR. 15. Axel Jón Ellenarson, samskiptastjóri Sameykis. 16. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ. 17. Einar Kárason, rithöfundur. 18. Jóhanna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 19. Hákon Óli Guðmundsson, verkfræðingur. 20. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og fyrrv. alþingismaður. 22. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. form. Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra.
Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira