Af hverju þarf ég alltaf að vera í kaffi hjá Bjarna og Simma? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 25. október 2024 13:34 Það er eitt af þessum lífsgátum sem flestir hafa velt fyrir sér á kaffistofunni, við eldhúsborðið eða á meðan þeir reyna að halda andliti í fjölskylduboðum: Af hverju eru það alltaf Bjarni og Simmi sem virðast stýra umræðunni? Hvernig tekst þeim alltaf að hafa dagskrána í hendi sér, sama hvað önnur stórmál blasa við? Er það vegna þess að þeir eru svo áhrifamiklir? Eða er eitthvað meira á bak við þetta? Ef þetta er skoðað út frá sjónarhorni fatlaðs einstaklings tengist þetta líka. Leikur hinna ófötluðu Í þessari stóru sirkusvél samfélagsins er dagskrávaldið mikið eins og að stjórna hvaða skemmtiatriði á að keyra næst. Hver fær að klæða sig upp, hver fær að hoppa inn í sviðsljósið og hver fær að sitja út í horni með poppið og horfa á? Að hafa dagskrávaldið þýðir að ákveða hvað skiptir máli, hver fær athygli og hver ekki. Og í þessum plönum virðast Bjarni og Simmi alltaf hafa allt í hendi sér. Á því að fá að ræða sín mál, er alltaf ýtt til hliðar? Það er eins og þeir sem stjórna dagskránni geri sér upp fallega ímynd sem góðar manneskjur og skreyta sig með fjöðrum góðmennskunnar. Þeir fá skjal fyrir það hversu vel þeir koma fram við fatlað fólk – og það fer vel í kosningaloforðaspjall. En á sama tíma eru raunverulegar áhyggjur fatlaðra troðnar undir í sukkinu, því þau mál komast ekki á dagskrána. Hvers vegna komast sumir á dagskrá en aðrir ekki? Samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef verið að skoða, þá virðist það þannig að hægriflokkar og jafnvel öfgaflokkar fái oft meiri athygli fyrir kosningar af einfaldri ástæðu: þeir spila á ótta, öryggiskennd og þjóðernistengdar áhyggjur. Það eru þessir flokkar sem koma fram og segja: "Við erum að vernda landið!" og fjölmiðlar, sem elska dramatík, elta. Fyrir vikið fá þeir meira pláss á sviðinu og öðlast þannig stjórn á því hvaða mál eru rædd. En hvað með þau mál sem eru kannski ekki eins "spennandi" í fréttum? Eins og réttindabaráttu fatlaðra, sem fá sjaldan nægilega umfjöllun nema þegar eitthvað kviknar einhverstaðar eða einhver deyr? Það er svolítið þannig að þessi mál komast aldrei á blað vegna þess að þau passa ekki í þann ramma sem fjölmiðlar elska: hávaði, átök, öryggisógnir. Í staðinn er fatlað fólk sett út í horn, enda ekki eins "áhugavert" þegar litið er til kosningabaráttu eða stórra fjölmiðlaskandala. Þegar Simmi býður þér kaffi Svo erum við aftur komin að þessu: Bjarni og Simmi, þessir glaðlyndu stjórnmálamenn, þeir sem virðast alltaf eiga kaffibolla tilbúinn og vera tilbúnir að ræða "stóru málin." Þeir taka þátt í umtali, tala hátt og mikið og nýta sér fjölmiðlahringrásina til að tryggja að þeirra sjónarmið séu ofarlega á baugi. Þetta er bæði spuni og stjórnmálaleikur. Ef einhver spyr þá um málefni fatlaðra, svara þeir glaðlega og segja: "Auðvitað stöndum við með ykkur! Við viljum gera allt fyrir ykkur!" En samt… breytist lítið. Það er oft þannig að fatlað fólk verður útundan í stóru umræðunni, þar sem það er haldið niðri af valdakerfi sem er hannað af ófötluðu fólki fyrir ófatlaða. Þeir sem sitja við borðið og ákveða dagskrána (já, hér eru það aftur Bjarni og Simmi) telja sig svo góðhjartaða fyrir að setja "fötluð mál" á lista yfir góðmennskuverk sín, en gefa þeim samt aldrei nægilegt vægi. Í raun eru það alltaf "stóru drengirnir" sem tala, á meðan þeir sem þurfa að heyra í raun eru hunsaðir. Á hvern treystum við? Þegar allt kemur til alls, er það spurning um vald. Bjarni og Simmi eru kannski bara dæmigerðar myndir af því hvernig valdafólk virkar: þeir vilja líta út fyrir að vera góðir, en raunverulega vilja þeir bara stjórna. Og þegar þeir ákveða dagskrána, þá verður litla rödd fatlaðra oftar en ekki undir, því hún passar ekki við sjónarmið þeirra um hvað sé "mikilvægt." Kannski er það vegna þess að fjölmiðlar elska þá sem gera mestan hávaða, en kannski er það líka vegna þess að þeir sem stjórna samfélagsumræðu eru enn fastir í gömlu mynsturunum, að gefa stærstu röddunum pláss á kostnað þeirra sem þurfa það mest. Ég er farin í kaffi... Þannig er það. Bjarni og Simmi halda áfram að stjórna dagskránni, á meðan hinir horfa á af hliðarlínunni. Það er spurning hvort við verðum nokkurn tímann vitni að því að dagskráin taki breytingum og hlustun verði meiri á þá sem eiga erfiðara með að láta í sér heyra. Eða þá að Bjarni og Simmi komi og bjóði okkur öllum í kaffi — aftur. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi sem drekkur ekki kaffi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Það er eitt af þessum lífsgátum sem flestir hafa velt fyrir sér á kaffistofunni, við eldhúsborðið eða á meðan þeir reyna að halda andliti í fjölskylduboðum: Af hverju eru það alltaf Bjarni og Simmi sem virðast stýra umræðunni? Hvernig tekst þeim alltaf að hafa dagskrána í hendi sér, sama hvað önnur stórmál blasa við? Er það vegna þess að þeir eru svo áhrifamiklir? Eða er eitthvað meira á bak við þetta? Ef þetta er skoðað út frá sjónarhorni fatlaðs einstaklings tengist þetta líka. Leikur hinna ófötluðu Í þessari stóru sirkusvél samfélagsins er dagskrávaldið mikið eins og að stjórna hvaða skemmtiatriði á að keyra næst. Hver fær að klæða sig upp, hver fær að hoppa inn í sviðsljósið og hver fær að sitja út í horni með poppið og horfa á? Að hafa dagskrávaldið þýðir að ákveða hvað skiptir máli, hver fær athygli og hver ekki. Og í þessum plönum virðast Bjarni og Simmi alltaf hafa allt í hendi sér. Á því að fá að ræða sín mál, er alltaf ýtt til hliðar? Það er eins og þeir sem stjórna dagskránni geri sér upp fallega ímynd sem góðar manneskjur og skreyta sig með fjöðrum góðmennskunnar. Þeir fá skjal fyrir það hversu vel þeir koma fram við fatlað fólk – og það fer vel í kosningaloforðaspjall. En á sama tíma eru raunverulegar áhyggjur fatlaðra troðnar undir í sukkinu, því þau mál komast ekki á dagskrána. Hvers vegna komast sumir á dagskrá en aðrir ekki? Samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef verið að skoða, þá virðist það þannig að hægriflokkar og jafnvel öfgaflokkar fái oft meiri athygli fyrir kosningar af einfaldri ástæðu: þeir spila á ótta, öryggiskennd og þjóðernistengdar áhyggjur. Það eru þessir flokkar sem koma fram og segja: "Við erum að vernda landið!" og fjölmiðlar, sem elska dramatík, elta. Fyrir vikið fá þeir meira pláss á sviðinu og öðlast þannig stjórn á því hvaða mál eru rædd. En hvað með þau mál sem eru kannski ekki eins "spennandi" í fréttum? Eins og réttindabaráttu fatlaðra, sem fá sjaldan nægilega umfjöllun nema þegar eitthvað kviknar einhverstaðar eða einhver deyr? Það er svolítið þannig að þessi mál komast aldrei á blað vegna þess að þau passa ekki í þann ramma sem fjölmiðlar elska: hávaði, átök, öryggisógnir. Í staðinn er fatlað fólk sett út í horn, enda ekki eins "áhugavert" þegar litið er til kosningabaráttu eða stórra fjölmiðlaskandala. Þegar Simmi býður þér kaffi Svo erum við aftur komin að þessu: Bjarni og Simmi, þessir glaðlyndu stjórnmálamenn, þeir sem virðast alltaf eiga kaffibolla tilbúinn og vera tilbúnir að ræða "stóru málin." Þeir taka þátt í umtali, tala hátt og mikið og nýta sér fjölmiðlahringrásina til að tryggja að þeirra sjónarmið séu ofarlega á baugi. Þetta er bæði spuni og stjórnmálaleikur. Ef einhver spyr þá um málefni fatlaðra, svara þeir glaðlega og segja: "Auðvitað stöndum við með ykkur! Við viljum gera allt fyrir ykkur!" En samt… breytist lítið. Það er oft þannig að fatlað fólk verður útundan í stóru umræðunni, þar sem það er haldið niðri af valdakerfi sem er hannað af ófötluðu fólki fyrir ófatlaða. Þeir sem sitja við borðið og ákveða dagskrána (já, hér eru það aftur Bjarni og Simmi) telja sig svo góðhjartaða fyrir að setja "fötluð mál" á lista yfir góðmennskuverk sín, en gefa þeim samt aldrei nægilegt vægi. Í raun eru það alltaf "stóru drengirnir" sem tala, á meðan þeir sem þurfa að heyra í raun eru hunsaðir. Á hvern treystum við? Þegar allt kemur til alls, er það spurning um vald. Bjarni og Simmi eru kannski bara dæmigerðar myndir af því hvernig valdafólk virkar: þeir vilja líta út fyrir að vera góðir, en raunverulega vilja þeir bara stjórna. Og þegar þeir ákveða dagskrána, þá verður litla rödd fatlaðra oftar en ekki undir, því hún passar ekki við sjónarmið þeirra um hvað sé "mikilvægt." Kannski er það vegna þess að fjölmiðlar elska þá sem gera mestan hávaða, en kannski er það líka vegna þess að þeir sem stjórna samfélagsumræðu eru enn fastir í gömlu mynsturunum, að gefa stærstu röddunum pláss á kostnað þeirra sem þurfa það mest. Ég er farin í kaffi... Þannig er það. Bjarni og Simmi halda áfram að stjórna dagskránni, á meðan hinir horfa á af hliðarlínunni. Það er spurning hvort við verðum nokkurn tímann vitni að því að dagskráin taki breytingum og hlustun verði meiri á þá sem eiga erfiðara með að láta í sér heyra. Eða þá að Bjarni og Simmi komi og bjóði okkur öllum í kaffi — aftur. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi sem drekkur ekki kaffi
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun