Hélst þú upp á krabbameinið? Áslaug Eiríksdóttir skrifar 24. október 2024 10:00 Fyrr í þessari viku var bleiki dagurinn haldinn af Krabbameinsfélaginu. Víða á vinnustöðum voru veggir og fólk skreytt með bleiku hátt og lágt, og eflaust hafa ófáir gætt sér á bleikum veitingum. Ég klikkaði á þessu á síðasta ári, gleymdi að mæta í bleikum fötum. Samstarfskona mín hafði stuttu áður greinst með brjóstakrabbamein og mér fannst alveg glatað að vera svona gersneydd stuðningi við hana, úr því ég gat ekki munað að koma í einhverju bleiku. Ég setti saman playlista með P!nk og sendi “smá bleikt út í daginn” á vinnuspjallið. Málinu reddað. Eða hvað? Núna, ári seinna, var dagurinn með öðru sniði. Á bleika deginum í ár var ég ekki að gæða mér á veitingum með vinnufélögunum, heldur fór ég á Landsspítalann og þáði heilbrigðisþjónustu sem er nauðsynleg minni meðferð við… jú einmitt: Brjóstakrabbameini. Fyrir vikið sé ég þennan dag í allt öðru ljósi en í fyrra. Ég dauðskammast mín fyrir taktleysið á vinnuspjallinu og sé núna að mistök mín voru ekki fólgin í að klikka á klæðaburðinum, heldur í að halda að kaffisamsæti á skrifstofu í Kópavoginum hefði í sjálfu sér eitthvað með hennar bata að gera. Ég held ég hafi ekki einu sinni spurt hana hvernig henni liði eftir síðustu lyfjagjöf, bara spilað "Get the party started" og haldið áfram með daginn. En til hvers er fólk þá að klæða sig í bleikt á þessum degi? Til að “sýna stuðning”? Í hverju er sá stuðningur fólginn? Jú, hann getur verið í formi fræðslu, eins og að dreifa kynningarefni um helstu einkenni. Eða hvetja starfsfólk til að fara í skimun, og minna á réttinn til að sinna því á vinnutíma. Hvernig var þetta á þínum vinnustað í ár? Stuðningurinn getur líka verið fjárhagslegur stuðningur við rannsóknir, hagsmunasamtök og stuðningsnet þeirra sem krabbamein snertir. Krabbameinsfélagið, sem stendur fyrir bleikum október og bleikum degi, sinnir hvoru tveggja. Þegar ég sé fólk með bleika slaufu í barminum sendi ég þeim í huganum þökk fyrir að gera Krabbameinsfélaginu kleift að vera með viðtalsþjónustu sem við maðurinn minn höfum nýtt okkur sitt á hvað frá fyrsta degi veikinda. Var stuðningur þinn eða þíns fyrirtækis á þessu formi í ár? En hafandi fengið krabbamein sjálf, veit ég að einn mikilvægasti stuðningurinn er þegar fólk er til staðar fyrir þau sem eru veik, aðstandendur og syrgjandi. Eftir bleika daginn í ár er það einmitt þessi tegund stuðnings sem ég óttast að hafi týnst innan um bleikar servíettur og Instagram-vænar myndir af starfsmannahópum. Það er ábyrgðarhlutverk að koma með umræðuefni eins og krabbamein inn á vinnustaði og í skóla. Ég vona að þar sem það á við (hint: allsstaðar) sé fólk meðvitað um þau sem gætu þurft á umhyggju að halda á svona degi af því að þau eiga um sárt að binda vegna krabbameins sem er í lífi þeirra. Mér verður hugsað til þeirra sem hafa misst aðstandanda og mættu í skóla eða vinnu sem hefur sett bleikan ljóskastara á krabbameinið sem tók ástvin þeirra. Einnig þeirra sem hafa skilið veikindin eftir í fortíð sem virðist fjarlæg en fá árlega bleikmálaða áminningu um eitt erfiðasta tímabil ævi sinnar. Um þau sem voru heima frá vinnu, í veikindaleyfi vegna krabbameinsmeðferðar. Um þau sem eiga systur sem greindist í síðasta mánuði, þau sem eiga maka sem var að greinast aftur eða mömmu sem lést fyrir fimm árum. Rifjaðu upp hvernig þetta var á þínum vinnustað eða skóla, og hugsaðu til þeirra sem þú veist að hafa haft náin kynni af krabbameini í sínu lífi. Fengu þau ekki örugglega stuðning á bleika daginn? Eða létu þau sig hverfa úr samkvæminu? Unnu heima? Fóru heim með illt í maganum? Það er auðvitað bara fallegt að lyfta samstöðunni upp á yfirborðið og búa til bleikt faðmlag í samfélaginu. Bleikur október og bleikur dagur er mjög mikilvægur til að halda umræðunni opinni og afla fjár til málefnisins. En ef bleika faðmlagið okkar nær ekki til þeirra sem við erum að státa okkur af að styðja, þá verða bleiku fötin einkennisbúningur sjálfhverfu og dyggðarþvottar. Ég vona að þér hafi gengið betur í ár en mér gekk í fyrra. Ég er búin að eyða þessum P!nk playlista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Fyrr í þessari viku var bleiki dagurinn haldinn af Krabbameinsfélaginu. Víða á vinnustöðum voru veggir og fólk skreytt með bleiku hátt og lágt, og eflaust hafa ófáir gætt sér á bleikum veitingum. Ég klikkaði á þessu á síðasta ári, gleymdi að mæta í bleikum fötum. Samstarfskona mín hafði stuttu áður greinst með brjóstakrabbamein og mér fannst alveg glatað að vera svona gersneydd stuðningi við hana, úr því ég gat ekki munað að koma í einhverju bleiku. Ég setti saman playlista með P!nk og sendi “smá bleikt út í daginn” á vinnuspjallið. Málinu reddað. Eða hvað? Núna, ári seinna, var dagurinn með öðru sniði. Á bleika deginum í ár var ég ekki að gæða mér á veitingum með vinnufélögunum, heldur fór ég á Landsspítalann og þáði heilbrigðisþjónustu sem er nauðsynleg minni meðferð við… jú einmitt: Brjóstakrabbameini. Fyrir vikið sé ég þennan dag í allt öðru ljósi en í fyrra. Ég dauðskammast mín fyrir taktleysið á vinnuspjallinu og sé núna að mistök mín voru ekki fólgin í að klikka á klæðaburðinum, heldur í að halda að kaffisamsæti á skrifstofu í Kópavoginum hefði í sjálfu sér eitthvað með hennar bata að gera. Ég held ég hafi ekki einu sinni spurt hana hvernig henni liði eftir síðustu lyfjagjöf, bara spilað "Get the party started" og haldið áfram með daginn. En til hvers er fólk þá að klæða sig í bleikt á þessum degi? Til að “sýna stuðning”? Í hverju er sá stuðningur fólginn? Jú, hann getur verið í formi fræðslu, eins og að dreifa kynningarefni um helstu einkenni. Eða hvetja starfsfólk til að fara í skimun, og minna á réttinn til að sinna því á vinnutíma. Hvernig var þetta á þínum vinnustað í ár? Stuðningurinn getur líka verið fjárhagslegur stuðningur við rannsóknir, hagsmunasamtök og stuðningsnet þeirra sem krabbamein snertir. Krabbameinsfélagið, sem stendur fyrir bleikum október og bleikum degi, sinnir hvoru tveggja. Þegar ég sé fólk með bleika slaufu í barminum sendi ég þeim í huganum þökk fyrir að gera Krabbameinsfélaginu kleift að vera með viðtalsþjónustu sem við maðurinn minn höfum nýtt okkur sitt á hvað frá fyrsta degi veikinda. Var stuðningur þinn eða þíns fyrirtækis á þessu formi í ár? En hafandi fengið krabbamein sjálf, veit ég að einn mikilvægasti stuðningurinn er þegar fólk er til staðar fyrir þau sem eru veik, aðstandendur og syrgjandi. Eftir bleika daginn í ár er það einmitt þessi tegund stuðnings sem ég óttast að hafi týnst innan um bleikar servíettur og Instagram-vænar myndir af starfsmannahópum. Það er ábyrgðarhlutverk að koma með umræðuefni eins og krabbamein inn á vinnustaði og í skóla. Ég vona að þar sem það á við (hint: allsstaðar) sé fólk meðvitað um þau sem gætu þurft á umhyggju að halda á svona degi af því að þau eiga um sárt að binda vegna krabbameins sem er í lífi þeirra. Mér verður hugsað til þeirra sem hafa misst aðstandanda og mættu í skóla eða vinnu sem hefur sett bleikan ljóskastara á krabbameinið sem tók ástvin þeirra. Einnig þeirra sem hafa skilið veikindin eftir í fortíð sem virðist fjarlæg en fá árlega bleikmálaða áminningu um eitt erfiðasta tímabil ævi sinnar. Um þau sem voru heima frá vinnu, í veikindaleyfi vegna krabbameinsmeðferðar. Um þau sem eiga systur sem greindist í síðasta mánuði, þau sem eiga maka sem var að greinast aftur eða mömmu sem lést fyrir fimm árum. Rifjaðu upp hvernig þetta var á þínum vinnustað eða skóla, og hugsaðu til þeirra sem þú veist að hafa haft náin kynni af krabbameini í sínu lífi. Fengu þau ekki örugglega stuðning á bleika daginn? Eða létu þau sig hverfa úr samkvæminu? Unnu heima? Fóru heim með illt í maganum? Það er auðvitað bara fallegt að lyfta samstöðunni upp á yfirborðið og búa til bleikt faðmlag í samfélaginu. Bleikur október og bleikur dagur er mjög mikilvægur til að halda umræðunni opinni og afla fjár til málefnisins. En ef bleika faðmlagið okkar nær ekki til þeirra sem við erum að státa okkur af að styðja, þá verða bleiku fötin einkennisbúningur sjálfhverfu og dyggðarþvottar. Ég vona að þér hafi gengið betur í ár en mér gekk í fyrra. Ég er búin að eyða þessum P!nk playlista.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun