Náttúran þarf að fá rödd sína aftur Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 23. október 2024 16:31 Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá. Stjórnun umræðunnar heppnaðist fyllilega og mikilvæg rödd umhverfisins hljóðnaði. Fátt heyrist lengur nema hávær hróp um meiri orku og stærri framkvæmdir. Við lifum á tímum fáræðis fjárfesta sem reyna nú að gleypa fjöll, firði, ár, vötn, heiðar og allar auðlindir þjóðarinnar í risastórar framkvæmdir fyrir sérhagsmuni, án þess að almenningur hafi neitt um það að segja. Ætlum við að hafa þetta svona áfram, eða ætlum við að stofna umhverfisráðuneyti aftur og gefa náttúrunni og almenningi rödd? Stjórnmálaflokkar þurfa í stuttri kosningabaráttu að svara kjósendum um þetta. Þeir þurfa líka að svara hvort þeir styðji mannréttindi, tjáningarfrelsi og lýðræði, eða hvort fjárfestar og stjórnmálamenn sem lofa stórframkvæmdum eigi að hafa sviðið einir. Stjórnvöld og talsmenn fjárfestinga hafa sýnt framkomu gagnvart einstaklingum og frjálsum félagasamtökum sem orkar tvímælis. Fólk sem leitar réttar síns er talað niður og sakað um að valda samfélaginu tjóni. Vonandi eru þessi tilvik mistök en ekki kerfisbundin framkoma þar sem hagsmunum almennings og umhverfis er ýtt út af borðinu. 1. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar sakaði nýlega tvenn náttúruverndarsamtök á Suðvesturlandi um að hafa kostað bæjarfélagið 8 milljarða króna, með því að kæra lögn raflínu yfir vatnsverndarsvæði. Bæjarfélagið fór ekki að lögum og kennir kærendum um. 2. Landsvirkjun sakar náttúruverndarsamtök um að hafa kostað samfélagið tvo milljarða með kæru sem felldi framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Fyrirtæki sem ekki fór að lögum kennir kærendum um. 3. Umhverfis- orku og loftslagsráðherra fékk furðufyrirspurn frá aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar á ársfundi Samtaka atvinnulífsins um hvort draga þyrfti tennurnar úr úrskurðarnefndum sem taka kærur til meðferðar. Og svarið var „við þurfum að fækka kæruleiðum.“ 4. Þegar náttúruverndin leitaði svara við því í vor hvers vegna rekstrarstyrkir skiluðu sér seint til umhverfisverndarsamtaka var svarið: „Vinna er nú í gangi við endurskoðun og einföldun á heildarstyrkjakerfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og er við þá vinnu horft til þess að styrkveitingar hverju sinni styðji við áherslumál stjórnvalda á þeim tíma.“ Viðhorfið er að frjáls félagasamtök eigi að vera í vinnu hjá stjórnvöldum. Það er ekki hlutverk þeirra. 5. Nafnlaus leiðari Viðskiptablaðsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar efast um kærurétt fámennra samtaka. Viðskiptablaðið skrifar um vitleysisgang og ógöngur sem Árósasamingurinn hafi leitt yfir samfélagið og um andlitslaus náttúruverndarsamtök sem sé skammarlegt að geti tafið framkvæmdir. Allt sýnir þetta að réttindi almennings og frjálsra félagssamtaka eru ekki sjálfsögð. Fleiri dæmi úr umhverfisverndarbaráttu síðustu ára mætti rifja upp. Stjórnmálin hafa nú tækifærið til að snúa af óheillabraut og styðja rétt almennings og umhverfisins. Árósasamingurinn er ekki vitleysisgangur, heldur nauðsyn. Landvernd ályktaði um á aðalfundi í vor um tjáningarfrelsi og almannarétt. Sú ályktun er enn í fullu gildi. Tjáningarfrelsi Styðjum við náttúru- og loftslagsvernd, tryggjum rétt almennings og verjum störf allra sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd í félagasamtökum, stofnunum, fjölmiðlum, fyrirtækjum og stjórnmálum. Kjósum með náttúrunni, loftslaginu og fólkinu, verjum auðæfi landsins og gefum ekki frá okkur almannaréttinn og auðlindir framtíðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Orkumál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá. Stjórnun umræðunnar heppnaðist fyllilega og mikilvæg rödd umhverfisins hljóðnaði. Fátt heyrist lengur nema hávær hróp um meiri orku og stærri framkvæmdir. Við lifum á tímum fáræðis fjárfesta sem reyna nú að gleypa fjöll, firði, ár, vötn, heiðar og allar auðlindir þjóðarinnar í risastórar framkvæmdir fyrir sérhagsmuni, án þess að almenningur hafi neitt um það að segja. Ætlum við að hafa þetta svona áfram, eða ætlum við að stofna umhverfisráðuneyti aftur og gefa náttúrunni og almenningi rödd? Stjórnmálaflokkar þurfa í stuttri kosningabaráttu að svara kjósendum um þetta. Þeir þurfa líka að svara hvort þeir styðji mannréttindi, tjáningarfrelsi og lýðræði, eða hvort fjárfestar og stjórnmálamenn sem lofa stórframkvæmdum eigi að hafa sviðið einir. Stjórnvöld og talsmenn fjárfestinga hafa sýnt framkomu gagnvart einstaklingum og frjálsum félagasamtökum sem orkar tvímælis. Fólk sem leitar réttar síns er talað niður og sakað um að valda samfélaginu tjóni. Vonandi eru þessi tilvik mistök en ekki kerfisbundin framkoma þar sem hagsmunum almennings og umhverfis er ýtt út af borðinu. 1. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar sakaði nýlega tvenn náttúruverndarsamtök á Suðvesturlandi um að hafa kostað bæjarfélagið 8 milljarða króna, með því að kæra lögn raflínu yfir vatnsverndarsvæði. Bæjarfélagið fór ekki að lögum og kennir kærendum um. 2. Landsvirkjun sakar náttúruverndarsamtök um að hafa kostað samfélagið tvo milljarða með kæru sem felldi framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Fyrirtæki sem ekki fór að lögum kennir kærendum um. 3. Umhverfis- orku og loftslagsráðherra fékk furðufyrirspurn frá aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar á ársfundi Samtaka atvinnulífsins um hvort draga þyrfti tennurnar úr úrskurðarnefndum sem taka kærur til meðferðar. Og svarið var „við þurfum að fækka kæruleiðum.“ 4. Þegar náttúruverndin leitaði svara við því í vor hvers vegna rekstrarstyrkir skiluðu sér seint til umhverfisverndarsamtaka var svarið: „Vinna er nú í gangi við endurskoðun og einföldun á heildarstyrkjakerfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og er við þá vinnu horft til þess að styrkveitingar hverju sinni styðji við áherslumál stjórnvalda á þeim tíma.“ Viðhorfið er að frjáls félagasamtök eigi að vera í vinnu hjá stjórnvöldum. Það er ekki hlutverk þeirra. 5. Nafnlaus leiðari Viðskiptablaðsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar efast um kærurétt fámennra samtaka. Viðskiptablaðið skrifar um vitleysisgang og ógöngur sem Árósasamingurinn hafi leitt yfir samfélagið og um andlitslaus náttúruverndarsamtök sem sé skammarlegt að geti tafið framkvæmdir. Allt sýnir þetta að réttindi almennings og frjálsra félagssamtaka eru ekki sjálfsögð. Fleiri dæmi úr umhverfisverndarbaráttu síðustu ára mætti rifja upp. Stjórnmálin hafa nú tækifærið til að snúa af óheillabraut og styðja rétt almennings og umhverfisins. Árósasamingurinn er ekki vitleysisgangur, heldur nauðsyn. Landvernd ályktaði um á aðalfundi í vor um tjáningarfrelsi og almannarétt. Sú ályktun er enn í fullu gildi. Tjáningarfrelsi Styðjum við náttúru- og loftslagsvernd, tryggjum rétt almennings og verjum störf allra sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd í félagasamtökum, stofnunum, fjölmiðlum, fyrirtækjum og stjórnmálum. Kjósum með náttúrunni, loftslaginu og fólkinu, verjum auðæfi landsins og gefum ekki frá okkur almannaréttinn og auðlindir framtíðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun