Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 16:56 Ragnar Þór er svartsýn á horfur í íslensku samfélagi. Vísir/Einar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. Inga Sæland staðfesti þetta við fréttastofu. Ragnar Þór hefur verið formaður VR í sjö ár, síðan hann lagði Ólafíu B. Rafnsdóttur, forvera sinn í embætti, að velli í kosningum. Formannstímabili hans lýkur í mars næsta vor. Í viðtali við Rúv segir Ragnar að framboð hans hafi ekki áhrif á störf hans hjá VR og hann hafi ekki íhugað að fara í leyfi. Hann muni sinna störfum sínum sem formaður VR fram að því. Hann segist leggja áherslu á húsnæðismál og leggja sérstaka áherslu á að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi og gera það að danskri fyrirmynd. Kom sér á óvart Tilkynningu frá Tómasi Tómassyni má finna á fréttavef Eiríks Jónssonar. Þar segir hann að allir góðir hlutir taki endi. „Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hringdi í mig í gær kl. 17.47 til að tilkynna mér að ég yrði ekki á lista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, en ég var í oddvitasæti 2021 og var kjördæmakjörinn,“ segir í tilkynningunni. „Þetta kom mér svoldið á óvart. Það er búið að vera sannur heiður að fá að vera á þingi með Ingu Sæland og öðrum þingmönnum Flokks fólksins – eitt allsherjar ævintýri ef satt skal segja,“ segir einnig. Þá hrósar hann Ingu fyrir það sem hún hafi áorkað og þakkar henni fyrir tækifærið. „Ég skil leikreglurnar. Það er margt gott fólk í boði og getur verið gott að endurnýja. Svona er lífið. Gangi ykkur vel og áfram veginn!“ segir að lokum. Ekki náðist í Ragnar við vinnslu fréttarinnar. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Inga Sæland staðfesti þetta við fréttastofu. Ragnar Þór hefur verið formaður VR í sjö ár, síðan hann lagði Ólafíu B. Rafnsdóttur, forvera sinn í embætti, að velli í kosningum. Formannstímabili hans lýkur í mars næsta vor. Í viðtali við Rúv segir Ragnar að framboð hans hafi ekki áhrif á störf hans hjá VR og hann hafi ekki íhugað að fara í leyfi. Hann muni sinna störfum sínum sem formaður VR fram að því. Hann segist leggja áherslu á húsnæðismál og leggja sérstaka áherslu á að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi og gera það að danskri fyrirmynd. Kom sér á óvart Tilkynningu frá Tómasi Tómassyni má finna á fréttavef Eiríks Jónssonar. Þar segir hann að allir góðir hlutir taki endi. „Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hringdi í mig í gær kl. 17.47 til að tilkynna mér að ég yrði ekki á lista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, en ég var í oddvitasæti 2021 og var kjördæmakjörinn,“ segir í tilkynningunni. „Þetta kom mér svoldið á óvart. Það er búið að vera sannur heiður að fá að vera á þingi með Ingu Sæland og öðrum þingmönnum Flokks fólksins – eitt allsherjar ævintýri ef satt skal segja,“ segir einnig. Þá hrósar hann Ingu fyrir það sem hún hafi áorkað og þakkar henni fyrir tækifærið. „Ég skil leikreglurnar. Það er margt gott fólk í boði og getur verið gott að endurnýja. Svona er lífið. Gangi ykkur vel og áfram veginn!“ segir að lokum. Ekki náðist í Ragnar við vinnslu fréttarinnar.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23