Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 16:56 Ragnar Þór er svartsýn á horfur í íslensku samfélagi. Vísir/Einar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. Inga Sæland staðfesti þetta við fréttastofu. Ragnar Þór hefur verið formaður VR í sjö ár, síðan hann lagði Ólafíu B. Rafnsdóttur, forvera sinn í embætti, að velli í kosningum. Formannstímabili hans lýkur í mars næsta vor. Í viðtali við Rúv segir Ragnar að framboð hans hafi ekki áhrif á störf hans hjá VR og hann hafi ekki íhugað að fara í leyfi. Hann muni sinna störfum sínum sem formaður VR fram að því. Hann segist leggja áherslu á húsnæðismál og leggja sérstaka áherslu á að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi og gera það að danskri fyrirmynd. Kom sér á óvart Tilkynningu frá Tómasi Tómassyni má finna á fréttavef Eiríks Jónssonar. Þar segir hann að allir góðir hlutir taki endi. „Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hringdi í mig í gær kl. 17.47 til að tilkynna mér að ég yrði ekki á lista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, en ég var í oddvitasæti 2021 og var kjördæmakjörinn,“ segir í tilkynningunni. „Þetta kom mér svoldið á óvart. Það er búið að vera sannur heiður að fá að vera á þingi með Ingu Sæland og öðrum þingmönnum Flokks fólksins – eitt allsherjar ævintýri ef satt skal segja,“ segir einnig. Þá hrósar hann Ingu fyrir það sem hún hafi áorkað og þakkar henni fyrir tækifærið. „Ég skil leikreglurnar. Það er margt gott fólk í boði og getur verið gott að endurnýja. Svona er lífið. Gangi ykkur vel og áfram veginn!“ segir að lokum. Ekki náðist í Ragnar við vinnslu fréttarinnar. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Inga Sæland staðfesti þetta við fréttastofu. Ragnar Þór hefur verið formaður VR í sjö ár, síðan hann lagði Ólafíu B. Rafnsdóttur, forvera sinn í embætti, að velli í kosningum. Formannstímabili hans lýkur í mars næsta vor. Í viðtali við Rúv segir Ragnar að framboð hans hafi ekki áhrif á störf hans hjá VR og hann hafi ekki íhugað að fara í leyfi. Hann muni sinna störfum sínum sem formaður VR fram að því. Hann segist leggja áherslu á húsnæðismál og leggja sérstaka áherslu á að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi og gera það að danskri fyrirmynd. Kom sér á óvart Tilkynningu frá Tómasi Tómassyni má finna á fréttavef Eiríks Jónssonar. Þar segir hann að allir góðir hlutir taki endi. „Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hringdi í mig í gær kl. 17.47 til að tilkynna mér að ég yrði ekki á lista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, en ég var í oddvitasæti 2021 og var kjördæmakjörinn,“ segir í tilkynningunni. „Þetta kom mér svoldið á óvart. Það er búið að vera sannur heiður að fá að vera á þingi með Ingu Sæland og öðrum þingmönnum Flokks fólksins – eitt allsherjar ævintýri ef satt skal segja,“ segir einnig. Þá hrósar hann Ingu fyrir það sem hún hafi áorkað og þakkar henni fyrir tækifærið. „Ég skil leikreglurnar. Það er margt gott fólk í boði og getur verið gott að endurnýja. Svona er lífið. Gangi ykkur vel og áfram veginn!“ segir að lokum. Ekki náðist í Ragnar við vinnslu fréttarinnar.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23