Ætlar heilbrigðisráðherra að lögleiða kannabis? Gunnar Dan Wiium skrifar 21. október 2024 13:01 Helgina 11/12 okt síðastliðin var haldin ótrúlega vel heppnuð ráðstefna á vegum Hampfélagsins um iðnaðar og lyfjahamp (medical cannabis). Fengnir voru fyrirlesarar frá öllum heimshornum, allt sérfræðingar á sínu sviði og mörg hver þungavigtarfólk innan geirans. Sagðar voru sögur af persónulegri nálgun hvers og eins og ein þeirra snerti gesti það djúpt að staðið var upp og klappað eftir töluna og voru margir í ekka. Það var sagan hans Norberto Fischer sem kemur frá Brasilíu. Norberto og konan hans stóðu frammi fyrir því að missa dóttur sína úr skæðum sjúkdóm sem olli lífshættulegum grand mal flogaköstum sem voru að aukast. Eftir að hafa séð sambærilegt tilfelli frá BNA þar sem kannabínóðar voru beittir tóku foreldrarnir ákvörðun um að flytja inn CBD og prófa á þessu vægðarlausu flogaköst dóttur sinnar þvert á hvað Brasilísk lög því innflutningur og sala á CBD á þeim tíma var ekki lögleg. Það var ekki auðvelt fyrir þau að beita þessu efni því sjálf voru þau föst í neti stigma og úreltrar hugmyndafræði um skaðsemi og hættur kannabis, en hvað gerir maður ekki þegar maður er komin í örvæntingu og barnið manns er að deyja fyrir framan sig? Grátandi á sviðinu fór Norberto á hnén með leikrænum tilþrifum því enskan er ekki hans sterkasta hlið. Hann lýsti því hvernig hann í fyrsta skiptið sprautaði CBD olíunni sem þau hjónin höfðu fengið í pósti stuttu áður í munn dóttur sinnar sem lá hjálparvana í rúminu. Á sviðinu talaði hann tungumál hjartans er hann endurlifði það örvæntingarástand sem hann fann sig í á þessu augnabliki, komin algjörlega út í horn við það að sprauta efni upp í dóttur sína sem hann hafði flutt ólöglega til landsins og án handleiðslu neinna lækna. Stutta sagan er þessi, köstin hættu samstundis og dóttir þeirra öðlaðist getu til að lifa með þessum hræðilega sjúkdóm sem veldur lágri vöðvaspennu í öllum líkamanum, þroskaskerðingu og málstoli, en Anny er á lífi og hefur ekki fengið þessi köst síðan. Fljótlega í kjölfarið höfðu stjórnvöld samband Norberto og konu hans og spurðu þau hvað í ósköpunum þau voru að gera með flytja inn þessa kol-ólöglegu vöru. Ákveðið ferli fór í gang sem leiddi til þess að Norberto barðist fyrir breytingum og sjálfsögðum mannréttindum og kannabínóðar voru gerðir löglegir í Brasilíu sem er rúmlega 200 milljóna land. Það eina sem þurfti var skýr, örvæntingarfullur markaður, nokkrir læknar sem höfðu hugrekki til að stíga fram og taka afstöðu með tug þúsunda rýndra rannsókna og venjulegra foreldra sem voru ekki tilbúnir að missa barnið sitt. Mikið fjölmiðlafár fór af stað og vakti mál fjölskyldunnar mikla athygli. Stór framleiðsla fór í gang á gerð heimildarmyndar sem vakti einnig mikla athygli, sjá má brot hér úr þeirri mynd hér: Lögleiðing á lyfjahampi hér á Íslandi er nauðsynleg breyta. Nú þegar eru fjöldi sjúklinga að verða sér um heimatilbúnar vörur í algjörlega óregluvæddu umhverfi og kostnaðurinn er mikill og greiddur í seðlum inn í svart hagkerfi. Algjörlega ólíðandi ástand sem er í raun ekki byggt á neinu nema fordómum, þekkingar og aðgerðarleysi stjórnvalda og að margra mati hagsmunum risavaxina lyfjafyrirtækja. Nú er komin tími á að heilbrigðisráðuneytið taki sig saman og setji sig inn í málefnið af fullum þunga. Auðvitað má ávarpa afglæpavæðingu og algjöra lögleiðingu á kannabis eins og margar þjóðir hafa gert en í fyrstu má kannski íhuga næsta skref sem felur í sér að veita venjulegu fólki rými og aðgang að því náttúrulega efni sem lyfjahampur er og þá undir handleiðslu lækna og hjúkrunarfólks, þvert á ástandið eins og það lítur út núna, viðskipti á bílaplönum, heimahúsum, viðskipti á vörum sem engin hefur vottað, ástand sem gerir venjulegt fólk að lögbrjótum. Höfundur starfar sem verslunarstjóri Handverkshússins, þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins, umboðsmaður og stjórnarmaður Hampfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kannabis Heilbrigðismál Gunnar Dan Wiium Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Helgina 11/12 okt síðastliðin var haldin ótrúlega vel heppnuð ráðstefna á vegum Hampfélagsins um iðnaðar og lyfjahamp (medical cannabis). Fengnir voru fyrirlesarar frá öllum heimshornum, allt sérfræðingar á sínu sviði og mörg hver þungavigtarfólk innan geirans. Sagðar voru sögur af persónulegri nálgun hvers og eins og ein þeirra snerti gesti það djúpt að staðið var upp og klappað eftir töluna og voru margir í ekka. Það var sagan hans Norberto Fischer sem kemur frá Brasilíu. Norberto og konan hans stóðu frammi fyrir því að missa dóttur sína úr skæðum sjúkdóm sem olli lífshættulegum grand mal flogaköstum sem voru að aukast. Eftir að hafa séð sambærilegt tilfelli frá BNA þar sem kannabínóðar voru beittir tóku foreldrarnir ákvörðun um að flytja inn CBD og prófa á þessu vægðarlausu flogaköst dóttur sinnar þvert á hvað Brasilísk lög því innflutningur og sala á CBD á þeim tíma var ekki lögleg. Það var ekki auðvelt fyrir þau að beita þessu efni því sjálf voru þau föst í neti stigma og úreltrar hugmyndafræði um skaðsemi og hættur kannabis, en hvað gerir maður ekki þegar maður er komin í örvæntingu og barnið manns er að deyja fyrir framan sig? Grátandi á sviðinu fór Norberto á hnén með leikrænum tilþrifum því enskan er ekki hans sterkasta hlið. Hann lýsti því hvernig hann í fyrsta skiptið sprautaði CBD olíunni sem þau hjónin höfðu fengið í pósti stuttu áður í munn dóttur sinnar sem lá hjálparvana í rúminu. Á sviðinu talaði hann tungumál hjartans er hann endurlifði það örvæntingarástand sem hann fann sig í á þessu augnabliki, komin algjörlega út í horn við það að sprauta efni upp í dóttur sína sem hann hafði flutt ólöglega til landsins og án handleiðslu neinna lækna. Stutta sagan er þessi, köstin hættu samstundis og dóttir þeirra öðlaðist getu til að lifa með þessum hræðilega sjúkdóm sem veldur lágri vöðvaspennu í öllum líkamanum, þroskaskerðingu og málstoli, en Anny er á lífi og hefur ekki fengið þessi köst síðan. Fljótlega í kjölfarið höfðu stjórnvöld samband Norberto og konu hans og spurðu þau hvað í ósköpunum þau voru að gera með flytja inn þessa kol-ólöglegu vöru. Ákveðið ferli fór í gang sem leiddi til þess að Norberto barðist fyrir breytingum og sjálfsögðum mannréttindum og kannabínóðar voru gerðir löglegir í Brasilíu sem er rúmlega 200 milljóna land. Það eina sem þurfti var skýr, örvæntingarfullur markaður, nokkrir læknar sem höfðu hugrekki til að stíga fram og taka afstöðu með tug þúsunda rýndra rannsókna og venjulegra foreldra sem voru ekki tilbúnir að missa barnið sitt. Mikið fjölmiðlafár fór af stað og vakti mál fjölskyldunnar mikla athygli. Stór framleiðsla fór í gang á gerð heimildarmyndar sem vakti einnig mikla athygli, sjá má brot hér úr þeirri mynd hér: Lögleiðing á lyfjahampi hér á Íslandi er nauðsynleg breyta. Nú þegar eru fjöldi sjúklinga að verða sér um heimatilbúnar vörur í algjörlega óregluvæddu umhverfi og kostnaðurinn er mikill og greiddur í seðlum inn í svart hagkerfi. Algjörlega ólíðandi ástand sem er í raun ekki byggt á neinu nema fordómum, þekkingar og aðgerðarleysi stjórnvalda og að margra mati hagsmunum risavaxina lyfjafyrirtækja. Nú er komin tími á að heilbrigðisráðuneytið taki sig saman og setji sig inn í málefnið af fullum þunga. Auðvitað má ávarpa afglæpavæðingu og algjöra lögleiðingu á kannabis eins og margar þjóðir hafa gert en í fyrstu má kannski íhuga næsta skref sem felur í sér að veita venjulegu fólki rými og aðgang að því náttúrulega efni sem lyfjahampur er og þá undir handleiðslu lækna og hjúkrunarfólks, þvert á ástandið eins og það lítur út núna, viðskipti á bílaplönum, heimahúsum, viðskipti á vörum sem engin hefur vottað, ástand sem gerir venjulegt fólk að lögbrjótum. Höfundur starfar sem verslunarstjóri Handverkshússins, þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins, umboðsmaður og stjórnarmaður Hampfélagsins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar