Ætlar heilbrigðisráðherra að lögleiða kannabis? Gunnar Dan Wiium skrifar 21. október 2024 13:01 Helgina 11/12 okt síðastliðin var haldin ótrúlega vel heppnuð ráðstefna á vegum Hampfélagsins um iðnaðar og lyfjahamp (medical cannabis). Fengnir voru fyrirlesarar frá öllum heimshornum, allt sérfræðingar á sínu sviði og mörg hver þungavigtarfólk innan geirans. Sagðar voru sögur af persónulegri nálgun hvers og eins og ein þeirra snerti gesti það djúpt að staðið var upp og klappað eftir töluna og voru margir í ekka. Það var sagan hans Norberto Fischer sem kemur frá Brasilíu. Norberto og konan hans stóðu frammi fyrir því að missa dóttur sína úr skæðum sjúkdóm sem olli lífshættulegum grand mal flogaköstum sem voru að aukast. Eftir að hafa séð sambærilegt tilfelli frá BNA þar sem kannabínóðar voru beittir tóku foreldrarnir ákvörðun um að flytja inn CBD og prófa á þessu vægðarlausu flogaköst dóttur sinnar þvert á hvað Brasilísk lög því innflutningur og sala á CBD á þeim tíma var ekki lögleg. Það var ekki auðvelt fyrir þau að beita þessu efni því sjálf voru þau föst í neti stigma og úreltrar hugmyndafræði um skaðsemi og hættur kannabis, en hvað gerir maður ekki þegar maður er komin í örvæntingu og barnið manns er að deyja fyrir framan sig? Grátandi á sviðinu fór Norberto á hnén með leikrænum tilþrifum því enskan er ekki hans sterkasta hlið. Hann lýsti því hvernig hann í fyrsta skiptið sprautaði CBD olíunni sem þau hjónin höfðu fengið í pósti stuttu áður í munn dóttur sinnar sem lá hjálparvana í rúminu. Á sviðinu talaði hann tungumál hjartans er hann endurlifði það örvæntingarástand sem hann fann sig í á þessu augnabliki, komin algjörlega út í horn við það að sprauta efni upp í dóttur sína sem hann hafði flutt ólöglega til landsins og án handleiðslu neinna lækna. Stutta sagan er þessi, köstin hættu samstundis og dóttir þeirra öðlaðist getu til að lifa með þessum hræðilega sjúkdóm sem veldur lágri vöðvaspennu í öllum líkamanum, þroskaskerðingu og málstoli, en Anny er á lífi og hefur ekki fengið þessi köst síðan. Fljótlega í kjölfarið höfðu stjórnvöld samband Norberto og konu hans og spurðu þau hvað í ósköpunum þau voru að gera með flytja inn þessa kol-ólöglegu vöru. Ákveðið ferli fór í gang sem leiddi til þess að Norberto barðist fyrir breytingum og sjálfsögðum mannréttindum og kannabínóðar voru gerðir löglegir í Brasilíu sem er rúmlega 200 milljóna land. Það eina sem þurfti var skýr, örvæntingarfullur markaður, nokkrir læknar sem höfðu hugrekki til að stíga fram og taka afstöðu með tug þúsunda rýndra rannsókna og venjulegra foreldra sem voru ekki tilbúnir að missa barnið sitt. Mikið fjölmiðlafár fór af stað og vakti mál fjölskyldunnar mikla athygli. Stór framleiðsla fór í gang á gerð heimildarmyndar sem vakti einnig mikla athygli, sjá má brot hér úr þeirri mynd hér: Lögleiðing á lyfjahampi hér á Íslandi er nauðsynleg breyta. Nú þegar eru fjöldi sjúklinga að verða sér um heimatilbúnar vörur í algjörlega óregluvæddu umhverfi og kostnaðurinn er mikill og greiddur í seðlum inn í svart hagkerfi. Algjörlega ólíðandi ástand sem er í raun ekki byggt á neinu nema fordómum, þekkingar og aðgerðarleysi stjórnvalda og að margra mati hagsmunum risavaxina lyfjafyrirtækja. Nú er komin tími á að heilbrigðisráðuneytið taki sig saman og setji sig inn í málefnið af fullum þunga. Auðvitað má ávarpa afglæpavæðingu og algjöra lögleiðingu á kannabis eins og margar þjóðir hafa gert en í fyrstu má kannski íhuga næsta skref sem felur í sér að veita venjulegu fólki rými og aðgang að því náttúrulega efni sem lyfjahampur er og þá undir handleiðslu lækna og hjúkrunarfólks, þvert á ástandið eins og það lítur út núna, viðskipti á bílaplönum, heimahúsum, viðskipti á vörum sem engin hefur vottað, ástand sem gerir venjulegt fólk að lögbrjótum. Höfundur starfar sem verslunarstjóri Handverkshússins, þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins, umboðsmaður og stjórnarmaður Hampfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kannabis Heilbrigðismál Gunnar Dan Wiium Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Helgina 11/12 okt síðastliðin var haldin ótrúlega vel heppnuð ráðstefna á vegum Hampfélagsins um iðnaðar og lyfjahamp (medical cannabis). Fengnir voru fyrirlesarar frá öllum heimshornum, allt sérfræðingar á sínu sviði og mörg hver þungavigtarfólk innan geirans. Sagðar voru sögur af persónulegri nálgun hvers og eins og ein þeirra snerti gesti það djúpt að staðið var upp og klappað eftir töluna og voru margir í ekka. Það var sagan hans Norberto Fischer sem kemur frá Brasilíu. Norberto og konan hans stóðu frammi fyrir því að missa dóttur sína úr skæðum sjúkdóm sem olli lífshættulegum grand mal flogaköstum sem voru að aukast. Eftir að hafa séð sambærilegt tilfelli frá BNA þar sem kannabínóðar voru beittir tóku foreldrarnir ákvörðun um að flytja inn CBD og prófa á þessu vægðarlausu flogaköst dóttur sinnar þvert á hvað Brasilísk lög því innflutningur og sala á CBD á þeim tíma var ekki lögleg. Það var ekki auðvelt fyrir þau að beita þessu efni því sjálf voru þau föst í neti stigma og úreltrar hugmyndafræði um skaðsemi og hættur kannabis, en hvað gerir maður ekki þegar maður er komin í örvæntingu og barnið manns er að deyja fyrir framan sig? Grátandi á sviðinu fór Norberto á hnén með leikrænum tilþrifum því enskan er ekki hans sterkasta hlið. Hann lýsti því hvernig hann í fyrsta skiptið sprautaði CBD olíunni sem þau hjónin höfðu fengið í pósti stuttu áður í munn dóttur sinnar sem lá hjálparvana í rúminu. Á sviðinu talaði hann tungumál hjartans er hann endurlifði það örvæntingarástand sem hann fann sig í á þessu augnabliki, komin algjörlega út í horn við það að sprauta efni upp í dóttur sína sem hann hafði flutt ólöglega til landsins og án handleiðslu neinna lækna. Stutta sagan er þessi, köstin hættu samstundis og dóttir þeirra öðlaðist getu til að lifa með þessum hræðilega sjúkdóm sem veldur lágri vöðvaspennu í öllum líkamanum, þroskaskerðingu og málstoli, en Anny er á lífi og hefur ekki fengið þessi köst síðan. Fljótlega í kjölfarið höfðu stjórnvöld samband Norberto og konu hans og spurðu þau hvað í ósköpunum þau voru að gera með flytja inn þessa kol-ólöglegu vöru. Ákveðið ferli fór í gang sem leiddi til þess að Norberto barðist fyrir breytingum og sjálfsögðum mannréttindum og kannabínóðar voru gerðir löglegir í Brasilíu sem er rúmlega 200 milljóna land. Það eina sem þurfti var skýr, örvæntingarfullur markaður, nokkrir læknar sem höfðu hugrekki til að stíga fram og taka afstöðu með tug þúsunda rýndra rannsókna og venjulegra foreldra sem voru ekki tilbúnir að missa barnið sitt. Mikið fjölmiðlafár fór af stað og vakti mál fjölskyldunnar mikla athygli. Stór framleiðsla fór í gang á gerð heimildarmyndar sem vakti einnig mikla athygli, sjá má brot hér úr þeirri mynd hér: Lögleiðing á lyfjahampi hér á Íslandi er nauðsynleg breyta. Nú þegar eru fjöldi sjúklinga að verða sér um heimatilbúnar vörur í algjörlega óregluvæddu umhverfi og kostnaðurinn er mikill og greiddur í seðlum inn í svart hagkerfi. Algjörlega ólíðandi ástand sem er í raun ekki byggt á neinu nema fordómum, þekkingar og aðgerðarleysi stjórnvalda og að margra mati hagsmunum risavaxina lyfjafyrirtækja. Nú er komin tími á að heilbrigðisráðuneytið taki sig saman og setji sig inn í málefnið af fullum þunga. Auðvitað má ávarpa afglæpavæðingu og algjöra lögleiðingu á kannabis eins og margar þjóðir hafa gert en í fyrstu má kannski íhuga næsta skref sem felur í sér að veita venjulegu fólki rými og aðgang að því náttúrulega efni sem lyfjahampur er og þá undir handleiðslu lækna og hjúkrunarfólks, þvert á ástandið eins og það lítur út núna, viðskipti á bílaplönum, heimahúsum, viðskipti á vörum sem engin hefur vottað, ástand sem gerir venjulegt fólk að lögbrjótum. Höfundur starfar sem verslunarstjóri Handverkshússins, þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins, umboðsmaður og stjórnarmaður Hampfélagsins.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun