Brynjar fái þriðja sætið: „Þeir vita meira en ég“ Árni Sæberg skrifar 21. október 2024 12:35 Brynjar Níelsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa verið í þriðja sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið fullyrðir að Brynjar Níelsson varaþingmaður fái þriðja sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Þeir vita meira en ég,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að listar flokksins í Reykjavík verði kynntir á fimmtudag og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sé „næstum frágengið“ að Brynjar verði í þriðja sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í mat með Jóni Blaðamaður sló á þráðinn til Brynjars, sem sagðist vera á matsölustað með félaga sínum Jóni Gunnarssyni, „sem var kosinn út í gær.“ Brynjar virtist alveg koma af fjöllum þegar frétt Ríkisútvarpsins var borin undir hann. „Ég veit ekki hvað uppstillingarnefndin er að gera, það hefur ekki verið talað við mig allavega. Það hefur ekki verið sagt mér, eins og maðurinn sagði.“ Dugði ekki til síðast Brynjar hefur lýst því yfir að hann muni íhuga það alvarlega að taka sæti á lista Sjálfstæðismanna, yrði óskað eftir því. „Það verður bara að koma í ljós. Þetta er ekki alveg í mínum höndum og ég veit ekki hvort menn vilji fá mig. Það verður bara að koma í ljós.“ Ljóst er að fái Brynjar þriðja sætið á hann harða kosningabaráttu fyrir höndum en hann skipaði sama sæti í kosningunum árið 2021. Það dugði honum nokkuð óvænt ekki til að komast inn á Alþingi. Reykjavíkurkjördæmi norður Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Í frétt Ríkisútvarpsins segir að listar flokksins í Reykjavík verði kynntir á fimmtudag og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sé „næstum frágengið“ að Brynjar verði í þriðja sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í mat með Jóni Blaðamaður sló á þráðinn til Brynjars, sem sagðist vera á matsölustað með félaga sínum Jóni Gunnarssyni, „sem var kosinn út í gær.“ Brynjar virtist alveg koma af fjöllum þegar frétt Ríkisútvarpsins var borin undir hann. „Ég veit ekki hvað uppstillingarnefndin er að gera, það hefur ekki verið talað við mig allavega. Það hefur ekki verið sagt mér, eins og maðurinn sagði.“ Dugði ekki til síðast Brynjar hefur lýst því yfir að hann muni íhuga það alvarlega að taka sæti á lista Sjálfstæðismanna, yrði óskað eftir því. „Það verður bara að koma í ljós. Þetta er ekki alveg í mínum höndum og ég veit ekki hvort menn vilji fá mig. Það verður bara að koma í ljós.“ Ljóst er að fái Brynjar þriðja sætið á hann harða kosningabaráttu fyrir höndum en hann skipaði sama sæti í kosningunum árið 2021. Það dugði honum nokkuð óvænt ekki til að komast inn á Alþingi.
Reykjavíkurkjördæmi norður Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira