Lögreglustjóri skýtur á Grindavíkurnefnd Jón Þór Stefánsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 21. október 2024 11:08 Límmiði sem hefur hulið nafn Grindavíkurbæjar á skiltum til bæjarins hefur verið tekinn af. Vísir/Vilhelm Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar, sem varð í dag, en segir þó að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Ég get fundið að því að upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Enn sem komið er enga upplýsingagjöf að hafa á þjóðvegum til og frá bænum,“ segir Úlfar. „Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega, en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Að sögn Úlfars er mikil hætta inni í Grindavíkurbæ en hættur leynist utan bæjarins.Vísir/Vilhelm Ýmsar hættur utan við bæinn Úlfar segist ekki hafa miklar áhyggjur af hættum í þéttbýlinu í Grindavík, en úti fyrir þéttbýlinu geti leynst ýmsar hættur. „Þegar við erum komin út fyrir þéttbýlið þá auðvitað leynast hættur víða. Fólk þarf að fara að með gát og lögreglustjóri getur haft áhyggjur af því svæði.“ Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hefur rekið saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík.Vísir/Vilhelm Hann segir fáa ferðamenn í Grindavík að svo stöddu, en gerir ráð fyrir að þeim gæti fjölgað. Kæmi til þess að skipulagðar ferðamannaferðir færu til Grindavíkur vanti upplýsingagjöf um ýmsa þætti, líkt og hvaða svæði væri rétt að skoða. Gamlar sprengjur ekki áhyggjuefni dagsins í dag Að mati Úlfars eru gamlar ósprungnar sprengjur bandaríska hersins, frá árunum 1952 til 1960, ekki áhyggjuefni dagsins í dag, en greint hefur verið frá því að Vogaheiði, þar sem herinn hélt úti skotæfingarsvæði, sé mengað af sprengjum. „En jörð hér í kringum Grindavík er auðvitað krosssprungin. Það hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og í máli vísindamanna. Af því geta viðbragðsaðilar haft áhyggjur.“ Grindavík er þekkt fyrir sjávarútveg.Vísir/Vilhelm Úlfar segir að það bendi margt til þess að það verði aftur kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Fyrirvarinn geti verið stuttur og því gæti aðgengi að bænum aftur verið takmarkað. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Ég get fundið að því að upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Enn sem komið er enga upplýsingagjöf að hafa á þjóðvegum til og frá bænum,“ segir Úlfar. „Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega, en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Að sögn Úlfars er mikil hætta inni í Grindavíkurbæ en hættur leynist utan bæjarins.Vísir/Vilhelm Ýmsar hættur utan við bæinn Úlfar segist ekki hafa miklar áhyggjur af hættum í þéttbýlinu í Grindavík, en úti fyrir þéttbýlinu geti leynst ýmsar hættur. „Þegar við erum komin út fyrir þéttbýlið þá auðvitað leynast hættur víða. Fólk þarf að fara að með gát og lögreglustjóri getur haft áhyggjur af því svæði.“ Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hefur rekið saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík.Vísir/Vilhelm Hann segir fáa ferðamenn í Grindavík að svo stöddu, en gerir ráð fyrir að þeim gæti fjölgað. Kæmi til þess að skipulagðar ferðamannaferðir færu til Grindavíkur vanti upplýsingagjöf um ýmsa þætti, líkt og hvaða svæði væri rétt að skoða. Gamlar sprengjur ekki áhyggjuefni dagsins í dag Að mati Úlfars eru gamlar ósprungnar sprengjur bandaríska hersins, frá árunum 1952 til 1960, ekki áhyggjuefni dagsins í dag, en greint hefur verið frá því að Vogaheiði, þar sem herinn hélt úti skotæfingarsvæði, sé mengað af sprengjum. „En jörð hér í kringum Grindavík er auðvitað krosssprungin. Það hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og í máli vísindamanna. Af því geta viðbragðsaðilar haft áhyggjur.“ Grindavík er þekkt fyrir sjávarútveg.Vísir/Vilhelm Úlfar segir að það bendi margt til þess að það verði aftur kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Fyrirvarinn geti verið stuttur og því gæti aðgengi að bænum aftur verið takmarkað.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55