Lögreglustjóri skýtur á Grindavíkurnefnd Jón Þór Stefánsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 21. október 2024 11:08 Límmiði sem hefur hulið nafn Grindavíkurbæjar á skiltum til bæjarins hefur verið tekinn af. Vísir/Vilhelm Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar, sem varð í dag, en segir þó að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Ég get fundið að því að upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Enn sem komið er enga upplýsingagjöf að hafa á þjóðvegum til og frá bænum,“ segir Úlfar. „Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega, en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Að sögn Úlfars er mikil hætta inni í Grindavíkurbæ en hættur leynist utan bæjarins.Vísir/Vilhelm Ýmsar hættur utan við bæinn Úlfar segist ekki hafa miklar áhyggjur af hættum í þéttbýlinu í Grindavík, en úti fyrir þéttbýlinu geti leynst ýmsar hættur. „Þegar við erum komin út fyrir þéttbýlið þá auðvitað leynast hættur víða. Fólk þarf að fara að með gát og lögreglustjóri getur haft áhyggjur af því svæði.“ Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hefur rekið saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík.Vísir/Vilhelm Hann segir fáa ferðamenn í Grindavík að svo stöddu, en gerir ráð fyrir að þeim gæti fjölgað. Kæmi til þess að skipulagðar ferðamannaferðir færu til Grindavíkur vanti upplýsingagjöf um ýmsa þætti, líkt og hvaða svæði væri rétt að skoða. Gamlar sprengjur ekki áhyggjuefni dagsins í dag Að mati Úlfars eru gamlar ósprungnar sprengjur bandaríska hersins, frá árunum 1952 til 1960, ekki áhyggjuefni dagsins í dag, en greint hefur verið frá því að Vogaheiði, þar sem herinn hélt úti skotæfingarsvæði, sé mengað af sprengjum. „En jörð hér í kringum Grindavík er auðvitað krosssprungin. Það hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og í máli vísindamanna. Af því geta viðbragðsaðilar haft áhyggjur.“ Grindavík er þekkt fyrir sjávarútveg.Vísir/Vilhelm Úlfar segir að það bendi margt til þess að það verði aftur kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Fyrirvarinn geti verið stuttur og því gæti aðgengi að bænum aftur verið takmarkað. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
„Ég get fundið að því að upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Enn sem komið er enga upplýsingagjöf að hafa á þjóðvegum til og frá bænum,“ segir Úlfar. „Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega, en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Að sögn Úlfars er mikil hætta inni í Grindavíkurbæ en hættur leynist utan bæjarins.Vísir/Vilhelm Ýmsar hættur utan við bæinn Úlfar segist ekki hafa miklar áhyggjur af hættum í þéttbýlinu í Grindavík, en úti fyrir þéttbýlinu geti leynst ýmsar hættur. „Þegar við erum komin út fyrir þéttbýlið þá auðvitað leynast hættur víða. Fólk þarf að fara að með gát og lögreglustjóri getur haft áhyggjur af því svæði.“ Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hefur rekið saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík.Vísir/Vilhelm Hann segir fáa ferðamenn í Grindavík að svo stöddu, en gerir ráð fyrir að þeim gæti fjölgað. Kæmi til þess að skipulagðar ferðamannaferðir færu til Grindavíkur vanti upplýsingagjöf um ýmsa þætti, líkt og hvaða svæði væri rétt að skoða. Gamlar sprengjur ekki áhyggjuefni dagsins í dag Að mati Úlfars eru gamlar ósprungnar sprengjur bandaríska hersins, frá árunum 1952 til 1960, ekki áhyggjuefni dagsins í dag, en greint hefur verið frá því að Vogaheiði, þar sem herinn hélt úti skotæfingarsvæði, sé mengað af sprengjum. „En jörð hér í kringum Grindavík er auðvitað krosssprungin. Það hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og í máli vísindamanna. Af því geta viðbragðsaðilar haft áhyggjur.“ Grindavík er þekkt fyrir sjávarútveg.Vísir/Vilhelm Úlfar segir að það bendi margt til þess að það verði aftur kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Fyrirvarinn geti verið stuttur og því gæti aðgengi að bænum aftur verið takmarkað.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55