Kennarar eru alls konar Anton Már Gylfason skrifar 21. október 2024 07:32 Kennarar eru alls konar, sem betur fer. Kennarar eiga fjölskyldur, börn og barnabörn. Kennarar kaupa húsnæði og taka lán. Kennarar eiga góða daga og stundum slæma. Sumir kennarar eru alla jafna heilsuhraustir, aðrir síður. Kennarar eru fólk og eiga hvorki betra né verra skilið en annað fólk. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um hvernig starfslið skóla skuli saman sett. Í grunn- og framhaldsskólum eiga að starfa menntaðir kennarar og er nánar tiltekið hver sú menntun skuli vera. Í leikskólum eiga að minnsta kosti tveir þriðju hlutar starfsfólks að vera menntaðir kennarar. Þróunin undanfarið hefur þó verið á þann veg á öllum skólastigum og -gerðum að hlutfall kennara – þeirra sem hafa tilskilin leyfi til að sinna kennslu – hefur farið minnkandi ár frá ári. Það er engin tilviljun að samfélagið hafi ákveðið að gera kröfur um að minnsta kosti fimm ára háskólanám og leyfisbréf áður en einstaklingur fær að starfa undir lögvernduðu starfsheiti kennarans. Þetta er fólkið sem samfélagið treystir fyrir því mikilvæga hlutverki að mennta þjóðfélagsþegna framtíðarinnar. Það að sérmenntað fólk sinni þessum störfum er einfaldlega skilvirkasta leiðin til að tryggja að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem samfélagið vill að þeir njóti. Sú staðreynd að á hverju hausti standi stjórnendur skólanna frammi fyrir mönnunarvanda sem virðist ógerningur að leysa er skýr vísbending um að brotalöm sé í kerfinu. Af einhverjum ástæðum eru nauðsynleg störf við skólana fleiri en þeir sérfræðingar sem um þau sækja. Hverjar eru ástæðurnar? Af hverju gengur alltaf verr og verr að manna skólana? Svarið við þessum spurningum er margslungið. Rauði þráðurinn blasir þó við hvar sem borið er niður: Samfélagið hefur ekki fjárfest nægjanlega í kennurum. Að fjárfesta í kennurum þýðir til dæmis að séð sé til þess að hópastærðir séu þannig að kennarar geti sinnt öllum einstaklingum í hópnum á þann hátt að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem við teljum að þeir eigi að njóta og hafi þau tækifæri til menntunar sem samfélagið leggur upp með. Að fjárfesta í kennurum er líka að tryggja að starfumhverfi kennara (og um leið nemenda) sé eins og best verður á kosið; að framboð á námsefni sé fjölbreytt og henti þeim hópi sem það er ætlað, að skólahúsnæði henti þeirri starfsemi sem þar fer fram og þeim námsaðferðum sem notast er við. Síðast en ekki síst þurfa launakjör kennara að endurspegla þá ábyrgð sem þeir bera og vera jöfn launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Kennarar eru alls konar, við erum stundum hraust, stundum veik, stundum glöð og stundum leið. Kennarar, eins og aðrir, vilja njóta sannmælis og sanngirni þegar kemur að launum og öðrum kjörum. Kennarar vilja líka að um störf þeirra sé fjallað á sanngjarnan hátt. Stjórnmálafólk, fjölmiðlar og við öll getum, með því að velja okkur skynsamlegt sjónarhorn, stuðlað að farsælu skólastarfi – vilji er allt sem þarf. Það er löngu komin tími til að samfélagið sameinist um að fjárfesta í kennurum. Nú, þegar pólitíkusar undirbúa af kappi framboðsræður sínar, er tækifæri til að setja málið á oddinn og gera eitthvað í því. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt því fólk vill að börnum þess líði vel í skólanum og haldi vel undirbúin út í lífið að skólagöngu lokinni, með menntun í farteskinu sem er á pari við það sem best gerist í þeim samfélögum sem við viljum bera okkur saman við. Fólk vill að í skólum landsins ríki stöðugleiki. Eina skynsamlega leiðin til þess að nálgast hann er að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kennarar eru alls konar, sem betur fer. Kennarar eiga fjölskyldur, börn og barnabörn. Kennarar kaupa húsnæði og taka lán. Kennarar eiga góða daga og stundum slæma. Sumir kennarar eru alla jafna heilsuhraustir, aðrir síður. Kennarar eru fólk og eiga hvorki betra né verra skilið en annað fólk. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um hvernig starfslið skóla skuli saman sett. Í grunn- og framhaldsskólum eiga að starfa menntaðir kennarar og er nánar tiltekið hver sú menntun skuli vera. Í leikskólum eiga að minnsta kosti tveir þriðju hlutar starfsfólks að vera menntaðir kennarar. Þróunin undanfarið hefur þó verið á þann veg á öllum skólastigum og -gerðum að hlutfall kennara – þeirra sem hafa tilskilin leyfi til að sinna kennslu – hefur farið minnkandi ár frá ári. Það er engin tilviljun að samfélagið hafi ákveðið að gera kröfur um að minnsta kosti fimm ára háskólanám og leyfisbréf áður en einstaklingur fær að starfa undir lögvernduðu starfsheiti kennarans. Þetta er fólkið sem samfélagið treystir fyrir því mikilvæga hlutverki að mennta þjóðfélagsþegna framtíðarinnar. Það að sérmenntað fólk sinni þessum störfum er einfaldlega skilvirkasta leiðin til að tryggja að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem samfélagið vill að þeir njóti. Sú staðreynd að á hverju hausti standi stjórnendur skólanna frammi fyrir mönnunarvanda sem virðist ógerningur að leysa er skýr vísbending um að brotalöm sé í kerfinu. Af einhverjum ástæðum eru nauðsynleg störf við skólana fleiri en þeir sérfræðingar sem um þau sækja. Hverjar eru ástæðurnar? Af hverju gengur alltaf verr og verr að manna skólana? Svarið við þessum spurningum er margslungið. Rauði þráðurinn blasir þó við hvar sem borið er niður: Samfélagið hefur ekki fjárfest nægjanlega í kennurum. Að fjárfesta í kennurum þýðir til dæmis að séð sé til þess að hópastærðir séu þannig að kennarar geti sinnt öllum einstaklingum í hópnum á þann hátt að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem við teljum að þeir eigi að njóta og hafi þau tækifæri til menntunar sem samfélagið leggur upp með. Að fjárfesta í kennurum er líka að tryggja að starfumhverfi kennara (og um leið nemenda) sé eins og best verður á kosið; að framboð á námsefni sé fjölbreytt og henti þeim hópi sem það er ætlað, að skólahúsnæði henti þeirri starfsemi sem þar fer fram og þeim námsaðferðum sem notast er við. Síðast en ekki síst þurfa launakjör kennara að endurspegla þá ábyrgð sem þeir bera og vera jöfn launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Kennarar eru alls konar, við erum stundum hraust, stundum veik, stundum glöð og stundum leið. Kennarar, eins og aðrir, vilja njóta sannmælis og sanngirni þegar kemur að launum og öðrum kjörum. Kennarar vilja líka að um störf þeirra sé fjallað á sanngjarnan hátt. Stjórnmálafólk, fjölmiðlar og við öll getum, með því að velja okkur skynsamlegt sjónarhorn, stuðlað að farsælu skólastarfi – vilji er allt sem þarf. Það er löngu komin tími til að samfélagið sameinist um að fjárfesta í kennurum. Nú, þegar pólitíkusar undirbúa af kappi framboðsræður sínar, er tækifæri til að setja málið á oddinn og gera eitthvað í því. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt því fólk vill að börnum þess líði vel í skólanum og haldi vel undirbúin út í lífið að skólagöngu lokinni, með menntun í farteskinu sem er á pari við það sem best gerist í þeim samfélögum sem við viljum bera okkur saman við. Fólk vill að í skólum landsins ríki stöðugleiki. Eina skynsamlega leiðin til þess að nálgast hann er að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun