Er öldrunarhjúkrun gefandi? Ólína Kristín Jónsdóttir skrifar 20. október 2024 22:01 Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. Svona fyrir utan: „Er ekki bara best að vinna í öldrun“ komu upp hugtök eins og: „krefjandi,“ „skemmtileg“ og „fjölbreytt,“ sem öldrunarhjúkrun vissulega er og ég spurði hvort að við ættum ekki að segja “gefandi” líka. Einn sessunautur minn andmælti því kröftuglega, ef starfið væri gefandi værum við að segja að við þyrftum ekki að fá borgað almennilega fyrir það. Þetta hefur ekki liðið mér úr minni síðan, því mér finnst svo sannarlega gefandi að sinna starfi mínu. Það þýðir ekki að ég vilji ekki fá borgað fyrir menntun, ábyrgð og reynslu. En ég held að það geri mig að betri fagmanneskju og það er eitthvað sem ég vil að fólk viti af. Að vera í gefandi starfi hvetur mann áfram og maður vill gera enn betur. Það eru margar hliðar á starfinu fyrir utan að uppfylla grunnþarfir. Sem dæmi má nefna að hjálpa fólki að komast yfir erfið einkenni heilabilunar, að styðja við fólk sem er að takast á við nýtt umhverfi og aðstæður og hjálpa því að blómstra. Að veita fjölskyldum ráðgjöf og stuðning við hvernig best er að takast á við veikindi og breyttan veruleika. Að fylgja skjólstæðingum okkar síðustu metrana í lífinu og gera þá fallega í stað kvíðvænlega. En svo er það umræðan á samfélagsmiðlum og jafnvel fjölmiðlum. Það skrifar enginn smá pistil á Facebook um að mamma sé nýflutt á hjúkrunarheimili, það hafi verið tekið vel á móti henni og hún sé ótrúlega sátt þó að auðvitað hefði hún viljað vera lengur heima. Hún sitji við borð með fólki sem hún kannast við úr Breiðholtinu og sé allt í einu farin að syngja og spila bingó, sem hún var löngu hætt að gera eða gerði jafnvel aldrei áður. Að hún sé ekki lengur kvíðin yfir því að vera ein heima heldur sé umkringd fólki í sömu stöðu og góðhjörtuðu starfsfólki. Sem er líklega algengasti raunveruleikinn. Það er engin skömm falin í því að þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili eða vera aðstandandi einhverns sem þarf að flytja á hjúkrunarheimili. Að flytjast á hjúkrunarheimili eru réttindi fólks sem ekki getur lengur búið heima vegna ýmissa ástæðna. Raunveruleikinn er sá að það er yfirleitt það neikvæða sem að ratar í umræðuna, hratt og örugglega. Nú er ég ekki að segja að umönnun á hjúkrunarheimilum sé fullkomin. Starfsfólk og stjórnendur eru mannlegir og geta gert mistök eða yfirsést hlutir og mögulega er pottur brotinn einhversstaðar. En þá er mikilvægt að hlutirnir fari í réttan farveg, að ræða við deildarstjóra, framkvæmdastjóra og ef það dugar ekki, þá Landlæknisembættið. Það vinnast engar baráttur á samfélagsmiðlum og umræðan dregur kjarkinn úr almennu starfsfólki sem ekki má segja sína hlið. Í grunninn hef ég þá trú að allir séu að gera sitt besta, og oftast er það nógu gott. Það mætti svo gjarnan heyrast líka. Og vissulega heyrist það, þó að það sé ekki á opinberum vettvangi. Eftir spjall um daginn sagði skjólstæðingur: ”Það er svo gott að tala við þig, það er eins og að fá volgt sjal yfir axlirnar”. Á alþjóða Alzheimerdeginum gekk til mín kona og faðmaði mig, sagði að pabbi hennar hefði verið hjá mér fyrir mörgum árum og vildi þakka fyrir allt. Aðstandendur á deildinni minni vildu gleðja starfsfólkið og keyptu pizzu og ís og mættu með gítar og skemmtilegheit seinni part dags. Svona hlutir eru valdeflandi í krefjandi starfi. Kannski er ég mjúka týpan en ég bara verð að segja að öldrunarhjúkrun er jafn gefandi og hún er fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg. Ég vil samt fá sanngjörn laun. Höfundur er öldrunarhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á hjúkrunarheimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. Svona fyrir utan: „Er ekki bara best að vinna í öldrun“ komu upp hugtök eins og: „krefjandi,“ „skemmtileg“ og „fjölbreytt,“ sem öldrunarhjúkrun vissulega er og ég spurði hvort að við ættum ekki að segja “gefandi” líka. Einn sessunautur minn andmælti því kröftuglega, ef starfið væri gefandi værum við að segja að við þyrftum ekki að fá borgað almennilega fyrir það. Þetta hefur ekki liðið mér úr minni síðan, því mér finnst svo sannarlega gefandi að sinna starfi mínu. Það þýðir ekki að ég vilji ekki fá borgað fyrir menntun, ábyrgð og reynslu. En ég held að það geri mig að betri fagmanneskju og það er eitthvað sem ég vil að fólk viti af. Að vera í gefandi starfi hvetur mann áfram og maður vill gera enn betur. Það eru margar hliðar á starfinu fyrir utan að uppfylla grunnþarfir. Sem dæmi má nefna að hjálpa fólki að komast yfir erfið einkenni heilabilunar, að styðja við fólk sem er að takast á við nýtt umhverfi og aðstæður og hjálpa því að blómstra. Að veita fjölskyldum ráðgjöf og stuðning við hvernig best er að takast á við veikindi og breyttan veruleika. Að fylgja skjólstæðingum okkar síðustu metrana í lífinu og gera þá fallega í stað kvíðvænlega. En svo er það umræðan á samfélagsmiðlum og jafnvel fjölmiðlum. Það skrifar enginn smá pistil á Facebook um að mamma sé nýflutt á hjúkrunarheimili, það hafi verið tekið vel á móti henni og hún sé ótrúlega sátt þó að auðvitað hefði hún viljað vera lengur heima. Hún sitji við borð með fólki sem hún kannast við úr Breiðholtinu og sé allt í einu farin að syngja og spila bingó, sem hún var löngu hætt að gera eða gerði jafnvel aldrei áður. Að hún sé ekki lengur kvíðin yfir því að vera ein heima heldur sé umkringd fólki í sömu stöðu og góðhjörtuðu starfsfólki. Sem er líklega algengasti raunveruleikinn. Það er engin skömm falin í því að þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili eða vera aðstandandi einhverns sem þarf að flytja á hjúkrunarheimili. Að flytjast á hjúkrunarheimili eru réttindi fólks sem ekki getur lengur búið heima vegna ýmissa ástæðna. Raunveruleikinn er sá að það er yfirleitt það neikvæða sem að ratar í umræðuna, hratt og örugglega. Nú er ég ekki að segja að umönnun á hjúkrunarheimilum sé fullkomin. Starfsfólk og stjórnendur eru mannlegir og geta gert mistök eða yfirsést hlutir og mögulega er pottur brotinn einhversstaðar. En þá er mikilvægt að hlutirnir fari í réttan farveg, að ræða við deildarstjóra, framkvæmdastjóra og ef það dugar ekki, þá Landlæknisembættið. Það vinnast engar baráttur á samfélagsmiðlum og umræðan dregur kjarkinn úr almennu starfsfólki sem ekki má segja sína hlið. Í grunninn hef ég þá trú að allir séu að gera sitt besta, og oftast er það nógu gott. Það mætti svo gjarnan heyrast líka. Og vissulega heyrist það, þó að það sé ekki á opinberum vettvangi. Eftir spjall um daginn sagði skjólstæðingur: ”Það er svo gott að tala við þig, það er eins og að fá volgt sjal yfir axlirnar”. Á alþjóða Alzheimerdeginum gekk til mín kona og faðmaði mig, sagði að pabbi hennar hefði verið hjá mér fyrir mörgum árum og vildi þakka fyrir allt. Aðstandendur á deildinni minni vildu gleðja starfsfólkið og keyptu pizzu og ís og mættu með gítar og skemmtilegheit seinni part dags. Svona hlutir eru valdeflandi í krefjandi starfi. Kannski er ég mjúka týpan en ég bara verð að segja að öldrunarhjúkrun er jafn gefandi og hún er fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg. Ég vil samt fá sanngjörn laun. Höfundur er öldrunarhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á hjúkrunarheimili.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar