Er öldrunarhjúkrun gefandi? Ólína Kristín Jónsdóttir skrifar 20. október 2024 22:01 Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. Svona fyrir utan: „Er ekki bara best að vinna í öldrun“ komu upp hugtök eins og: „krefjandi,“ „skemmtileg“ og „fjölbreytt,“ sem öldrunarhjúkrun vissulega er og ég spurði hvort að við ættum ekki að segja “gefandi” líka. Einn sessunautur minn andmælti því kröftuglega, ef starfið væri gefandi værum við að segja að við þyrftum ekki að fá borgað almennilega fyrir það. Þetta hefur ekki liðið mér úr minni síðan, því mér finnst svo sannarlega gefandi að sinna starfi mínu. Það þýðir ekki að ég vilji ekki fá borgað fyrir menntun, ábyrgð og reynslu. En ég held að það geri mig að betri fagmanneskju og það er eitthvað sem ég vil að fólk viti af. Að vera í gefandi starfi hvetur mann áfram og maður vill gera enn betur. Það eru margar hliðar á starfinu fyrir utan að uppfylla grunnþarfir. Sem dæmi má nefna að hjálpa fólki að komast yfir erfið einkenni heilabilunar, að styðja við fólk sem er að takast á við nýtt umhverfi og aðstæður og hjálpa því að blómstra. Að veita fjölskyldum ráðgjöf og stuðning við hvernig best er að takast á við veikindi og breyttan veruleika. Að fylgja skjólstæðingum okkar síðustu metrana í lífinu og gera þá fallega í stað kvíðvænlega. En svo er það umræðan á samfélagsmiðlum og jafnvel fjölmiðlum. Það skrifar enginn smá pistil á Facebook um að mamma sé nýflutt á hjúkrunarheimili, það hafi verið tekið vel á móti henni og hún sé ótrúlega sátt þó að auðvitað hefði hún viljað vera lengur heima. Hún sitji við borð með fólki sem hún kannast við úr Breiðholtinu og sé allt í einu farin að syngja og spila bingó, sem hún var löngu hætt að gera eða gerði jafnvel aldrei áður. Að hún sé ekki lengur kvíðin yfir því að vera ein heima heldur sé umkringd fólki í sömu stöðu og góðhjörtuðu starfsfólki. Sem er líklega algengasti raunveruleikinn. Það er engin skömm falin í því að þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili eða vera aðstandandi einhverns sem þarf að flytja á hjúkrunarheimili. Að flytjast á hjúkrunarheimili eru réttindi fólks sem ekki getur lengur búið heima vegna ýmissa ástæðna. Raunveruleikinn er sá að það er yfirleitt það neikvæða sem að ratar í umræðuna, hratt og örugglega. Nú er ég ekki að segja að umönnun á hjúkrunarheimilum sé fullkomin. Starfsfólk og stjórnendur eru mannlegir og geta gert mistök eða yfirsést hlutir og mögulega er pottur brotinn einhversstaðar. En þá er mikilvægt að hlutirnir fari í réttan farveg, að ræða við deildarstjóra, framkvæmdastjóra og ef það dugar ekki, þá Landlæknisembættið. Það vinnast engar baráttur á samfélagsmiðlum og umræðan dregur kjarkinn úr almennu starfsfólki sem ekki má segja sína hlið. Í grunninn hef ég þá trú að allir séu að gera sitt besta, og oftast er það nógu gott. Það mætti svo gjarnan heyrast líka. Og vissulega heyrist það, þó að það sé ekki á opinberum vettvangi. Eftir spjall um daginn sagði skjólstæðingur: ”Það er svo gott að tala við þig, það er eins og að fá volgt sjal yfir axlirnar”. Á alþjóða Alzheimerdeginum gekk til mín kona og faðmaði mig, sagði að pabbi hennar hefði verið hjá mér fyrir mörgum árum og vildi þakka fyrir allt. Aðstandendur á deildinni minni vildu gleðja starfsfólkið og keyptu pizzu og ís og mættu með gítar og skemmtilegheit seinni part dags. Svona hlutir eru valdeflandi í krefjandi starfi. Kannski er ég mjúka týpan en ég bara verð að segja að öldrunarhjúkrun er jafn gefandi og hún er fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg. Ég vil samt fá sanngjörn laun. Höfundur er öldrunarhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á hjúkrunarheimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. Svona fyrir utan: „Er ekki bara best að vinna í öldrun“ komu upp hugtök eins og: „krefjandi,“ „skemmtileg“ og „fjölbreytt,“ sem öldrunarhjúkrun vissulega er og ég spurði hvort að við ættum ekki að segja “gefandi” líka. Einn sessunautur minn andmælti því kröftuglega, ef starfið væri gefandi værum við að segja að við þyrftum ekki að fá borgað almennilega fyrir það. Þetta hefur ekki liðið mér úr minni síðan, því mér finnst svo sannarlega gefandi að sinna starfi mínu. Það þýðir ekki að ég vilji ekki fá borgað fyrir menntun, ábyrgð og reynslu. En ég held að það geri mig að betri fagmanneskju og það er eitthvað sem ég vil að fólk viti af. Að vera í gefandi starfi hvetur mann áfram og maður vill gera enn betur. Það eru margar hliðar á starfinu fyrir utan að uppfylla grunnþarfir. Sem dæmi má nefna að hjálpa fólki að komast yfir erfið einkenni heilabilunar, að styðja við fólk sem er að takast á við nýtt umhverfi og aðstæður og hjálpa því að blómstra. Að veita fjölskyldum ráðgjöf og stuðning við hvernig best er að takast á við veikindi og breyttan veruleika. Að fylgja skjólstæðingum okkar síðustu metrana í lífinu og gera þá fallega í stað kvíðvænlega. En svo er það umræðan á samfélagsmiðlum og jafnvel fjölmiðlum. Það skrifar enginn smá pistil á Facebook um að mamma sé nýflutt á hjúkrunarheimili, það hafi verið tekið vel á móti henni og hún sé ótrúlega sátt þó að auðvitað hefði hún viljað vera lengur heima. Hún sitji við borð með fólki sem hún kannast við úr Breiðholtinu og sé allt í einu farin að syngja og spila bingó, sem hún var löngu hætt að gera eða gerði jafnvel aldrei áður. Að hún sé ekki lengur kvíðin yfir því að vera ein heima heldur sé umkringd fólki í sömu stöðu og góðhjörtuðu starfsfólki. Sem er líklega algengasti raunveruleikinn. Það er engin skömm falin í því að þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili eða vera aðstandandi einhverns sem þarf að flytja á hjúkrunarheimili. Að flytjast á hjúkrunarheimili eru réttindi fólks sem ekki getur lengur búið heima vegna ýmissa ástæðna. Raunveruleikinn er sá að það er yfirleitt það neikvæða sem að ratar í umræðuna, hratt og örugglega. Nú er ég ekki að segja að umönnun á hjúkrunarheimilum sé fullkomin. Starfsfólk og stjórnendur eru mannlegir og geta gert mistök eða yfirsést hlutir og mögulega er pottur brotinn einhversstaðar. En þá er mikilvægt að hlutirnir fari í réttan farveg, að ræða við deildarstjóra, framkvæmdastjóra og ef það dugar ekki, þá Landlæknisembættið. Það vinnast engar baráttur á samfélagsmiðlum og umræðan dregur kjarkinn úr almennu starfsfólki sem ekki má segja sína hlið. Í grunninn hef ég þá trú að allir séu að gera sitt besta, og oftast er það nógu gott. Það mætti svo gjarnan heyrast líka. Og vissulega heyrist það, þó að það sé ekki á opinberum vettvangi. Eftir spjall um daginn sagði skjólstæðingur: ”Það er svo gott að tala við þig, það er eins og að fá volgt sjal yfir axlirnar”. Á alþjóða Alzheimerdeginum gekk til mín kona og faðmaði mig, sagði að pabbi hennar hefði verið hjá mér fyrir mörgum árum og vildi þakka fyrir allt. Aðstandendur á deildinni minni vildu gleðja starfsfólkið og keyptu pizzu og ís og mættu með gítar og skemmtilegheit seinni part dags. Svona hlutir eru valdeflandi í krefjandi starfi. Kannski er ég mjúka týpan en ég bara verð að segja að öldrunarhjúkrun er jafn gefandi og hún er fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg. Ég vil samt fá sanngjörn laun. Höfundur er öldrunarhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á hjúkrunarheimili.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun