Enginn handtekinn í tengslum við brunann á Stuðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2024 10:57 Eldurinn kom upp í neyðarvistunarálmu Stuðla. Vísir/vilhelm Sautján ára piltur sem sem lést í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í gær var ekki búinn að vera lengi inni á stofnuninni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku er ekki í lífshættu. Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan 6:40 í gærmorgun. Þær upplýsingar fengust frá lögreglu og slökkviliði að vel hefði gengið að slökkva eldinn og tveir hefðu verið fluttir á slysadeild, vistmaður og starfsmaður. Engar upplýsingar fengust um líðan þeirra. Forsvarsmenn Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu, sem rekur meðferðarheimilið, vörðust allra fregna. Rétt fyrir klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing frá Stuðlum, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir í samtali við fréttastofu nú í morgun að rannsókn sé í fullum gangi. Hún segist ekki geta svarað neinu um eldsupptök. Er grunur um íkveikju? „Á meðan þetta er enn til skoðunar, og þetta er hrikalega viðkvæmt mál, þá förum við ekki í neinar fabúleringar,“ segir Elín Agnes. Enginn hafi verið handtekinn eða hafi stöðu sakbornings að svo stöddu. Starfsmaðurinn ekki í lífshættu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom eldurinn upp í neyðarvistunarálmu Stuðla. Elín Agnes staðfestir að pilturinn hafi ekki verið búinn að vera lengi á Stuðlum. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku sé ekki í lífshættu. Ekki sé ljóst hversu mörg vitni hafi verið að atvikinu. „Við verðum að taka með inn í myndina að þarna er verið að fást við hóp ungmenna sem er í áfalli, og starfsmenn líka,“ segir Elín Agnes. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Fram kom í fréttum í gær að gert hafi verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni sem komin er upp á Stuðlum. Reykjavík Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla Tengdar fréttir Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53 Vistmaður og starfsmaður Stuðla fluttir á bráðamóttöku Tveir sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun eru vistmaður og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Tæknideild lögreglu rannsakar nú vettvang brunans. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla verst allra fregna. 19. október 2024 10:25 Tveir á slysadeild í kjölfar bruna á Stuðlum Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu. 19. október 2024 07:31 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan 6:40 í gærmorgun. Þær upplýsingar fengust frá lögreglu og slökkviliði að vel hefði gengið að slökkva eldinn og tveir hefðu verið fluttir á slysadeild, vistmaður og starfsmaður. Engar upplýsingar fengust um líðan þeirra. Forsvarsmenn Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu, sem rekur meðferðarheimilið, vörðust allra fregna. Rétt fyrir klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing frá Stuðlum, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir í samtali við fréttastofu nú í morgun að rannsókn sé í fullum gangi. Hún segist ekki geta svarað neinu um eldsupptök. Er grunur um íkveikju? „Á meðan þetta er enn til skoðunar, og þetta er hrikalega viðkvæmt mál, þá förum við ekki í neinar fabúleringar,“ segir Elín Agnes. Enginn hafi verið handtekinn eða hafi stöðu sakbornings að svo stöddu. Starfsmaðurinn ekki í lífshættu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom eldurinn upp í neyðarvistunarálmu Stuðla. Elín Agnes staðfestir að pilturinn hafi ekki verið búinn að vera lengi á Stuðlum. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku sé ekki í lífshættu. Ekki sé ljóst hversu mörg vitni hafi verið að atvikinu. „Við verðum að taka með inn í myndina að þarna er verið að fást við hóp ungmenna sem er í áfalli, og starfsmenn líka,“ segir Elín Agnes. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Fram kom í fréttum í gær að gert hafi verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni sem komin er upp á Stuðlum.
Reykjavík Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla Tengdar fréttir Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53 Vistmaður og starfsmaður Stuðla fluttir á bráðamóttöku Tveir sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun eru vistmaður og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Tæknideild lögreglu rannsakar nú vettvang brunans. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla verst allra fregna. 19. október 2024 10:25 Tveir á slysadeild í kjölfar bruna á Stuðlum Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu. 19. október 2024 07:31 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53
Vistmaður og starfsmaður Stuðla fluttir á bráðamóttöku Tveir sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun eru vistmaður og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Tæknideild lögreglu rannsakar nú vettvang brunans. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla verst allra fregna. 19. október 2024 10:25
Tveir á slysadeild í kjölfar bruna á Stuðlum Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu. 19. október 2024 07:31