Skorað á Sigurð Inga að afturkalla tilmæli Svandísar Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2024 06:20 Svandís Svavarsdóttir tók við Innviðaráðuneytinu af Sigurði Inga Jóhannssyni fyrir hálfu ári, þann 10. apríl. Núna er Sigurður Ingi aftur tekinn við ráðuneytinu. Vilhelm Gunnarsson Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi innviðaráðherra, til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. „Áskorun til innviðaráðherra um flug- og starfsöryggi Reykjavíkurflugvallar,“ er yfirskrift undirskriftasöfnunarinnar, sem fram fer á Ísland.is. Ábyrgðarmaður er Arnór Valdimarsson. Í texta undirskriftalistans segir: „Við undirrituð skorum hér með á Innviðaráðherra Sigurð Inga Jóhannsson að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur fyrrverandi Innviðaráðherra til ISAVIA um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg geti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga.“ Fullyrt er í textanum að þau tilmæli stangist á við lög um loftferðir númer 80 frá 2022. Jafnframt segir: „Einnig skorum við á Sigurð Inga að ganga í það að grisja ofvöxt trjáa í Öskjuhlíð sem standa upp í hindranaflöt fyrir aðflug og brottflug, og einnig brjóta sömu lög. Það er skylda Innviðaráherra tryggja að flugöryggi og flugrekstraröryggi skerðist hvergi á meðan hann er þar sem hann er,“ segir ennfremur. Á flugfréttasíðunni Fróðleiksmolar um flug lýsir Arnór Valdimarsson forsögu undirskriftasöfnunarinnar meðal annars svo: „Fyrrverandi innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skipaði Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Það vita allir að það var gert til að eyðileggja flugvöllinn og þar með svíkja gild samkomulög. Nú er hún ekki ráðherra lengur og Sigurður Ingi hefur aftur tekið við sem innviðaráðherra. Hann hefur sagt sem innviðaráðherra að Reykjavíkurborg muni ekki fá að byggja upp á flugvallarlandi í Nýja Skerjafirði fyrr en búið verði að finna nýjan stað undir þá starfsemi sem í dag er á Reykjavíkurflugvelli.“ Þetta sögðu þau Svandís og Sigurður Ingi um málið fyrir tólf dögum: Hér má sjá hvaða skoðun Sigurður Ingi lýsti á málinu sem innviðaráðherra rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vorið 2022: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægari en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Sjá meira
„Áskorun til innviðaráðherra um flug- og starfsöryggi Reykjavíkurflugvallar,“ er yfirskrift undirskriftasöfnunarinnar, sem fram fer á Ísland.is. Ábyrgðarmaður er Arnór Valdimarsson. Í texta undirskriftalistans segir: „Við undirrituð skorum hér með á Innviðaráðherra Sigurð Inga Jóhannsson að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur fyrrverandi Innviðaráðherra til ISAVIA um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg geti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga.“ Fullyrt er í textanum að þau tilmæli stangist á við lög um loftferðir númer 80 frá 2022. Jafnframt segir: „Einnig skorum við á Sigurð Inga að ganga í það að grisja ofvöxt trjáa í Öskjuhlíð sem standa upp í hindranaflöt fyrir aðflug og brottflug, og einnig brjóta sömu lög. Það er skylda Innviðaráherra tryggja að flugöryggi og flugrekstraröryggi skerðist hvergi á meðan hann er þar sem hann er,“ segir ennfremur. Á flugfréttasíðunni Fróðleiksmolar um flug lýsir Arnór Valdimarsson forsögu undirskriftasöfnunarinnar meðal annars svo: „Fyrrverandi innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skipaði Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Það vita allir að það var gert til að eyðileggja flugvöllinn og þar með svíkja gild samkomulög. Nú er hún ekki ráðherra lengur og Sigurður Ingi hefur aftur tekið við sem innviðaráðherra. Hann hefur sagt sem innviðaráðherra að Reykjavíkurborg muni ekki fá að byggja upp á flugvallarlandi í Nýja Skerjafirði fyrr en búið verði að finna nýjan stað undir þá starfsemi sem í dag er á Reykjavíkurflugvelli.“ Þetta sögðu þau Svandís og Sigurður Ingi um málið fyrir tólf dögum: Hér má sjá hvaða skoðun Sigurður Ingi lýsti á málinu sem innviðaráðherra rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vorið 2022:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægari en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Sjá meira
Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06
Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30
Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22