Þórdís svarar gagnrýni vegna húsnæðisstyrks Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2024 09:35 Þórdís Kolbrún býður nú fram í Suðvesturkjördæmi en hefur síðustu ár farið fram í Norðvesturkjördæmi. Hún er alin upp á Akranesi. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir greiðslur sem hún hafa þegið sem þingmaður landsbyggðarkjördæmis lögbundnar og ekki valkvæðar. Hún hafi kannað það fyrir nokkrum árum hvort hægt væri að afþakka greiðslurnar en fengið það svar að það væri ekki hægt. „Þetta er lögbundið en ekki valkvætt. Þingmenn sem það fá rukka það ekki eða þiggja með sérstakri ákvörðun og geta ekki afþakkað það heldur samkvæmt upplýsingum sem ég fékk þegar ég spurðist fyrir um það á sínum tíma,“ segir Þórdís í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í morgun. Þórdís hefur frá árinu 2016 verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en býður nú fram í Suðvesturkjördæmi. Fjallað var um greiðslurnar á vef Vísis í gær en þar kom fram að fleiri þingmenn þiggi sömu greiðslur. Þórdís fjallar í færslu sinni um fréttina. „Ég hef fengið greitt, eins og allir aðrir þingmenn landsbyggðarkjördæmanna, samkvæmt reglum sem finna má í lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað. Þetta kemur til hvort sem þeir halda heimili í kjördæminu eða ekki og á við um þá alla. Séu þeir hins vegar skráðir með lögheimili í kjördæminu fá þeir hærri greiðslur en þetta,“ segir Þórdís og að þetta eigi ekki við um hana því hún haldi heimili í Kópavogi. Þar hafi hún búið allt frá því að hún settist á þing og þess vegna haldi hún ekki tvö heimili. „Gagnrýni á að vera ekki með lögheimili í kjördæminu svaraði ég fyrir átta árum að rétt væri að greiða útsvar þar sem fjölskyldan þiggur þjónustu og rangt væri að þiggja hærri laun þegar ég ræki eitt heimili en ekki tvö,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún furðar sig á því að nafn hennar sérstaklega hafi verið dregið fram með þessum hætti, á þessum tímapunkti. Auðvelt sé að finna lög sem um þetta gildi á vef Alþingis ásamt upplýsingum um greiðslum til hvers og eins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
„Þetta er lögbundið en ekki valkvætt. Þingmenn sem það fá rukka það ekki eða þiggja með sérstakri ákvörðun og geta ekki afþakkað það heldur samkvæmt upplýsingum sem ég fékk þegar ég spurðist fyrir um það á sínum tíma,“ segir Þórdís í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í morgun. Þórdís hefur frá árinu 2016 verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en býður nú fram í Suðvesturkjördæmi. Fjallað var um greiðslurnar á vef Vísis í gær en þar kom fram að fleiri þingmenn þiggi sömu greiðslur. Þórdís fjallar í færslu sinni um fréttina. „Ég hef fengið greitt, eins og allir aðrir þingmenn landsbyggðarkjördæmanna, samkvæmt reglum sem finna má í lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað. Þetta kemur til hvort sem þeir halda heimili í kjördæminu eða ekki og á við um þá alla. Séu þeir hins vegar skráðir með lögheimili í kjördæminu fá þeir hærri greiðslur en þetta,“ segir Þórdís og að þetta eigi ekki við um hana því hún haldi heimili í Kópavogi. Þar hafi hún búið allt frá því að hún settist á þing og þess vegna haldi hún ekki tvö heimili. „Gagnrýni á að vera ekki með lögheimili í kjördæminu svaraði ég fyrir átta árum að rétt væri að greiða útsvar þar sem fjölskyldan þiggur þjónustu og rangt væri að þiggja hærri laun þegar ég ræki eitt heimili en ekki tvö,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún furðar sig á því að nafn hennar sérstaklega hafi verið dregið fram með þessum hætti, á þessum tímapunkti. Auðvelt sé að finna lög sem um þetta gildi á vef Alþingis ásamt upplýsingum um greiðslum til hvers og eins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13