Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti náð hámarki á þessum áratug Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 15:33 Sólarorkuver í Ordos í Kína. Kínverjar stóðu fyrir sextíu prósentum af viðbótarframleiðslu á grænni orku í heiminum í fyrra. Vísir/EPA Aukin framleiðsla endurnýjanlegrar orku í heiminum gæti orðið til þess að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki sínu fyrir lok áratugsins. Stríðsátök sem olíuríki eru aðilar að í Miðausturlöndum og Rússlandi eru þó sögð skapa mikla óvissu. Mannkynið horfir fram á rafmagnsöld þegar það hristir af sér jarðefnaeldsneytisfíkn sína á næstu áratugum. Í árlegri skýrslu um horfur í orkumálum heimsins sem Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf út í dag kemur fram að hægt sé að mæta áframhaldandi vexti í eftirspurn eftir orku með vistvænni orku að öllu leyti. Í þeim heimi gæti offramboð af olíu og jarðgasi leitt til lækkandi orkuverðs sem gæti gert ríkjum kleift að setja aukið fjármagn í græna orku. Aldrei hefur framleiðsla á grænni orku aukist jafnmikið á einu ári og í fyrra samkvæmt skýrslunni en þá bættust við um 560 gígavött af framleiðslugetu á vistvænu rafmagni. Talið er að fjáfestingar í hreinni orku nemi um tveimur billjónum dollara á þessu ári, nánast tvöfalt meira en í jarðefnaeldsneyti, að því er kemur fram í frétt Reuters af skýrslunni. Heil sextíu prósent af viðbótinni í endurnýjanlegri orku kom frá Kína. Útlit er fyrir að sólarorkuframleiðsla Kínverja verði meiri en sem nemur allri núverandi eftirspurn eftir rafmagni í Bandaríkjunum fyrir árið 2030. Mannkynið getur ekki látið bensíndæluna ganga áfram ef hún ætlar að leysa loftslagsvandann.Vísir/EPA Bruni jarðefnaeldsneytis áfram mikill í fyrirsjáanlegri framtíð Þrátt fyrir metvöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum er ljóst að mannkynið mun lengi enn halda áfram að spúa gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloft jarðar með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vöxturinn hefur enda ekki haldið í við vaxandi eftirspurn í Indlandi, Suðaustur-Asíu og víðar. Þannig gerir IEA nú ráð fyrir að það dragi hægar úr bruna á kolum en áður var talið. Þrír fjórðu hluti orkuframleiðslunnar komi því frá jarðefnaeldsneyti árið 2030. Hlutfallið er nú áttatíu prósent en IEA spáði því í síðustu skýrslu sinni að það yrði komið niður í 73 prósent fyrir lok áratugsins. Miðað við núverandi stefnu ríkisstjórna heims gæti eftirspurn eftir olíu náð hámarki rétt fyrir 2030. Fyrir árið 2035 gæti hún verið komin í svipað horf og nú, fyrst og fremst vegna fjölgunar rafbíla í umferð. Eftirspurn eftir kolum og gasi ætti einnig að ná hámarki fyrir lok áratugsins og lækka síðan eftir það. Til þess að stöðva enn frekari hnattræna hlýnun þarf mannkynið að hætta öllum bruna á jarðefnaeldsneyti. Þar sem koltvísýringur lifir í aldir í lofthjúpi jarðar eykur bruni á hverri einustu olíutunnu og kolamola vandann enn frekar. Óvissa vegna átaka og kosninga Átök og spenna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Íranir gætu blandast enn frekar inn í stríðsátök við Ísrael og í Rússlandi sem háir enn innrásarstríð í Úkraínu getur sett strik í reikninginn fyrir horfur í orkumálum á næstunni. Orkumálastofnunin telur verulega hættu á að flæði olíu gæti raskast skyndilega vegna stríðsátökanna í Miðausturlöndum. Það sýni mikilvægæi þess að hraða fjárfestingum í hreinni og öruggari orkugjöfum. Þá eru kosningar í ríkjum þar sem um helmingur orkueftirspurnar heimsins er í ár, þar á meðal í Bandaríkjunum. Því gætu orðið verulegar breytingar á orku- og loftslagsstefnu ríkja sem geta ein og sér haft gríðarleg áhrif á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti og þar með loftslag jarðar. Orkumál Loftslagsmál Bensín og olía Vistvænir bílar Bílar Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. 24. september 2024 12:07 Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Mannkynið horfir fram á rafmagnsöld þegar það hristir af sér jarðefnaeldsneytisfíkn sína á næstu áratugum. Í árlegri skýrslu um horfur í orkumálum heimsins sem Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf út í dag kemur fram að hægt sé að mæta áframhaldandi vexti í eftirspurn eftir orku með vistvænni orku að öllu leyti. Í þeim heimi gæti offramboð af olíu og jarðgasi leitt til lækkandi orkuverðs sem gæti gert ríkjum kleift að setja aukið fjármagn í græna orku. Aldrei hefur framleiðsla á grænni orku aukist jafnmikið á einu ári og í fyrra samkvæmt skýrslunni en þá bættust við um 560 gígavött af framleiðslugetu á vistvænu rafmagni. Talið er að fjáfestingar í hreinni orku nemi um tveimur billjónum dollara á þessu ári, nánast tvöfalt meira en í jarðefnaeldsneyti, að því er kemur fram í frétt Reuters af skýrslunni. Heil sextíu prósent af viðbótinni í endurnýjanlegri orku kom frá Kína. Útlit er fyrir að sólarorkuframleiðsla Kínverja verði meiri en sem nemur allri núverandi eftirspurn eftir rafmagni í Bandaríkjunum fyrir árið 2030. Mannkynið getur ekki látið bensíndæluna ganga áfram ef hún ætlar að leysa loftslagsvandann.Vísir/EPA Bruni jarðefnaeldsneytis áfram mikill í fyrirsjáanlegri framtíð Þrátt fyrir metvöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum er ljóst að mannkynið mun lengi enn halda áfram að spúa gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloft jarðar með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vöxturinn hefur enda ekki haldið í við vaxandi eftirspurn í Indlandi, Suðaustur-Asíu og víðar. Þannig gerir IEA nú ráð fyrir að það dragi hægar úr bruna á kolum en áður var talið. Þrír fjórðu hluti orkuframleiðslunnar komi því frá jarðefnaeldsneyti árið 2030. Hlutfallið er nú áttatíu prósent en IEA spáði því í síðustu skýrslu sinni að það yrði komið niður í 73 prósent fyrir lok áratugsins. Miðað við núverandi stefnu ríkisstjórna heims gæti eftirspurn eftir olíu náð hámarki rétt fyrir 2030. Fyrir árið 2035 gæti hún verið komin í svipað horf og nú, fyrst og fremst vegna fjölgunar rafbíla í umferð. Eftirspurn eftir kolum og gasi ætti einnig að ná hámarki fyrir lok áratugsins og lækka síðan eftir það. Til þess að stöðva enn frekari hnattræna hlýnun þarf mannkynið að hætta öllum bruna á jarðefnaeldsneyti. Þar sem koltvísýringur lifir í aldir í lofthjúpi jarðar eykur bruni á hverri einustu olíutunnu og kolamola vandann enn frekar. Óvissa vegna átaka og kosninga Átök og spenna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Íranir gætu blandast enn frekar inn í stríðsátök við Ísrael og í Rússlandi sem háir enn innrásarstríð í Úkraínu getur sett strik í reikninginn fyrir horfur í orkumálum á næstunni. Orkumálastofnunin telur verulega hættu á að flæði olíu gæti raskast skyndilega vegna stríðsátökanna í Miðausturlöndum. Það sýni mikilvægæi þess að hraða fjárfestingum í hreinni og öruggari orkugjöfum. Þá eru kosningar í ríkjum þar sem um helmingur orkueftirspurnar heimsins er í ár, þar á meðal í Bandaríkjunum. Því gætu orðið verulegar breytingar á orku- og loftslagsstefnu ríkja sem geta ein og sér haft gríðarleg áhrif á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti og þar með loftslag jarðar.
Orkumál Loftslagsmál Bensín og olía Vistvænir bílar Bílar Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. 24. september 2024 12:07 Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. 24. september 2024 12:07
Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12