Rúmar þrjár milljónir króna á hvert gæludýr úkraínskra flóttamanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 09:41 Stúlka sem flúði Maríupol í Úkraínu við upphaf innrásar Rússa knúsar köttinn sinn. Íslensk stjórnvöld leyfðu úkraínskum flóttamönnum að flytja inn gæludýr sín að vissum skilyrðum uppfylltum. Myndin var tekin í Saporidsjía í Úkraínu og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Ráðstafanir til þess að úkraínskir flóttamenn gætu tekið gæludýr sín með sér til Íslands kostuðu hátt í 59 milljónir króna. Kostnaðurinn á hvert gæludýr nam rúmum þremur milljónum króna en koma þurfti á fót sérstakri einangrunarstöð fyrir dýrin. Heildarkostnaður við innflutning á átján gæludýrum frá Úkraínu, tólf hundum og sex köttum, nam 58,7 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (MAST). Einangra þurfti dýrin vegna smithættu. Þar sem einangrunarstöðvar landsins treystu sér ekki til verksins leigðu stjórnvöld hundahótel og breyttu í einangrunarstöð. Þá þurfti að ráða sérstakt starfsfólk til þess að starfa í einangrunarstöðinni þar sem MAST hafði ekki mannskap í verkefnið. Töldu mikla smithættu af dýrunum Matvælaráðuneytið ákvað að tekið yrði við gæludýrum flóttafólks sem kom hingað til Íslands eftir innrás Rússa í Úkraínu í mars 2022 að vissum skilyrðum uppfylltum. Að ráðleggingum Matvælastofnunar var ákveðið að setja dýrin í einangrun þar til þau uppfylltu öll skilyrði um innflutning hunda og katta. Niðurstaða áhættumats sem MAST vann var að nokkuð miklar líkur væru á því að gæludýr frá Úkraínu bæru með sér smitefni sem væru ekki til staðar á Íslandi og það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýraheilsu. Þær tvær einangrunarstöðvar sem starfa á landinu treystu sér ekki til þess að taka við dýrum frá Úkraínu án þess að skapa hættu fyrir íslensk dýr og náttúru. Því varð úr að aðeins væri hægt að setja upp sértæka aðstöðu fyrir úkraínsku dýrin. Í einangrun í þrjár vikur og upp í þrjá mánuði Stjórnvöld leigðu því hundahótelið á Leirum og byggðu upp aðstöðu þar til að það stæðist kröfur sem einangrunarstöð. Sérfræðingar voru ráðnir til verksins þar sem MAST skorti mannafla til þess Þannig var ráðinn dýralæknir í fullt starf auk verkefnastjóra og þriggja vaktmanna. Alls bárust 23 umsóknir um flutning á gæludýri frá Úkraínu til Íslands. Á endanum komu átján dýr á Leirur, tólf hundar og sex kettir sumarið 2022. Þar voru dýrin bólusett, sýni tekin úr þeim og þau mótefnamæld. Þrettán þeirra þurftu að dvelja í níutíu daga einangrun en þrjú dýr uppfylltu nánast öll skilyrði við innflutning og þurftu því aðeins að dvelja í þrjár vikur í einangrun. Kostnaðurinn vegna uppsetningar, breytinga og leigu á einangrunarstöðinni tímabundnu auk lyfja og annars nam rúmum 30,9 milljónir króna og launakostnaður nam 27,7 milljónum króna. Gæludýr Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Heildarkostnaður við innflutning á átján gæludýrum frá Úkraínu, tólf hundum og sex köttum, nam 58,7 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (MAST). Einangra þurfti dýrin vegna smithættu. Þar sem einangrunarstöðvar landsins treystu sér ekki til verksins leigðu stjórnvöld hundahótel og breyttu í einangrunarstöð. Þá þurfti að ráða sérstakt starfsfólk til þess að starfa í einangrunarstöðinni þar sem MAST hafði ekki mannskap í verkefnið. Töldu mikla smithættu af dýrunum Matvælaráðuneytið ákvað að tekið yrði við gæludýrum flóttafólks sem kom hingað til Íslands eftir innrás Rússa í Úkraínu í mars 2022 að vissum skilyrðum uppfylltum. Að ráðleggingum Matvælastofnunar var ákveðið að setja dýrin í einangrun þar til þau uppfylltu öll skilyrði um innflutning hunda og katta. Niðurstaða áhættumats sem MAST vann var að nokkuð miklar líkur væru á því að gæludýr frá Úkraínu bæru með sér smitefni sem væru ekki til staðar á Íslandi og það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýraheilsu. Þær tvær einangrunarstöðvar sem starfa á landinu treystu sér ekki til þess að taka við dýrum frá Úkraínu án þess að skapa hættu fyrir íslensk dýr og náttúru. Því varð úr að aðeins væri hægt að setja upp sértæka aðstöðu fyrir úkraínsku dýrin. Í einangrun í þrjár vikur og upp í þrjá mánuði Stjórnvöld leigðu því hundahótelið á Leirum og byggðu upp aðstöðu þar til að það stæðist kröfur sem einangrunarstöð. Sérfræðingar voru ráðnir til verksins þar sem MAST skorti mannafla til þess Þannig var ráðinn dýralæknir í fullt starf auk verkefnastjóra og þriggja vaktmanna. Alls bárust 23 umsóknir um flutning á gæludýri frá Úkraínu til Íslands. Á endanum komu átján dýr á Leirur, tólf hundar og sex kettir sumarið 2022. Þar voru dýrin bólusett, sýni tekin úr þeim og þau mótefnamæld. Þrettán þeirra þurftu að dvelja í níutíu daga einangrun en þrjú dýr uppfylltu nánast öll skilyrði við innflutning og þurftu því aðeins að dvelja í þrjár vikur í einangrun. Kostnaðurinn vegna uppsetningar, breytinga og leigu á einangrunarstöðinni tímabundnu auk lyfja og annars nam rúmum 30,9 milljónir króna og launakostnaður nam 27,7 milljónum króna.
Gæludýr Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira