Vænlegast fyrir alla að þjóðin fái að kjósa Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2024 19:46 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gengur á fundu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til að óska eftir þingrofi. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hittir forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Hann segir ágreiningsmálin í samstarfinu hafa verið orðin of mörg og alvarleg og því rétt að slíta stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði óvænt til blaðamannafundar í forsætisráðuneytinu klukkan hálf fjögur. Miðað við það sem á undan er gengið undraði kannski engann að hann greindi frá því að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Bjarni sagði að lagt hafi verið upp með í vor þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu að megin áhersla yrði lögð á þrjú viðfangsefni; efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. Með haustinu hafi hins vegar orðið ljóst að það væri greinilega ekki að ganga upp í samstarfinu við Vinstri græn. „Það er upp ágreiningur um aðgerðir í hælisleitendmálum. Það hefur verið opinbert. Við höfum verið í ágreiningi lengi í stjórninni um framtíðarsýn varðandi orkunýtingu. Og nú er það svo að tillögur frá umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hafa verið fastar í ríkisstjórninni um nokkurt skeið, um næsta ramma,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson segir fullreynt að Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur nái ekki saman í útlendingamálum, orkumálum og lagareldismálum svo eitthvað væri nefnt.Vísir/Vilhelm Hann sæi heldur ekki að ásættanleg niðurstaða náist um önnur mikilvæg mál fyrir kosningar. Þar mætti nefna frumvarp um lagareldið sem væri dottið út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem verið væri að fjárfesta fyrir milljarða. Eftir fundi með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og oddvitum hinna stjórnarflokkanna um helgina teldi hann ekki miklar líkur á samstöðu um þessi mál. Ríkisstjórnin hafi aftur á móti þrátt fyrir allt náð miklum árangri á sjö árum. „En svo breytast verkefnin. Hælisleitendamálin sem hafa verið í vissum ágreiningi milli flokkanna á þessu kjörtímabili. Og eru að mati okkar áfram mikið forgangsmál. Að tryggja landamærin og grípa til aðgerða til að auka skilvirkni í afgreiðslu mála,“ segir fráfarandi forsætisráðherra. Efnahagsstjórnin verði að gefa svör til komandi ára. „Það þýðir að ríkisstjórnin þarf að geta svarað því hvað stendur til í grænni orkuöflun og nýtingu grænnrar orku til að byggja samfélagið upp til lengri tíma og fara í orkuskiptin. Það þýðir að þegar við erum með nýjar atvinnugreinar að ríkisstjórnin verður að hafa burði til þess að leysa úr efnislegum ágreiningi um lagalegt umhverfi slíkrar atvinnuuppbyggingar til lengri tíma,“ segir Bjarni. Þverrandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum megi örugglega að hluta rekja til óánægju stuðningsmanna með gang stefnumála flokksins. Enda bersýnilegt að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokur hefðu mjög ólíka sýn sem hafi birst víða. Þetta verður í annað sinn sem ríkisstjórn þar sem Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra klárar ekki kjörtímabilið.Vísir/Vilhelm „Það hefur birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir í hælisleitendamál, sem hér eru nefnd. Ég er að nefna hér orkumálin og vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur borið saman við það sem ég vil standa fyrir,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Besti færi á því að stjórnarflokkar hefðu sameiginlega sýn á lykilþætti og á það hefði skort í vaxandi mæli. Því væri farsælast fyrir þjóðina og stjórnarflokkanna að ganga til kosninga. „Og veita þjóðinni það vald að svara þessum stóru spurningum sem flokkarnir geta hver fyrir sig kynnt fyrir kjósendum sínum framtíðarsýn á. Og ef allt gengur eins og ég er hér að leggja upp með munum við Íslendingar ganga til kosninga undir lok nóvembermánaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Bjarni á fund með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í fyrramálið. Forsetinn mun síðan væntanlega eiga fundi með formönnum annarra flokka á morgun. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði óvænt til blaðamannafundar í forsætisráðuneytinu klukkan hálf fjögur. Miðað við það sem á undan er gengið undraði kannski engann að hann greindi frá því að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Bjarni sagði að lagt hafi verið upp með í vor þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu að megin áhersla yrði lögð á þrjú viðfangsefni; efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. Með haustinu hafi hins vegar orðið ljóst að það væri greinilega ekki að ganga upp í samstarfinu við Vinstri græn. „Það er upp ágreiningur um aðgerðir í hælisleitendmálum. Það hefur verið opinbert. Við höfum verið í ágreiningi lengi í stjórninni um framtíðarsýn varðandi orkunýtingu. Og nú er það svo að tillögur frá umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hafa verið fastar í ríkisstjórninni um nokkurt skeið, um næsta ramma,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson segir fullreynt að Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur nái ekki saman í útlendingamálum, orkumálum og lagareldismálum svo eitthvað væri nefnt.Vísir/Vilhelm Hann sæi heldur ekki að ásættanleg niðurstaða náist um önnur mikilvæg mál fyrir kosningar. Þar mætti nefna frumvarp um lagareldið sem væri dottið út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem verið væri að fjárfesta fyrir milljarða. Eftir fundi með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og oddvitum hinna stjórnarflokkanna um helgina teldi hann ekki miklar líkur á samstöðu um þessi mál. Ríkisstjórnin hafi aftur á móti þrátt fyrir allt náð miklum árangri á sjö árum. „En svo breytast verkefnin. Hælisleitendamálin sem hafa verið í vissum ágreiningi milli flokkanna á þessu kjörtímabili. Og eru að mati okkar áfram mikið forgangsmál. Að tryggja landamærin og grípa til aðgerða til að auka skilvirkni í afgreiðslu mála,“ segir fráfarandi forsætisráðherra. Efnahagsstjórnin verði að gefa svör til komandi ára. „Það þýðir að ríkisstjórnin þarf að geta svarað því hvað stendur til í grænni orkuöflun og nýtingu grænnrar orku til að byggja samfélagið upp til lengri tíma og fara í orkuskiptin. Það þýðir að þegar við erum með nýjar atvinnugreinar að ríkisstjórnin verður að hafa burði til þess að leysa úr efnislegum ágreiningi um lagalegt umhverfi slíkrar atvinnuuppbyggingar til lengri tíma,“ segir Bjarni. Þverrandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum megi örugglega að hluta rekja til óánægju stuðningsmanna með gang stefnumála flokksins. Enda bersýnilegt að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokur hefðu mjög ólíka sýn sem hafi birst víða. Þetta verður í annað sinn sem ríkisstjórn þar sem Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra klárar ekki kjörtímabilið.Vísir/Vilhelm „Það hefur birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir í hælisleitendamál, sem hér eru nefnd. Ég er að nefna hér orkumálin og vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur borið saman við það sem ég vil standa fyrir,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Besti færi á því að stjórnarflokkar hefðu sameiginlega sýn á lykilþætti og á það hefði skort í vaxandi mæli. Því væri farsælast fyrir þjóðina og stjórnarflokkanna að ganga til kosninga. „Og veita þjóðinni það vald að svara þessum stóru spurningum sem flokkarnir geta hver fyrir sig kynnt fyrir kjósendum sínum framtíðarsýn á. Og ef allt gengur eins og ég er hér að leggja upp með munum við Íslendingar ganga til kosninga undir lok nóvembermánaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Bjarni á fund með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í fyrramálið. Forsetinn mun síðan væntanlega eiga fundi með formönnum annarra flokka á morgun.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira