Fyrir hvað erum við að borga? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 11. október 2024 09:03 Í bæjarstjórn Seltjarnarness sitja 7 bæjarfulltrúar og þar af er bæjarstjóri í 100% starfi. Auk bæjarstjórnar starfar bæjarráð og 6 fagnefndir. Launakostnaður þessara kjörnu fulltrúa er í fjárhagsáætlun ársins 2024 56,5 milljónir króna eða rúmlega 200 milljónir á kjörtímabili. Það væri hægt að skrifa grein um hvernig hægt væri að ná fram hagræðingu í rekstri án þess að skera niður þjónustu með sameiningu nefnda og lækkun launa bæjarstjóra en það er ekki inntak þessarar greinar. Það sem þessi grein veltir upp er hvað eru Seltirningar eiginlega að fá fyrir þessar fjárhæðir? Mettap á rekstri sveitarfélagsins fyrstu tvö ár kjörtímabilsins Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru mikinn í kosningabaráttunni 2022 þegar þeir töluðu um sterkan rekstur og loforð um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Staðreyndin er þó sú að útsvar hefur verið hækkað síðastliðin þrjú ár og skatttekjur hafa aukist um 20%. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur Seltjarnarnesbær skilað mettapi á rekstri bæjarsjóðs á kjörtímabilinu í valdatíð Sjálfstæðismanna. Árið 2022 skilaði bæjarstjóður tapi upp á 400 milljónir og árið 2023 var tapreksturinn 867 milljónir króna. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum á bæjarsjóður að vera rekinn hallalaus en halli þessara tveggja ára nemur 29% af skatttekjum bæjarins. Stefnu- og skipulagsleysi Stærsti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélaga eru fræðslumálin en undir lok síðasta kjörtímabils stóð yfir stefnumótunarvinna þar sem börn, ungmenni, fagfólk og foreldrar voru kallaðir að borðinu til að móta nýja menntastefnu fyrir Seltjarnarnesbæ. Þessari vinnu hefur því miður ekki verið haldið áfram síðustu ár þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar og áskoranir í starfi leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og á faglegu umhverfi frístundamála. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra hafa kallað eftir því að vinna við menntastefnu verði kláruð undir þeim formerkjum að búa til betri bæ fyrir börn. Einnig höfum við kallað eftir því að farið verði í að móta heildstæða stefnu um málaflokk aldraðra og að skipuleggja betri og lifandi miðbæ. Miðbær Seltjarnarness er óskipulagt svæði sem nær yfir stórar lóðir við Austurströnd og Eiðistorg þar sem gríðarleg tækifæri eru fyrir sveitarfélagið að skapa verðmæti til að fjármagna framkvæmdir á sama tíma og mannlífið á Nesinu verður skemmtilegra. Þetta hafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn því miður ekki litið á sem forgangsverkefni sem hægt sé að nýta bæjarfulltrúa og nefndarfólk markvisst í. Framkvæmdastopp Stóra loforð Sjálfstæðismanna fyrir síðustu tvær kosningar var að byggja nýjan leikskóla sem átti að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með góðu vinnuumhverfi fyrir börn og starfsfólk. Nú hefur meirihlutinn gefið það út að bærinn geti ekki fjármagnað framkvæmdina þrátt fyrir að hafa selt hjúkrunarheimilið Seltjörn fyrir tæplega tvo milljarða á kjörtímabilinu sem átti að nýtast til að fjármagna leikskólann. Aðrar framkvæmdir sem hafa setið á hakanum á þessu kjörtímabili eru endurbætur á íþróttamannvirkjum, skólalóðum, lögnum, götum, leiksvæðum og félagsheimili Seltjarnarness. Snúum vörn í sókn Þrátt fyrir að fyrri hluti kjörtímabilsins hafi verið illa nýttur þá er vel hægt að snúa blaðinu við og nýta betur þann mannauð sem býr í kjörnum fulltrúum og starfsfólki bæjarins. Fyrsta skrefið sem bæjarstjórn þarf að stíga er að hækka útsvarið á meðan jafnvægi næst í rekstri sveitarfélagsins. Samhliða útsvarshækkun þurfa bæjarfulltrúar og fagnefndir í samstarfi við starfsfólk að skoða útgjaldahliðina og finna tækifæri til hagræðingar í stjórnkerfi bæjarins. Ljúka þarf við stefnumótun í stærstu málaflokkum sveitarfélagsins með það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu með sem hagkvæmasta hætti. Ráðast þarf markvisst í skipulagningu miðbæjarsvæðisins til að mynda byggingarétt sem bærinn getur selt og einnig fjölgað íbúum og fyrirtækjum sem styrkja tekjur bæjarins. Með þessum markvissu skrefum náum við jafnvægi á rekstur sveitarfélagsins, eflum þjónustu við íbúa og getum byrjað að sinna viðhaldi á fasteignum samhliða því að byggja upp nauðsynlega innviði. Þetta eru þau hlutverk sem kjörnir fulltrúar fá greitt fyrir að sinna og það er kominn tími til að við tökum hlutverki okkar alvarlega. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Í bæjarstjórn Seltjarnarness sitja 7 bæjarfulltrúar og þar af er bæjarstjóri í 100% starfi. Auk bæjarstjórnar starfar bæjarráð og 6 fagnefndir. Launakostnaður þessara kjörnu fulltrúa er í fjárhagsáætlun ársins 2024 56,5 milljónir króna eða rúmlega 200 milljónir á kjörtímabili. Það væri hægt að skrifa grein um hvernig hægt væri að ná fram hagræðingu í rekstri án þess að skera niður þjónustu með sameiningu nefnda og lækkun launa bæjarstjóra en það er ekki inntak þessarar greinar. Það sem þessi grein veltir upp er hvað eru Seltirningar eiginlega að fá fyrir þessar fjárhæðir? Mettap á rekstri sveitarfélagsins fyrstu tvö ár kjörtímabilsins Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru mikinn í kosningabaráttunni 2022 þegar þeir töluðu um sterkan rekstur og loforð um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Staðreyndin er þó sú að útsvar hefur verið hækkað síðastliðin þrjú ár og skatttekjur hafa aukist um 20%. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur Seltjarnarnesbær skilað mettapi á rekstri bæjarsjóðs á kjörtímabilinu í valdatíð Sjálfstæðismanna. Árið 2022 skilaði bæjarstjóður tapi upp á 400 milljónir og árið 2023 var tapreksturinn 867 milljónir króna. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum á bæjarsjóður að vera rekinn hallalaus en halli þessara tveggja ára nemur 29% af skatttekjum bæjarins. Stefnu- og skipulagsleysi Stærsti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélaga eru fræðslumálin en undir lok síðasta kjörtímabils stóð yfir stefnumótunarvinna þar sem börn, ungmenni, fagfólk og foreldrar voru kallaðir að borðinu til að móta nýja menntastefnu fyrir Seltjarnarnesbæ. Þessari vinnu hefur því miður ekki verið haldið áfram síðustu ár þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar og áskoranir í starfi leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og á faglegu umhverfi frístundamála. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra hafa kallað eftir því að vinna við menntastefnu verði kláruð undir þeim formerkjum að búa til betri bæ fyrir börn. Einnig höfum við kallað eftir því að farið verði í að móta heildstæða stefnu um málaflokk aldraðra og að skipuleggja betri og lifandi miðbæ. Miðbær Seltjarnarness er óskipulagt svæði sem nær yfir stórar lóðir við Austurströnd og Eiðistorg þar sem gríðarleg tækifæri eru fyrir sveitarfélagið að skapa verðmæti til að fjármagna framkvæmdir á sama tíma og mannlífið á Nesinu verður skemmtilegra. Þetta hafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn því miður ekki litið á sem forgangsverkefni sem hægt sé að nýta bæjarfulltrúa og nefndarfólk markvisst í. Framkvæmdastopp Stóra loforð Sjálfstæðismanna fyrir síðustu tvær kosningar var að byggja nýjan leikskóla sem átti að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með góðu vinnuumhverfi fyrir börn og starfsfólk. Nú hefur meirihlutinn gefið það út að bærinn geti ekki fjármagnað framkvæmdina þrátt fyrir að hafa selt hjúkrunarheimilið Seltjörn fyrir tæplega tvo milljarða á kjörtímabilinu sem átti að nýtast til að fjármagna leikskólann. Aðrar framkvæmdir sem hafa setið á hakanum á þessu kjörtímabili eru endurbætur á íþróttamannvirkjum, skólalóðum, lögnum, götum, leiksvæðum og félagsheimili Seltjarnarness. Snúum vörn í sókn Þrátt fyrir að fyrri hluti kjörtímabilsins hafi verið illa nýttur þá er vel hægt að snúa blaðinu við og nýta betur þann mannauð sem býr í kjörnum fulltrúum og starfsfólki bæjarins. Fyrsta skrefið sem bæjarstjórn þarf að stíga er að hækka útsvarið á meðan jafnvægi næst í rekstri sveitarfélagsins. Samhliða útsvarshækkun þurfa bæjarfulltrúar og fagnefndir í samstarfi við starfsfólk að skoða útgjaldahliðina og finna tækifæri til hagræðingar í stjórnkerfi bæjarins. Ljúka þarf við stefnumótun í stærstu málaflokkum sveitarfélagsins með það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu með sem hagkvæmasta hætti. Ráðast þarf markvisst í skipulagningu miðbæjarsvæðisins til að mynda byggingarétt sem bærinn getur selt og einnig fjölgað íbúum og fyrirtækjum sem styrkja tekjur bæjarins. Með þessum markvissu skrefum náum við jafnvægi á rekstur sveitarfélagsins, eflum þjónustu við íbúa og getum byrjað að sinna viðhaldi á fasteignum samhliða því að byggja upp nauðsynlega innviði. Þetta eru þau hlutverk sem kjörnir fulltrúar fá greitt fyrir að sinna og það er kominn tími til að við tökum hlutverki okkar alvarlega. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar