Það er alltaf von að vekja fólk til vitundar um mikilvægi geðheilbrigðis Ellen Calmon skrifar 10. október 2024 14:00 Vitundarvakningarátaki Píeta samtakanna „Það er alltaf von!“ var hrint úr vör í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær að viðstöddum framhaldskólanemum. Átakið var sett af stað í tengslum við Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn sem er í dag þann 10. október. Í ár leggur Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) áherslu á mikilvæg tengsl geðheilbrigðis og vinnu. Stjórnvöld, vinnuveitendur og samtök launafólks eru hvött til að ýta undir verndandi þætti á vinnustöðum til að bæta geðheilbrigði starfsfólks. Öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi getur verið verndandi þáttur fyrir andlega heilsu. Vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti þrífast svo sem fordómar, mismunun og áreitni geta haft áhrif á geðheilsu og almenn lífsgæði sem svo getur leitt af sér minni framleiðni í starfi og félagslegri virkni. Stofnunin segir á heimasíðu sinni „Með 60% jarðarbúa í vinnu er brýnt að grípa til aðgerða til að tryggja að vinna komi í veg fyrir áhættu fyrir geðheilbrigði og verndar og styður geðheilbrigði á vinnustað.“ Með átakinu „Það er alltaf von!“ vilja Píeta samtökin beina sjónum sínum að unga fólkinu og forvörnum. Átakið var sett af stað í gær að viðstöddum framhaldsskólanemum þar sem lögð var áhersla á að skólar eru einnig vinnustaðir og það sé mikilvægt að ýta undir þessa verndandi þætti geðheilbrigðis í skólaumhverfinu sem vinnustað. Píeta samtökin vilja hvetja opinberar stofnanir sem og aðra vinnuveitendur að huga að verndandi þáttum í vinnuumhverfinu og ekki síst þar sem börn og ungmenni eiga aðild að. Þá telja samtökin brýnt að lagðir séu enn frekari kraftar og fjármagn í almennar geðheilbrigðisforvarnir og sjálfsvígsforvarnir með gagnreyndum nálgunum svo tryggt sé að öll fái jöfn tækifæri til að dafna í leik og starfi. Til hamingju með Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn og munum að það er er alltaf von! Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Vitundarvakningarátaki Píeta samtakanna „Það er alltaf von!“ var hrint úr vör í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær að viðstöddum framhaldskólanemum. Átakið var sett af stað í tengslum við Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn sem er í dag þann 10. október. Í ár leggur Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) áherslu á mikilvæg tengsl geðheilbrigðis og vinnu. Stjórnvöld, vinnuveitendur og samtök launafólks eru hvött til að ýta undir verndandi þætti á vinnustöðum til að bæta geðheilbrigði starfsfólks. Öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi getur verið verndandi þáttur fyrir andlega heilsu. Vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti þrífast svo sem fordómar, mismunun og áreitni geta haft áhrif á geðheilsu og almenn lífsgæði sem svo getur leitt af sér minni framleiðni í starfi og félagslegri virkni. Stofnunin segir á heimasíðu sinni „Með 60% jarðarbúa í vinnu er brýnt að grípa til aðgerða til að tryggja að vinna komi í veg fyrir áhættu fyrir geðheilbrigði og verndar og styður geðheilbrigði á vinnustað.“ Með átakinu „Það er alltaf von!“ vilja Píeta samtökin beina sjónum sínum að unga fólkinu og forvörnum. Átakið var sett af stað í gær að viðstöddum framhaldsskólanemum þar sem lögð var áhersla á að skólar eru einnig vinnustaðir og það sé mikilvægt að ýta undir þessa verndandi þætti geðheilbrigðis í skólaumhverfinu sem vinnustað. Píeta samtökin vilja hvetja opinberar stofnanir sem og aðra vinnuveitendur að huga að verndandi þáttum í vinnuumhverfinu og ekki síst þar sem börn og ungmenni eiga aðild að. Þá telja samtökin brýnt að lagðir séu enn frekari kraftar og fjármagn í almennar geðheilbrigðisforvarnir og sjálfsvígsforvarnir með gagnreyndum nálgunum svo tryggt sé að öll fái jöfn tækifæri til að dafna í leik og starfi. Til hamingju með Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn og munum að það er er alltaf von! Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar