Það er alltaf von að vekja fólk til vitundar um mikilvægi geðheilbrigðis Ellen Calmon skrifar 10. október 2024 14:00 Vitundarvakningarátaki Píeta samtakanna „Það er alltaf von!“ var hrint úr vör í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær að viðstöddum framhaldskólanemum. Átakið var sett af stað í tengslum við Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn sem er í dag þann 10. október. Í ár leggur Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) áherslu á mikilvæg tengsl geðheilbrigðis og vinnu. Stjórnvöld, vinnuveitendur og samtök launafólks eru hvött til að ýta undir verndandi þætti á vinnustöðum til að bæta geðheilbrigði starfsfólks. Öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi getur verið verndandi þáttur fyrir andlega heilsu. Vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti þrífast svo sem fordómar, mismunun og áreitni geta haft áhrif á geðheilsu og almenn lífsgæði sem svo getur leitt af sér minni framleiðni í starfi og félagslegri virkni. Stofnunin segir á heimasíðu sinni „Með 60% jarðarbúa í vinnu er brýnt að grípa til aðgerða til að tryggja að vinna komi í veg fyrir áhættu fyrir geðheilbrigði og verndar og styður geðheilbrigði á vinnustað.“ Með átakinu „Það er alltaf von!“ vilja Píeta samtökin beina sjónum sínum að unga fólkinu og forvörnum. Átakið var sett af stað í gær að viðstöddum framhaldsskólanemum þar sem lögð var áhersla á að skólar eru einnig vinnustaðir og það sé mikilvægt að ýta undir þessa verndandi þætti geðheilbrigðis í skólaumhverfinu sem vinnustað. Píeta samtökin vilja hvetja opinberar stofnanir sem og aðra vinnuveitendur að huga að verndandi þáttum í vinnuumhverfinu og ekki síst þar sem börn og ungmenni eiga aðild að. Þá telja samtökin brýnt að lagðir séu enn frekari kraftar og fjármagn í almennar geðheilbrigðisforvarnir og sjálfsvígsforvarnir með gagnreyndum nálgunum svo tryggt sé að öll fái jöfn tækifæri til að dafna í leik og starfi. Til hamingju með Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn og munum að það er er alltaf von! Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vitundarvakningarátaki Píeta samtakanna „Það er alltaf von!“ var hrint úr vör í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær að viðstöddum framhaldskólanemum. Átakið var sett af stað í tengslum við Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn sem er í dag þann 10. október. Í ár leggur Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) áherslu á mikilvæg tengsl geðheilbrigðis og vinnu. Stjórnvöld, vinnuveitendur og samtök launafólks eru hvött til að ýta undir verndandi þætti á vinnustöðum til að bæta geðheilbrigði starfsfólks. Öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi getur verið verndandi þáttur fyrir andlega heilsu. Vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti þrífast svo sem fordómar, mismunun og áreitni geta haft áhrif á geðheilsu og almenn lífsgæði sem svo getur leitt af sér minni framleiðni í starfi og félagslegri virkni. Stofnunin segir á heimasíðu sinni „Með 60% jarðarbúa í vinnu er brýnt að grípa til aðgerða til að tryggja að vinna komi í veg fyrir áhættu fyrir geðheilbrigði og verndar og styður geðheilbrigði á vinnustað.“ Með átakinu „Það er alltaf von!“ vilja Píeta samtökin beina sjónum sínum að unga fólkinu og forvörnum. Átakið var sett af stað í gær að viðstöddum framhaldsskólanemum þar sem lögð var áhersla á að skólar eru einnig vinnustaðir og það sé mikilvægt að ýta undir þessa verndandi þætti geðheilbrigðis í skólaumhverfinu sem vinnustað. Píeta samtökin vilja hvetja opinberar stofnanir sem og aðra vinnuveitendur að huga að verndandi þáttum í vinnuumhverfinu og ekki síst þar sem börn og ungmenni eiga aðild að. Þá telja samtökin brýnt að lagðir séu enn frekari kraftar og fjármagn í almennar geðheilbrigðisforvarnir og sjálfsvígsforvarnir með gagnreyndum nálgunum svo tryggt sé að öll fái jöfn tækifæri til að dafna í leik og starfi. Til hamingju með Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn og munum að það er er alltaf von! Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar