„Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Aron Guðmundsson skrifar 10. október 2024 12:33 Ásta Eir lauk ferli sínum með sjálfum Íslandsmeistaratitlinum Vísir/Einar Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni. Ferill Ástu Eirar fékk fullkomin endalok um síðastliðna helgi er Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í kjölfar hreins úrslitaleiks við Val um titilinn í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar. Degi eftir að titillinn var í höfn birtist myndskeið á samfélagsmiðlum Breiðbliks þar sem Ásta Eir greindi frá þeirri ákvörðun sinni að láta gott heita af knattspyrnuiðkun. Þremur Íslandsmeistaratitlum, þremur bikarmeistaratitlum og mörgum góðum minningum ríkari. Ásta fór að leiða hugann að endalokum ferilsins fyrir nýafstaðið tímabil og eftir því sem leið á það tímabil var það skýrara í hennar huga að nú væri rétti tímapunkturinn til þess að leggja skóna á hilluna. Hún hafði látið fjölskyldu sína vita af þessum vangaveltum og fyrir nokkrum vikum síðan bað hún um fund með þjálfarateymi Breiðbliks og þar leysti hún frá skjóðunni. „Ég sagði þjálfarateyminu frá þessu fyrst fyrir ekki svo löngu síðan. Nokkrum vikum. Sem var dálítið skemmtilegt þegar að ég hugsa til baka. Ég hef verið þannig leikmaður að ég er ekki oft að biðja um fund með þjálfarateyminu. Og það var alveg greinilegt á þeim að þeirra hugsun var að annað hvort væri ég ólétt eða að fara hætta. Þau lásu mig greinilega vel.“ Svo kom að því að segja liðsfélögunum frá þessu. „Svo ákvað ég að segja stelpunum þetta fyrir kannski tveimur til þremur vikum síðan. Það var eiginlega erfiðasti parturinn. Ég var búin að hugsa einhverja ræðu í hausnum á mér og æfa hana svona hundrað sinnum í bílnum á leiðinni á æfingar. Vildi reyna að passa mig að halda andliti en svo féllu tár. Þær grétu með mér og þetta var ótrúlega góð stund að eiga fyrir okkur allar. Þær sýndu mér mjög mikinn stuðning og ég gæti ekki hafa beðið um betri liðsfélaga til að klára þennan feril með. Ég er þeim ótrúlega þakklát.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Enn neðar má svo finna hlekk á viðtalið í hlaðvarpsformi. Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Sjá meira
Ferill Ástu Eirar fékk fullkomin endalok um síðastliðna helgi er Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í kjölfar hreins úrslitaleiks við Val um titilinn í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar. Degi eftir að titillinn var í höfn birtist myndskeið á samfélagsmiðlum Breiðbliks þar sem Ásta Eir greindi frá þeirri ákvörðun sinni að láta gott heita af knattspyrnuiðkun. Þremur Íslandsmeistaratitlum, þremur bikarmeistaratitlum og mörgum góðum minningum ríkari. Ásta fór að leiða hugann að endalokum ferilsins fyrir nýafstaðið tímabil og eftir því sem leið á það tímabil var það skýrara í hennar huga að nú væri rétti tímapunkturinn til þess að leggja skóna á hilluna. Hún hafði látið fjölskyldu sína vita af þessum vangaveltum og fyrir nokkrum vikum síðan bað hún um fund með þjálfarateymi Breiðbliks og þar leysti hún frá skjóðunni. „Ég sagði þjálfarateyminu frá þessu fyrst fyrir ekki svo löngu síðan. Nokkrum vikum. Sem var dálítið skemmtilegt þegar að ég hugsa til baka. Ég hef verið þannig leikmaður að ég er ekki oft að biðja um fund með þjálfarateyminu. Og það var alveg greinilegt á þeim að þeirra hugsun var að annað hvort væri ég ólétt eða að fara hætta. Þau lásu mig greinilega vel.“ Svo kom að því að segja liðsfélögunum frá þessu. „Svo ákvað ég að segja stelpunum þetta fyrir kannski tveimur til þremur vikum síðan. Það var eiginlega erfiðasti parturinn. Ég var búin að hugsa einhverja ræðu í hausnum á mér og æfa hana svona hundrað sinnum í bílnum á leiðinni á æfingar. Vildi reyna að passa mig að halda andliti en svo féllu tár. Þær grétu með mér og þetta var ótrúlega góð stund að eiga fyrir okkur allar. Þær sýndu mér mjög mikinn stuðning og ég gæti ekki hafa beðið um betri liðsfélaga til að klára þennan feril með. Ég er þeim ótrúlega þakklát.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Enn neðar má svo finna hlekk á viðtalið í hlaðvarpsformi.
Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Sjá meira