Búið að byrgja brunninn Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. október 2024 20:12 Starfsmaður ÞG verktaka leggur lokahönd á nýtt steypt járnlok á brunninn við Holtsveg 13 sem tveggja ára drengur datt ofan í. Vísir/Vilhelm Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Drengurinn féll niður um tvo metra ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag. Lok brunnsins hafði færst til þegar hann gekk ofan á því. Slökkvilið aðstoðaði við að ná drengnum upp úr holunni. Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG verktökum, sagði við fréttastofu í dag að starfsmenn fyrirtækisins hefðu farið út strax í morgun til að skoða frágang annarra vatnsbrunna. Sjá einnig: Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Hann sagði að í gegnum tíðina hefði verið gengið frá svona brunnum með tvenns konar hætti, annað hvort með steyptu járni eða stálloki. Stállokin væru yfirleitt notuð þar sem brunnarnir eru í brekku eða halla eða á grassvæði. Á þessum stað hefði stállokið á brunninum verið til friðs í um níu ár. Nú er hins vegar búið að setja steypt járnlok á brunninn. Járnlokið nýja er mun þyngra en stállokið sem var fyrir.Vísir/Vilhelm Fara yfir frágang í verkefnum síðustu ára Um er að ræða fallbrunna sem eru settir þar sem er mikill hæðarmunur á lóðinni. „Hallinn á lögnunum, sem eru neðanjarðar, má bara vera svo mikill. Þá eru svona fallbrunnar settir með vissu millibili til þess að leiðrétta hæðarmuninn.“ Frágangurinn á brunnunum hefði hingað til verið hugsaður praktískt með tilliti til þess hvort til dæmis væri þörf á að geta farið ofan í brunninn. Fyrirtækið meti nú hvaða brunna sé hægt að tyrfa yfir og hverja er hægt að skipta um lok á og setja steypt járnlok á. „Við munum bregðast við með þessum hætti. Ekki bara á þessari lóð. Við förum yfir verkefni síðustu ára og förum yfir hvort það sé slík hætta til staðar,“ sagði Örn við Vísi í dag. Slysavarnir Garðabær Byggingariðnaður Húsnæðismál Börn og uppeldi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Drengurinn féll niður um tvo metra ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag. Lok brunnsins hafði færst til þegar hann gekk ofan á því. Slökkvilið aðstoðaði við að ná drengnum upp úr holunni. Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG verktökum, sagði við fréttastofu í dag að starfsmenn fyrirtækisins hefðu farið út strax í morgun til að skoða frágang annarra vatnsbrunna. Sjá einnig: Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Hann sagði að í gegnum tíðina hefði verið gengið frá svona brunnum með tvenns konar hætti, annað hvort með steyptu járni eða stálloki. Stállokin væru yfirleitt notuð þar sem brunnarnir eru í brekku eða halla eða á grassvæði. Á þessum stað hefði stállokið á brunninum verið til friðs í um níu ár. Nú er hins vegar búið að setja steypt járnlok á brunninn. Járnlokið nýja er mun þyngra en stállokið sem var fyrir.Vísir/Vilhelm Fara yfir frágang í verkefnum síðustu ára Um er að ræða fallbrunna sem eru settir þar sem er mikill hæðarmunur á lóðinni. „Hallinn á lögnunum, sem eru neðanjarðar, má bara vera svo mikill. Þá eru svona fallbrunnar settir með vissu millibili til þess að leiðrétta hæðarmuninn.“ Frágangurinn á brunnunum hefði hingað til verið hugsaður praktískt með tilliti til þess hvort til dæmis væri þörf á að geta farið ofan í brunninn. Fyrirtækið meti nú hvaða brunna sé hægt að tyrfa yfir og hverja er hægt að skipta um lok á og setja steypt járnlok á. „Við munum bregðast við með þessum hætti. Ekki bara á þessari lóð. Við förum yfir verkefni síðustu ára og förum yfir hvort það sé slík hætta til staðar,“ sagði Örn við Vísi í dag.
Slysavarnir Garðabær Byggingariðnaður Húsnæðismál Börn og uppeldi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira