Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Aron Guðmundsson skrifar 8. október 2024 09:01 Ásta Eir Árnadóttir hefur lagt knattpspyrnuskóna á hilluna eftir farsælan feril sem fékk fullkomin endalok þegar að Ásta, sem fyrirliði Breiðabliks, lyfti Bestu deildar skildinu eftir að lið Breiðabliks tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn árið 2024 Vísir/Einar Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, frá því á sunnudaginn síðastliðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun Ástu kom vafalaust mörgum á óvart en hún á þó sinn aðdraganda. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ásta lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Breiðablik árið 2009. Alls urðu leikirnir í efstu deild 176 talsins og Ásta lítur stolt fyrir farin veg og er þakklát fyrir allar sínar stundir í græna hluta Kópavogs. Bæði þær góðu en einnig þær erfiðu og krefjandi því tími Ástu hjá Breiðabliki hefur ekki aðeins verið gönguferð í garðinum. Hún hefur þurft að glíma við krefjandi og erfið meiðsli, upplifað súr töp en einnig mikla gleðitíma og sæta sigra. Þrír Íslandsmeistaratitlar og þrír bikarmeistaratitlar eru vitnisburðir þess. Ásta skilur eftir sig skarð sem yrði erfitt að fylla fyrir hvaða lið sem er. „Ég byrjaði aðeins að pæla í þessu rétt fyrir tímabilið,“ segir Ásta Eir við íþróttadeild Stöðvar 2 um aðdraganda ákvörðunar sinnar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Klippa: Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok „Þá fann ég fyrir tilfinningu á þá leið að ég gæti mögulega verið tilbúin í að leggja skóna á hilluna. Að þetta yrði mitt síðasta tímabil. Ég hins vegar hugsaði þó alltaf fyrst að ég yrði tilbúin í að gera það ef við myndum standa uppi sem tvöfaldir meistarar eða myndum allavega vinna titil.“ Ásta Eir hafði látið nánustu fjölskyldu sína vita af því hvaða tilfinningar væru að bærast um innra með sér varðandi möguleg endalok ferilsins. Breiðablik komst í úrslitaleik Mjólkurbikarsins en laut þar í lægra haldi gegn Val. „Þá fékk ég þá spurningu frá mínum nánustu sem vissu stöðuna á mér hvort ég ætlaði að endurhugsa þetta eitthvað.“ En það var á þeim tímapunkti sem Ásta fór að sjá hlutina öðruvísi. „Þetta snýst ekki bara um titla. Þetta er bara ákvörðun leikmannsins og ég byrjaði þá virkilega að fara inn í alla leiki til þess að njóta. Hélt þessu leyndu lengi en er mjög sátt með þessa ákvörðun mína. Auðvitað endaði þetta handrit fullkomlega. Með Íslandsmeistaratitli eins og ég hafði séð fyrir mér. Það gerir þetta enn þá betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni þar sem farið er nánar í saumana á ákvörðun hennar, tímann hjá Breiðabliki, úrslitaleikinn gegn Val sem og framhaldið hjá henni og ástina á Breiðabliki má sjá hér fyrir ofan. Þá má nálgast viðtalið í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan. Besta deild kvenna Breiðablik Kópavogur Besta sætið Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ásta lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Breiðablik árið 2009. Alls urðu leikirnir í efstu deild 176 talsins og Ásta lítur stolt fyrir farin veg og er þakklát fyrir allar sínar stundir í græna hluta Kópavogs. Bæði þær góðu en einnig þær erfiðu og krefjandi því tími Ástu hjá Breiðabliki hefur ekki aðeins verið gönguferð í garðinum. Hún hefur þurft að glíma við krefjandi og erfið meiðsli, upplifað súr töp en einnig mikla gleðitíma og sæta sigra. Þrír Íslandsmeistaratitlar og þrír bikarmeistaratitlar eru vitnisburðir þess. Ásta skilur eftir sig skarð sem yrði erfitt að fylla fyrir hvaða lið sem er. „Ég byrjaði aðeins að pæla í þessu rétt fyrir tímabilið,“ segir Ásta Eir við íþróttadeild Stöðvar 2 um aðdraganda ákvörðunar sinnar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Klippa: Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok „Þá fann ég fyrir tilfinningu á þá leið að ég gæti mögulega verið tilbúin í að leggja skóna á hilluna. Að þetta yrði mitt síðasta tímabil. Ég hins vegar hugsaði þó alltaf fyrst að ég yrði tilbúin í að gera það ef við myndum standa uppi sem tvöfaldir meistarar eða myndum allavega vinna titil.“ Ásta Eir hafði látið nánustu fjölskyldu sína vita af því hvaða tilfinningar væru að bærast um innra með sér varðandi möguleg endalok ferilsins. Breiðablik komst í úrslitaleik Mjólkurbikarsins en laut þar í lægra haldi gegn Val. „Þá fékk ég þá spurningu frá mínum nánustu sem vissu stöðuna á mér hvort ég ætlaði að endurhugsa þetta eitthvað.“ En það var á þeim tímapunkti sem Ásta fór að sjá hlutina öðruvísi. „Þetta snýst ekki bara um titla. Þetta er bara ákvörðun leikmannsins og ég byrjaði þá virkilega að fara inn í alla leiki til þess að njóta. Hélt þessu leyndu lengi en er mjög sátt með þessa ákvörðun mína. Auðvitað endaði þetta handrit fullkomlega. Með Íslandsmeistaratitli eins og ég hafði séð fyrir mér. Það gerir þetta enn þá betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni þar sem farið er nánar í saumana á ákvörðun hennar, tímann hjá Breiðabliki, úrslitaleikinn gegn Val sem og framhaldið hjá henni og ástina á Breiðabliki má sjá hér fyrir ofan. Þá má nálgast viðtalið í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan.
Besta deild kvenna Breiðablik Kópavogur Besta sætið Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Sjá meira