Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Aron Guðmundsson skrifar 8. október 2024 09:01 Ásta Eir Árnadóttir hefur lagt knattpspyrnuskóna á hilluna eftir farsælan feril sem fékk fullkomin endalok þegar að Ásta, sem fyrirliði Breiðabliks, lyfti Bestu deildar skildinu eftir að lið Breiðabliks tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn árið 2024 Vísir/Einar Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, frá því á sunnudaginn síðastliðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun Ástu kom vafalaust mörgum á óvart en hún á þó sinn aðdraganda. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ásta lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Breiðablik árið 2009. Alls urðu leikirnir í efstu deild 176 talsins og Ásta lítur stolt fyrir farin veg og er þakklát fyrir allar sínar stundir í græna hluta Kópavogs. Bæði þær góðu en einnig þær erfiðu og krefjandi því tími Ástu hjá Breiðabliki hefur ekki aðeins verið gönguferð í garðinum. Hún hefur þurft að glíma við krefjandi og erfið meiðsli, upplifað súr töp en einnig mikla gleðitíma og sæta sigra. Þrír Íslandsmeistaratitlar og þrír bikarmeistaratitlar eru vitnisburðir þess. Ásta skilur eftir sig skarð sem yrði erfitt að fylla fyrir hvaða lið sem er. „Ég byrjaði aðeins að pæla í þessu rétt fyrir tímabilið,“ segir Ásta Eir við íþróttadeild Stöðvar 2 um aðdraganda ákvörðunar sinnar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Klippa: Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok „Þá fann ég fyrir tilfinningu á þá leið að ég gæti mögulega verið tilbúin í að leggja skóna á hilluna. Að þetta yrði mitt síðasta tímabil. Ég hins vegar hugsaði þó alltaf fyrst að ég yrði tilbúin í að gera það ef við myndum standa uppi sem tvöfaldir meistarar eða myndum allavega vinna titil.“ Ásta Eir hafði látið nánustu fjölskyldu sína vita af því hvaða tilfinningar væru að bærast um innra með sér varðandi möguleg endalok ferilsins. Breiðablik komst í úrslitaleik Mjólkurbikarsins en laut þar í lægra haldi gegn Val. „Þá fékk ég þá spurningu frá mínum nánustu sem vissu stöðuna á mér hvort ég ætlaði að endurhugsa þetta eitthvað.“ En það var á þeim tímapunkti sem Ásta fór að sjá hlutina öðruvísi. „Þetta snýst ekki bara um titla. Þetta er bara ákvörðun leikmannsins og ég byrjaði þá virkilega að fara inn í alla leiki til þess að njóta. Hélt þessu leyndu lengi en er mjög sátt með þessa ákvörðun mína. Auðvitað endaði þetta handrit fullkomlega. Með Íslandsmeistaratitli eins og ég hafði séð fyrir mér. Það gerir þetta enn þá betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni þar sem farið er nánar í saumana á ákvörðun hennar, tímann hjá Breiðabliki, úrslitaleikinn gegn Val sem og framhaldið hjá henni og ástina á Breiðabliki má sjá hér fyrir ofan. Þá má nálgast viðtalið í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan. Besta deild kvenna Breiðablik Kópavogur Besta sætið Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ásta lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Breiðablik árið 2009. Alls urðu leikirnir í efstu deild 176 talsins og Ásta lítur stolt fyrir farin veg og er þakklát fyrir allar sínar stundir í græna hluta Kópavogs. Bæði þær góðu en einnig þær erfiðu og krefjandi því tími Ástu hjá Breiðabliki hefur ekki aðeins verið gönguferð í garðinum. Hún hefur þurft að glíma við krefjandi og erfið meiðsli, upplifað súr töp en einnig mikla gleðitíma og sæta sigra. Þrír Íslandsmeistaratitlar og þrír bikarmeistaratitlar eru vitnisburðir þess. Ásta skilur eftir sig skarð sem yrði erfitt að fylla fyrir hvaða lið sem er. „Ég byrjaði aðeins að pæla í þessu rétt fyrir tímabilið,“ segir Ásta Eir við íþróttadeild Stöðvar 2 um aðdraganda ákvörðunar sinnar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Klippa: Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok „Þá fann ég fyrir tilfinningu á þá leið að ég gæti mögulega verið tilbúin í að leggja skóna á hilluna. Að þetta yrði mitt síðasta tímabil. Ég hins vegar hugsaði þó alltaf fyrst að ég yrði tilbúin í að gera það ef við myndum standa uppi sem tvöfaldir meistarar eða myndum allavega vinna titil.“ Ásta Eir hafði látið nánustu fjölskyldu sína vita af því hvaða tilfinningar væru að bærast um innra með sér varðandi möguleg endalok ferilsins. Breiðablik komst í úrslitaleik Mjólkurbikarsins en laut þar í lægra haldi gegn Val. „Þá fékk ég þá spurningu frá mínum nánustu sem vissu stöðuna á mér hvort ég ætlaði að endurhugsa þetta eitthvað.“ En það var á þeim tímapunkti sem Ásta fór að sjá hlutina öðruvísi. „Þetta snýst ekki bara um titla. Þetta er bara ákvörðun leikmannsins og ég byrjaði þá virkilega að fara inn í alla leiki til þess að njóta. Hélt þessu leyndu lengi en er mjög sátt með þessa ákvörðun mína. Auðvitað endaði þetta handrit fullkomlega. Með Íslandsmeistaratitli eins og ég hafði séð fyrir mér. Það gerir þetta enn þá betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni þar sem farið er nánar í saumana á ákvörðun hennar, tímann hjá Breiðabliki, úrslitaleikinn gegn Val sem og framhaldið hjá henni og ástina á Breiðabliki má sjá hér fyrir ofan. Þá má nálgast viðtalið í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan.
Besta deild kvenna Breiðablik Kópavogur Besta sætið Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira