Frá þessu greina yfirvöld í Ísrael, Bandaríkjunum og Írak.
Jasídar eru trúarlegur minnihlutahópur í Írak og Sýrlandi sem hefur sætt ofsóknum og árið 2014 létu hryðjuverkasamtökin til skarar skríða gegn samfélagi þeirra í Sinjar í norðurhluta Írak, myrtu þúsundir mann og hnepptu konur og börn í þrældóm.
Maðurinn sem er talinn hafa haldið konunni, Fawzia Amin Sido sem nú er 21 árs, er talinn hafa látist í loftárásum Ísraelshers en samkvæmt BBC er talið að Sido hafi þá flúið. Henni var síðar bjargað og hún flutt aftur til Írak í gegnum Ísrael og Jórdaníu.
Björgunartilraunir eru sagðar hafa staðið yfir í um fjóra mánuði áður en hægt var að ná Sido út af Gaza.
Kanadíski athafnamaðurinn Steve Maman birti myndskeið af Sido koma heim til fjölskyldu sinnar á X.
I made a promise to Fawzia the yazidi who was hostage of Hamas in Gaza that I would bring her back home to her mother in Sinjar. To her it seemed surreal and impossible but not to me, my only enemy was time. Our team reunited her moments ago with her mother and family in Sinjar pic.twitter.com/KuN9JPuGOb
— Steve maman (@stevemaman) October 2, 2024