Þjóðaróperan á Alþingi í nær 70 ár Finnur Bjarnason og Þórunn Sigurðardóttir skrifa 3. október 2024 11:31 Nú þegar frumvarp liggur fyrir um stofnun Þjóðaróperu er mikilvægt að rifja upp áratuga langa sögu umræðu á Alþingi um óperustarfsemi á Íslandi. Hún hefur gjarnan tengst Þjóðleikhúsinu og síðar Íslensku óperunni, en fjöldi þingmanna úr öllum flokkum hefur lagt sitt til málanna. Ástæður umræðunnar Hvers vegna er stöðugt verið að brydda aftur upp á stöðu óperulistar þó að hér hafi verið sýndar óperur síðan fyrir miðja síðustu öld? Svarið er að þrátt fyrir nærri aldarlanga sögu óperuflutnings á Íslandi hefur enn ekki tekist að skapa traustan grundvöll fyrir samfellda óperustarfsemi sambærilegan við aðrar listgreinar. Með stofnun Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1950 hófst mikil uppbygging með atvinnumennsku fyrir bæði leikara og hljóðfæraleikara. Dansarar bættust í hópinn þegar Íslenski dansflokkurinn varð sjálfstæð stofnun 1992, en söngvarar bíða enn eftir lögbundinni stofnun helgaðri óperulist. Mörgum hefur þótt þetta skjóta skökku við og bent á að hér sé ónýtt tækifæri til að auðga listalíf landsmanna. Saga málsins Strax árið 1956 lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Ragnhildur Helgadóttir, Magnús Jónsson, Sigurður Bjarnason, Gunnar Thoroddsen og Friðjón Þórðarson fram þingsályktunartillögu þess efnis að besta leiðin til að styrkja óperulistina á Íslandi væri að ráða til Þjóðleikhússins „fimm til tíu manna íslenzkan óperuflokk, fullfæran um að standa að flutningi þriggja til fjögurra söngleika á ári“, en tillagan bar ekki árangur. Rúmum 20 árum síðar var Ragnari Arnalds, þingmanni Alþýðubandalagsins, einnig umhugað um stöðu söngvara og sagði „ekki hægt að benda á neinn sambærilegan hóp listflytjenda sem í reynd er jafnafskiptur í menntalífi okkar“. Réttu ári síðar stofnuðu söngvarar Íslensku óperuna, en með styrk frá ríkinu bar hún óperustarfsemi uppi í marga áratugi með miklum sóma, án þess þó að fá lögbundið hlutverk eða fast fjármagn. Árið 1987 vakti Geir Haarde, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á ófullnægjandi umgjörð um óperustarf á Íslandi. Geir bendir á mikinn fjölda framúrskarandi söngvara er hafi borið hróður landsins víða en „búa nú einir sviðslistamanna við algert öryggisleysi um atvinnumál sín, enda vinna þeir flestir fulla vinnu á öðrum vettvangi en stunda sönglistina í aukavinnu.“ Geir innti menntamálaráðherra úr eigin flokki, Birgi Ísleif Gunnarsson, eftir störfum nefndar er skipuð hafði verið til að skoða þessi mál. Birgir svaraði að umrædd nefnd teldi það eitt stærsta vandamál íslensks óperulífs „að enginn óperusöngvari starfandi hérlendis nái að sinna sönglistinni óskiptur.“ Tillaga nefndarinnar var að „leitað verði eftir stöðugildum tólf söngvara“, en aldrei rættist úr því. Í umræðum um óperustarfsemi árið 2004 ræddi Þorgerður Katrín, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi menntamálaráðherra, um stöðu óperunnar: „Með því uppleggi sem nú liggur fyrir[…]tel ég einmitt að óperunni sé nokkuð haganlega fyrir komið innan tónlistarhússins.“Taldi hún að framtíð íslensku óperunnar þyrfti að skoða í samhengi við uppbyggingu tónlistarhússins: “Viljum við hafa óperu? Viljum við hafa íslenska óperu hér? Er hugsanlegt að óperuflutningur eða Íslenska óperan eigi frekar heima innan dyra Þjóðleikhússins eða hvað veit ég?“. Þessum spurningum var aldrei fyllilega svarað. Þingmaður Framsóknarflokksins og menningarráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, tók loks af skarið og lagði til við Alþingi að kanna bæri stofnun Þjóðaróperu, sem var lögfest 2019. Lilja gerði það einnig að hluta nýs stjórnarsáttmála 2021 að áfram yrði unnið að þarfagreiningu vegna óperustarfsemi í landinu, með það að markmiði að setja á laggirnar Þjóðaróperu. Við tók áralöng undirbúningsvinna og nú liggur frumvarp fyrir Alþingi. Takmarkið í augsýn Viðleitnin við að búa til sterkan og varanlegan grundvöll fyrir óperulist á Íslandi hefur nú varað í nærri sjö áratugi. Það má vera ljóst að þverpólitísk samstaða ríkir um málið og hafa tugir þingmanna úr öllum flokkum lagt sitt til málanna. Nýtt frumvarp um Þjóðaróperu leggur til að listgreinin starfi undir regnhlíf Þjóðleikhússins en verði með aðsetur í Hörpu, hafi listrænt sjálfstæði og ráðherraskipaðan óperustjóra. Það leggur til öfluga og metnaðarfulla stofnun með samfellda starfsemi er getur fært íslensku menningarlífi aukinn kraft og fagmennsku og loksins veitt óperulistinni fastan sess á Íslandi. Höfundar eru Finnur Bjarnason, óperusöngvari og verkefnastjóri, og Þórunn Sigurðardóttir, leikstjóri og formaður nefndar til undirbúnings Þjóðaróperu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Menning Alþingi Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar frumvarp liggur fyrir um stofnun Þjóðaróperu er mikilvægt að rifja upp áratuga langa sögu umræðu á Alþingi um óperustarfsemi á Íslandi. Hún hefur gjarnan tengst Þjóðleikhúsinu og síðar Íslensku óperunni, en fjöldi þingmanna úr öllum flokkum hefur lagt sitt til málanna. Ástæður umræðunnar Hvers vegna er stöðugt verið að brydda aftur upp á stöðu óperulistar þó að hér hafi verið sýndar óperur síðan fyrir miðja síðustu öld? Svarið er að þrátt fyrir nærri aldarlanga sögu óperuflutnings á Íslandi hefur enn ekki tekist að skapa traustan grundvöll fyrir samfellda óperustarfsemi sambærilegan við aðrar listgreinar. Með stofnun Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1950 hófst mikil uppbygging með atvinnumennsku fyrir bæði leikara og hljóðfæraleikara. Dansarar bættust í hópinn þegar Íslenski dansflokkurinn varð sjálfstæð stofnun 1992, en söngvarar bíða enn eftir lögbundinni stofnun helgaðri óperulist. Mörgum hefur þótt þetta skjóta skökku við og bent á að hér sé ónýtt tækifæri til að auðga listalíf landsmanna. Saga málsins Strax árið 1956 lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Ragnhildur Helgadóttir, Magnús Jónsson, Sigurður Bjarnason, Gunnar Thoroddsen og Friðjón Þórðarson fram þingsályktunartillögu þess efnis að besta leiðin til að styrkja óperulistina á Íslandi væri að ráða til Þjóðleikhússins „fimm til tíu manna íslenzkan óperuflokk, fullfæran um að standa að flutningi þriggja til fjögurra söngleika á ári“, en tillagan bar ekki árangur. Rúmum 20 árum síðar var Ragnari Arnalds, þingmanni Alþýðubandalagsins, einnig umhugað um stöðu söngvara og sagði „ekki hægt að benda á neinn sambærilegan hóp listflytjenda sem í reynd er jafnafskiptur í menntalífi okkar“. Réttu ári síðar stofnuðu söngvarar Íslensku óperuna, en með styrk frá ríkinu bar hún óperustarfsemi uppi í marga áratugi með miklum sóma, án þess þó að fá lögbundið hlutverk eða fast fjármagn. Árið 1987 vakti Geir Haarde, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á ófullnægjandi umgjörð um óperustarf á Íslandi. Geir bendir á mikinn fjölda framúrskarandi söngvara er hafi borið hróður landsins víða en „búa nú einir sviðslistamanna við algert öryggisleysi um atvinnumál sín, enda vinna þeir flestir fulla vinnu á öðrum vettvangi en stunda sönglistina í aukavinnu.“ Geir innti menntamálaráðherra úr eigin flokki, Birgi Ísleif Gunnarsson, eftir störfum nefndar er skipuð hafði verið til að skoða þessi mál. Birgir svaraði að umrædd nefnd teldi það eitt stærsta vandamál íslensks óperulífs „að enginn óperusöngvari starfandi hérlendis nái að sinna sönglistinni óskiptur.“ Tillaga nefndarinnar var að „leitað verði eftir stöðugildum tólf söngvara“, en aldrei rættist úr því. Í umræðum um óperustarfsemi árið 2004 ræddi Þorgerður Katrín, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi menntamálaráðherra, um stöðu óperunnar: „Með því uppleggi sem nú liggur fyrir[…]tel ég einmitt að óperunni sé nokkuð haganlega fyrir komið innan tónlistarhússins.“Taldi hún að framtíð íslensku óperunnar þyrfti að skoða í samhengi við uppbyggingu tónlistarhússins: “Viljum við hafa óperu? Viljum við hafa íslenska óperu hér? Er hugsanlegt að óperuflutningur eða Íslenska óperan eigi frekar heima innan dyra Þjóðleikhússins eða hvað veit ég?“. Þessum spurningum var aldrei fyllilega svarað. Þingmaður Framsóknarflokksins og menningarráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, tók loks af skarið og lagði til við Alþingi að kanna bæri stofnun Þjóðaróperu, sem var lögfest 2019. Lilja gerði það einnig að hluta nýs stjórnarsáttmála 2021 að áfram yrði unnið að þarfagreiningu vegna óperustarfsemi í landinu, með það að markmiði að setja á laggirnar Þjóðaróperu. Við tók áralöng undirbúningsvinna og nú liggur frumvarp fyrir Alþingi. Takmarkið í augsýn Viðleitnin við að búa til sterkan og varanlegan grundvöll fyrir óperulist á Íslandi hefur nú varað í nærri sjö áratugi. Það má vera ljóst að þverpólitísk samstaða ríkir um málið og hafa tugir þingmanna úr öllum flokkum lagt sitt til málanna. Nýtt frumvarp um Þjóðaróperu leggur til að listgreinin starfi undir regnhlíf Þjóðleikhússins en verði með aðsetur í Hörpu, hafi listrænt sjálfstæði og ráðherraskipaðan óperustjóra. Það leggur til öfluga og metnaðarfulla stofnun með samfellda starfsemi er getur fært íslensku menningarlífi aukinn kraft og fagmennsku og loksins veitt óperulistinni fastan sess á Íslandi. Höfundar eru Finnur Bjarnason, óperusöngvari og verkefnastjóri, og Þórunn Sigurðardóttir, leikstjóri og formaður nefndar til undirbúnings Þjóðaróperu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun