Hlustum til að skilja Ingrid Kuhlman skrifar 30. september 2024 07:30 Virk hlustun snýst ekki aðeins um að heyra orðin sem sögð eru heldur einnig um að greina og skilja þær tilfinningar, hugmyndir og undirliggjandi merkingu sem býr að baki orðanna. Virk hlustun krefst óskiptinnar athygli þar sem við setjum eigin skoðanir og fyrirfram gefnar hugmyndir til hliðar til að skapa rými fyrir sjónarhorn viðmælandans. Virk hlustun felur í sér að fylgjast með líkamstjáningu og raddblæ og sýna að við erum raunverulega að fylgjast með, svo sem með því að endurtaka lykilatriði með eigin orðum til að staðfesta skilning og spyrja spurninga til að dýpka skilning okkar á málefninu. Æfum oft næstu setningu í huganum Að hlusta til að skilja, fremur en að hlusta með það að markmiði að svara, er grundvallaratriði í góðum samskiptum. Því miður höfum við oft tilneigingu til að móta svar eða æfa næstu setningu í huganum á meðan viðmælandi okkar hefur orðið. Þetta gerist sérstaklega þegar við eigum í ágreiningi eða erum ekki sammála viðmælandanum. Slík ómeðvituð viðbrögð geta truflað og hindrað raunverulega tengingu milli fólks og leitt til misskilnings. Þegar við erum ekki fullkomlega til staðar í samtali missum við af tækifærinu til að skilja hinn aðilann til fulls. Við eigum í hættu á að missa af mikilvægum upplýsingum, smáatriðum og blæbrigðum sem geta verið lykillinn að dýpri skilningi og samkennd. Auk þess getur viðmælandinn upplifað að við höfum ekki áhuga á að hlusta á hann eða að hans sjónarhorn skipti ekki máli. Það getur leitt til vanlíðanar, reiði eða jafnvel uppgjafar á að miðla skoðunum sínum. Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll. Hlustum með það að markmiði að skilja Þegar við á hinn bóginn hlustum með það að markmiði að skilja, opnum við huga okkar fyrir nýjum sjónarhornum. Með því að hlusta til að skilja sýnum við ósvikinn áhuga og vilja til að skilja sjónarhorn, tilfinningar og þarfir viðmælandans. Þetta getur hjálpað okkur við að sjá umræðuefnið í nýju ljósi og fært okkur hugmyndir og innblástur. Þegar við hlustum með opnum huga getum við lært og öðlast innsýn sem við hefðum annars misst af. Þannig verður samtalið ekki keppni í rökræðum heldur tækifæri til að öðlast skilning og finna jafnvel sameiginlegan grundvöll. Að sýna einlægan áhuga er forsenda fyrir raunverulegri samkennd og djúpum mannlegum tengslum. Það sýnir að við virðum viðmælandann og sjónarmið hans. Að hlusta til að skilja getur einnig opnað augu okkar fyrir eigin gildum, viðhorfum og fordómum og hjálpað okkur að vaxa sem einstaklingum. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Virk hlustun snýst ekki aðeins um að heyra orðin sem sögð eru heldur einnig um að greina og skilja þær tilfinningar, hugmyndir og undirliggjandi merkingu sem býr að baki orðanna. Virk hlustun krefst óskiptinnar athygli þar sem við setjum eigin skoðanir og fyrirfram gefnar hugmyndir til hliðar til að skapa rými fyrir sjónarhorn viðmælandans. Virk hlustun felur í sér að fylgjast með líkamstjáningu og raddblæ og sýna að við erum raunverulega að fylgjast með, svo sem með því að endurtaka lykilatriði með eigin orðum til að staðfesta skilning og spyrja spurninga til að dýpka skilning okkar á málefninu. Æfum oft næstu setningu í huganum Að hlusta til að skilja, fremur en að hlusta með það að markmiði að svara, er grundvallaratriði í góðum samskiptum. Því miður höfum við oft tilneigingu til að móta svar eða æfa næstu setningu í huganum á meðan viðmælandi okkar hefur orðið. Þetta gerist sérstaklega þegar við eigum í ágreiningi eða erum ekki sammála viðmælandanum. Slík ómeðvituð viðbrögð geta truflað og hindrað raunverulega tengingu milli fólks og leitt til misskilnings. Þegar við erum ekki fullkomlega til staðar í samtali missum við af tækifærinu til að skilja hinn aðilann til fulls. Við eigum í hættu á að missa af mikilvægum upplýsingum, smáatriðum og blæbrigðum sem geta verið lykillinn að dýpri skilningi og samkennd. Auk þess getur viðmælandinn upplifað að við höfum ekki áhuga á að hlusta á hann eða að hans sjónarhorn skipti ekki máli. Það getur leitt til vanlíðanar, reiði eða jafnvel uppgjafar á að miðla skoðunum sínum. Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll. Hlustum með það að markmiði að skilja Þegar við á hinn bóginn hlustum með það að markmiði að skilja, opnum við huga okkar fyrir nýjum sjónarhornum. Með því að hlusta til að skilja sýnum við ósvikinn áhuga og vilja til að skilja sjónarhorn, tilfinningar og þarfir viðmælandans. Þetta getur hjálpað okkur við að sjá umræðuefnið í nýju ljósi og fært okkur hugmyndir og innblástur. Þegar við hlustum með opnum huga getum við lært og öðlast innsýn sem við hefðum annars misst af. Þannig verður samtalið ekki keppni í rökræðum heldur tækifæri til að öðlast skilning og finna jafnvel sameiginlegan grundvöll. Að sýna einlægan áhuga er forsenda fyrir raunverulegri samkennd og djúpum mannlegum tengslum. Það sýnir að við virðum viðmælandann og sjónarmið hans. Að hlusta til að skilja getur einnig opnað augu okkar fyrir eigin gildum, viðhorfum og fordómum og hjálpað okkur að vaxa sem einstaklingum. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar