Hlustum til að skilja Ingrid Kuhlman skrifar 30. september 2024 07:30 Virk hlustun snýst ekki aðeins um að heyra orðin sem sögð eru heldur einnig um að greina og skilja þær tilfinningar, hugmyndir og undirliggjandi merkingu sem býr að baki orðanna. Virk hlustun krefst óskiptinnar athygli þar sem við setjum eigin skoðanir og fyrirfram gefnar hugmyndir til hliðar til að skapa rými fyrir sjónarhorn viðmælandans. Virk hlustun felur í sér að fylgjast með líkamstjáningu og raddblæ og sýna að við erum raunverulega að fylgjast með, svo sem með því að endurtaka lykilatriði með eigin orðum til að staðfesta skilning og spyrja spurninga til að dýpka skilning okkar á málefninu. Æfum oft næstu setningu í huganum Að hlusta til að skilja, fremur en að hlusta með það að markmiði að svara, er grundvallaratriði í góðum samskiptum. Því miður höfum við oft tilneigingu til að móta svar eða æfa næstu setningu í huganum á meðan viðmælandi okkar hefur orðið. Þetta gerist sérstaklega þegar við eigum í ágreiningi eða erum ekki sammála viðmælandanum. Slík ómeðvituð viðbrögð geta truflað og hindrað raunverulega tengingu milli fólks og leitt til misskilnings. Þegar við erum ekki fullkomlega til staðar í samtali missum við af tækifærinu til að skilja hinn aðilann til fulls. Við eigum í hættu á að missa af mikilvægum upplýsingum, smáatriðum og blæbrigðum sem geta verið lykillinn að dýpri skilningi og samkennd. Auk þess getur viðmælandinn upplifað að við höfum ekki áhuga á að hlusta á hann eða að hans sjónarhorn skipti ekki máli. Það getur leitt til vanlíðanar, reiði eða jafnvel uppgjafar á að miðla skoðunum sínum. Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll. Hlustum með það að markmiði að skilja Þegar við á hinn bóginn hlustum með það að markmiði að skilja, opnum við huga okkar fyrir nýjum sjónarhornum. Með því að hlusta til að skilja sýnum við ósvikinn áhuga og vilja til að skilja sjónarhorn, tilfinningar og þarfir viðmælandans. Þetta getur hjálpað okkur við að sjá umræðuefnið í nýju ljósi og fært okkur hugmyndir og innblástur. Þegar við hlustum með opnum huga getum við lært og öðlast innsýn sem við hefðum annars misst af. Þannig verður samtalið ekki keppni í rökræðum heldur tækifæri til að öðlast skilning og finna jafnvel sameiginlegan grundvöll. Að sýna einlægan áhuga er forsenda fyrir raunverulegri samkennd og djúpum mannlegum tengslum. Það sýnir að við virðum viðmælandann og sjónarmið hans. Að hlusta til að skilja getur einnig opnað augu okkar fyrir eigin gildum, viðhorfum og fordómum og hjálpað okkur að vaxa sem einstaklingum. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Virk hlustun snýst ekki aðeins um að heyra orðin sem sögð eru heldur einnig um að greina og skilja þær tilfinningar, hugmyndir og undirliggjandi merkingu sem býr að baki orðanna. Virk hlustun krefst óskiptinnar athygli þar sem við setjum eigin skoðanir og fyrirfram gefnar hugmyndir til hliðar til að skapa rými fyrir sjónarhorn viðmælandans. Virk hlustun felur í sér að fylgjast með líkamstjáningu og raddblæ og sýna að við erum raunverulega að fylgjast með, svo sem með því að endurtaka lykilatriði með eigin orðum til að staðfesta skilning og spyrja spurninga til að dýpka skilning okkar á málefninu. Æfum oft næstu setningu í huganum Að hlusta til að skilja, fremur en að hlusta með það að markmiði að svara, er grundvallaratriði í góðum samskiptum. Því miður höfum við oft tilneigingu til að móta svar eða æfa næstu setningu í huganum á meðan viðmælandi okkar hefur orðið. Þetta gerist sérstaklega þegar við eigum í ágreiningi eða erum ekki sammála viðmælandanum. Slík ómeðvituð viðbrögð geta truflað og hindrað raunverulega tengingu milli fólks og leitt til misskilnings. Þegar við erum ekki fullkomlega til staðar í samtali missum við af tækifærinu til að skilja hinn aðilann til fulls. Við eigum í hættu á að missa af mikilvægum upplýsingum, smáatriðum og blæbrigðum sem geta verið lykillinn að dýpri skilningi og samkennd. Auk þess getur viðmælandinn upplifað að við höfum ekki áhuga á að hlusta á hann eða að hans sjónarhorn skipti ekki máli. Það getur leitt til vanlíðanar, reiði eða jafnvel uppgjafar á að miðla skoðunum sínum. Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll. Hlustum með það að markmiði að skilja Þegar við á hinn bóginn hlustum með það að markmiði að skilja, opnum við huga okkar fyrir nýjum sjónarhornum. Með því að hlusta til að skilja sýnum við ósvikinn áhuga og vilja til að skilja sjónarhorn, tilfinningar og þarfir viðmælandans. Þetta getur hjálpað okkur við að sjá umræðuefnið í nýju ljósi og fært okkur hugmyndir og innblástur. Þegar við hlustum með opnum huga getum við lært og öðlast innsýn sem við hefðum annars misst af. Þannig verður samtalið ekki keppni í rökræðum heldur tækifæri til að öðlast skilning og finna jafnvel sameiginlegan grundvöll. Að sýna einlægan áhuga er forsenda fyrir raunverulegri samkennd og djúpum mannlegum tengslum. Það sýnir að við virðum viðmælandann og sjónarmið hans. Að hlusta til að skilja getur einnig opnað augu okkar fyrir eigin gildum, viðhorfum og fordómum og hjálpað okkur að vaxa sem einstaklingum. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Dæmi um hlustun til að svara Viðmælandi 1: Ég held að stefna X sé besta leiðin til að takast á við húsnæðisvandann.Viðmælandi 2: Nei, ég er algjörlega ósammála. Stefna Y hefur sýnt fram á miklu betri árangur í öðrum löndum. Í þessu dæmi bíður Viðmælandi 2 ekki eftir að heyra rök Viðmælanda 1 fyrir afstöðu hans til stefnu X. Í stað þess að reyna að skilja hvers vegna Viðmælandi 1 styður stefnu X er Viðmælandi 2 strax farinn að undirbúa mótrök til að styðja eigin skoðun. Þetta sýnir að Viðmælandi 2 einblínir meira á að hafa rétt fyrir sér en að skilja sjónarmið Viðmælanda 1. Slíkt samtal leiðir oft til þess að hvorugur aðilinn upplifir skilning eða að hlustað sé á hann, sem getur valdið sundrung og misskilningi í stað þess að efla gagnkvæman skilning og finna sameiginlegan grundvöll.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun