Við erum öll á raforkumarkaði Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 30. september 2024 10:00 Við höfum lengi búið við árangursríkt viðskiptafyrirkomulag á raforkumarkaði. Við höfum náð að reka 100% endurnýjanlegt kerfi með hámarksnýtingu, orkuöryggi almennings hefur verið tryggt og raforkuverð verið samkeppnishæft. Það er þó mikill ávinningur í að þróa viðskipti með raforku áfram. Slík þróun styður við möguleika kaupenda og seljenda til að eiga í viðskiptum og styrkir þar með samkeppni. Þróunin getur einnig leitt til enn betri nýtingar auðlindanna okkar. Verðmyndun verður skýrari og um leið fáum við aðgengi að upplýsingum um framboð og eftirspurn eftir raforku og hvert markaðsverð hennar er. Við verðum að gæta þess vel að þróun raforkuviðskipta leiði ekki til þess að raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja verði ógnað. Raforkumarkaðir geta vissulega stutt við raforkuöryggi upp að vissu marki, en þeir tryggja það ekki. Við verðum að varast að glutra niður mörgum góðum ákvörðunum fyrri tíma sem byggja á eiginleikum íslenska kerfisins þar sem við höfum nýtt orkuauðlindirnar vatnsafl og jarðvarma. Mikilvægi fyrirsjáanleika Í kerfinu okkar er fyrirsjáanleikinn mikilvægur. Hann er grundvöllur þess að við höfum náð að reka kerfið okkar með einstaklega hagkvæmum hætti og góðri nýtingu. Fyrirsjáanleikinn eykur einnig afhendingaröryggi og skapar stöðugra verð en þekkist á öðrum mörkuðum. Raforkufyrirtækin á Íslandi eru á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í sölu til stórnotenda og þar þurfum við í sífellu að huga að samkeppnisstöðu okkar. Í rekstri stórnotenda er fyrirsjáanleiki mikilvægur, alveg eins og hjá orkufyrirtækjunum. Og það er einmitt þarna sem orkufyrirtækin og stórnotendur hafa náð saman og því hefur fylgt mikil verðmætasköpun. Fyrir hvern er raforkumarkaður? Á markaði fyrir raforku eru nokkrir undirmarkaðir, t.d. smásölumarkaður, heildsölumarkaður og stórnotendamarkaður. Þeir eiga ýmislegt sameiginlegt en vissir eiginleikar og þarfir greina þá að. En raforkan er fyrir okkur öll og skiptir land og þjóð gríðarmiklu máli. Við erum öll þátttakendur á raforkumarkaði, t.d. þegar við kaupum raforku til heimilisins. Raforkumarkaðurinn, með alla sína undirmarkaði, leiðir til hagkvæmrar nýtingar auðlinda og aðfanga, myndar verð fyrir þessa vöru og þjónustu, stuðlar að samkeppni og hvetur til nýsköpunar. Þessir markaðir geta verið til hagsbóta fyrir okkur öll ef við höldum áfram að stíga réttu skrefin. Tryggjum orkuöryggi heimilanna Hvernig sem markaðir skipast þurfum við að gæta þess að tryggja raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja. Við eigum að leyfa markaðskröftunum að virka eins og mögulegt er og lágmarka inngripin. En raforka er nauðsynjavara fyrir heimili og ekki má vera rof í afhendingu til þeirra vegna þess að orkan er ekki einhverra hluta vegna til. Við eigum að tryggja að ekki komi til þess. Heimilin verða alltaf að hafa öruggt aðgengi að raforku. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum lengi búið við árangursríkt viðskiptafyrirkomulag á raforkumarkaði. Við höfum náð að reka 100% endurnýjanlegt kerfi með hámarksnýtingu, orkuöryggi almennings hefur verið tryggt og raforkuverð verið samkeppnishæft. Það er þó mikill ávinningur í að þróa viðskipti með raforku áfram. Slík þróun styður við möguleika kaupenda og seljenda til að eiga í viðskiptum og styrkir þar með samkeppni. Þróunin getur einnig leitt til enn betri nýtingar auðlindanna okkar. Verðmyndun verður skýrari og um leið fáum við aðgengi að upplýsingum um framboð og eftirspurn eftir raforku og hvert markaðsverð hennar er. Við verðum að gæta þess vel að þróun raforkuviðskipta leiði ekki til þess að raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja verði ógnað. Raforkumarkaðir geta vissulega stutt við raforkuöryggi upp að vissu marki, en þeir tryggja það ekki. Við verðum að varast að glutra niður mörgum góðum ákvörðunum fyrri tíma sem byggja á eiginleikum íslenska kerfisins þar sem við höfum nýtt orkuauðlindirnar vatnsafl og jarðvarma. Mikilvægi fyrirsjáanleika Í kerfinu okkar er fyrirsjáanleikinn mikilvægur. Hann er grundvöllur þess að við höfum náð að reka kerfið okkar með einstaklega hagkvæmum hætti og góðri nýtingu. Fyrirsjáanleikinn eykur einnig afhendingaröryggi og skapar stöðugra verð en þekkist á öðrum mörkuðum. Raforkufyrirtækin á Íslandi eru á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í sölu til stórnotenda og þar þurfum við í sífellu að huga að samkeppnisstöðu okkar. Í rekstri stórnotenda er fyrirsjáanleiki mikilvægur, alveg eins og hjá orkufyrirtækjunum. Og það er einmitt þarna sem orkufyrirtækin og stórnotendur hafa náð saman og því hefur fylgt mikil verðmætasköpun. Fyrir hvern er raforkumarkaður? Á markaði fyrir raforku eru nokkrir undirmarkaðir, t.d. smásölumarkaður, heildsölumarkaður og stórnotendamarkaður. Þeir eiga ýmislegt sameiginlegt en vissir eiginleikar og þarfir greina þá að. En raforkan er fyrir okkur öll og skiptir land og þjóð gríðarmiklu máli. Við erum öll þátttakendur á raforkumarkaði, t.d. þegar við kaupum raforku til heimilisins. Raforkumarkaðurinn, með alla sína undirmarkaði, leiðir til hagkvæmrar nýtingar auðlinda og aðfanga, myndar verð fyrir þessa vöru og þjónustu, stuðlar að samkeppni og hvetur til nýsköpunar. Þessir markaðir geta verið til hagsbóta fyrir okkur öll ef við höldum áfram að stíga réttu skrefin. Tryggjum orkuöryggi heimilanna Hvernig sem markaðir skipast þurfum við að gæta þess að tryggja raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja. Við eigum að leyfa markaðskröftunum að virka eins og mögulegt er og lágmarka inngripin. En raforka er nauðsynjavara fyrir heimili og ekki má vera rof í afhendingu til þeirra vegna þess að orkan er ekki einhverra hluta vegna til. Við eigum að tryggja að ekki komi til þess. Heimilin verða alltaf að hafa öruggt aðgengi að raforku. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun