Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. september 2024 14:18 Fellibylurinn reif með sér tré sem hrundu um allan bæinn. Vísir Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Flórída á fimmtudaginn og var þá einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaveðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum, en bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Veðrið náði svo til Kentucky og Tennesse, en úrhellisrigning sem fylgdi því olli hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Minnst 63 eru látnir og margar milljónir manna eru án rafmagns í fjórum ríkjum í Suð-Austurhluta Bandaríkjanna, eftir fellibylinn. Talið er að fjárhagslegt tjón hlaupi á milljörðum dollara. Tré hrundu ofan á hús og splundruðu rafmagnslínum Hera Björk Brynjarsdóttir býr í Valdosta í Georgíu, og starfar á spítalanum þar sem lífeindafræðingur. Hún segir að ástandið í bænum sé súrrealískt, og að það hafi verið brjálað að gera á spítalanum undanfarna daga. Trén splundruðu húsum og rafmagnslínum.Vísir Hún var á næturvakt þegar fellibylurinn reið yfir bæinn. „Ég kem í vinnuna hérna klukkan 7 að kvöldi fimmtudags, og svo þegar maður fer úr vinnunni morguninn eftir, er eins og eitthvað, ég veit ekki einu sinni hvað kom fyrir bæinn,“ segir Hera. Tré hafi dottið út um allt, ofan á hús, rafmagnslínur hafi verið á víð og dreif, ónýtar og klipptar í tvennt af trjám sem höfðu fallið á þær. Hún segir að rafmagnið hafi farið af spítalanum, en hann hafi verið knúinn áfram með varaaflstöð. Varaaflstöðvarnar hafi verið tvær, og önnur þeirra eyðilagst í ofsaveðrinu. Rafmagnslaust er í bænum.Vísir Ekkert rafmagn fyrr en næstu helgi Hera segir að rafmagnið hafi farið af nánast öllum bænum. Heima hjá henni er rafmagnslaust og ekkert heitt vatn, bara kalt. „Ég held það hafi verið sagt að 99 prósent af öllum bænum hafi verið rafmagnslaus, og að spítalinn hafi verið eina byggingin með rafmagn,“ segir hún. Hún segir að aldrei hafi verið jafnmikið að gera á spítalanum og um helgina. Vísir Við erum með fólk sem er lagt inn, en svo voru allir að koma inn núna sem höfðu slasast á bráðavaktina. Ég held ég hafi aldrei séð jafnmarga á bráðavaktinni og hefur verið síðustu tvo daga,“ segir hún. Hera verður í bænum næstu daga vegna vinnu, en hún kveðst hlakka til að fara í frí. Hún ætlar þá að fara til frænku sinnar í Tampa, og hlakkar til að komast vonandi í heita sturtu og rafmagn. Talið er að rafmagnið verði ekki komið í lag fyrr en næsta laugardag. „Það er mjög löng bið, þau voru alveg búin að vara okkur við, þetta gætu orðið nokkrar vikur. Það var svo stórt svæði í Bandaríkjunum sem varð fyrir rafmagnsleysi, og allir sem geta hjálpað til við að laga þetta eru dreifðir yfir svo stórt svæði,“ segir hún. Bærinn hafi ekki verið undirbúinn Hera segir að upprunalega hafi fellibylurinn ekki átt að fara í gegnum Valdosta, en stefna hans hafi breyst síðasta klukkutímann áður en hann skall á land. Þess vegna hafi flestir íbúar Valdosta ekki verið undirbúnir undir fellibylinn. Til að mynda hafi allur matur orðið ónýtur í ísskápnum á föstudaginn. Hún segir að aðstæður séu mjög erfiðar fyrir margt fólk í bænum, og að hún sé einstaklega heppin að hennar íbúð sé ósködduð að frátöldu rafmagns- og heitavatnsleysi. Vísir Vísir Vísir Bandaríkin Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Flórída á fimmtudaginn og var þá einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaveðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum, en bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Veðrið náði svo til Kentucky og Tennesse, en úrhellisrigning sem fylgdi því olli hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Minnst 63 eru látnir og margar milljónir manna eru án rafmagns í fjórum ríkjum í Suð-Austurhluta Bandaríkjanna, eftir fellibylinn. Talið er að fjárhagslegt tjón hlaupi á milljörðum dollara. Tré hrundu ofan á hús og splundruðu rafmagnslínum Hera Björk Brynjarsdóttir býr í Valdosta í Georgíu, og starfar á spítalanum þar sem lífeindafræðingur. Hún segir að ástandið í bænum sé súrrealískt, og að það hafi verið brjálað að gera á spítalanum undanfarna daga. Trén splundruðu húsum og rafmagnslínum.Vísir Hún var á næturvakt þegar fellibylurinn reið yfir bæinn. „Ég kem í vinnuna hérna klukkan 7 að kvöldi fimmtudags, og svo þegar maður fer úr vinnunni morguninn eftir, er eins og eitthvað, ég veit ekki einu sinni hvað kom fyrir bæinn,“ segir Hera. Tré hafi dottið út um allt, ofan á hús, rafmagnslínur hafi verið á víð og dreif, ónýtar og klipptar í tvennt af trjám sem höfðu fallið á þær. Hún segir að rafmagnið hafi farið af spítalanum, en hann hafi verið knúinn áfram með varaaflstöð. Varaaflstöðvarnar hafi verið tvær, og önnur þeirra eyðilagst í ofsaveðrinu. Rafmagnslaust er í bænum.Vísir Ekkert rafmagn fyrr en næstu helgi Hera segir að rafmagnið hafi farið af nánast öllum bænum. Heima hjá henni er rafmagnslaust og ekkert heitt vatn, bara kalt. „Ég held það hafi verið sagt að 99 prósent af öllum bænum hafi verið rafmagnslaus, og að spítalinn hafi verið eina byggingin með rafmagn,“ segir hún. Hún segir að aldrei hafi verið jafnmikið að gera á spítalanum og um helgina. Vísir Við erum með fólk sem er lagt inn, en svo voru allir að koma inn núna sem höfðu slasast á bráðavaktina. Ég held ég hafi aldrei séð jafnmarga á bráðavaktinni og hefur verið síðustu tvo daga,“ segir hún. Hera verður í bænum næstu daga vegna vinnu, en hún kveðst hlakka til að fara í frí. Hún ætlar þá að fara til frænku sinnar í Tampa, og hlakkar til að komast vonandi í heita sturtu og rafmagn. Talið er að rafmagnið verði ekki komið í lag fyrr en næsta laugardag. „Það er mjög löng bið, þau voru alveg búin að vara okkur við, þetta gætu orðið nokkrar vikur. Það var svo stórt svæði í Bandaríkjunum sem varð fyrir rafmagnsleysi, og allir sem geta hjálpað til við að laga þetta eru dreifðir yfir svo stórt svæði,“ segir hún. Bærinn hafi ekki verið undirbúinn Hera segir að upprunalega hafi fellibylurinn ekki átt að fara í gegnum Valdosta, en stefna hans hafi breyst síðasta klukkutímann áður en hann skall á land. Þess vegna hafi flestir íbúar Valdosta ekki verið undirbúnir undir fellibylinn. Til að mynda hafi allur matur orðið ónýtur í ísskápnum á föstudaginn. Hún segir að aðstæður séu mjög erfiðar fyrir margt fólk í bænum, og að hún sé einstaklega heppin að hennar íbúð sé ósködduð að frátöldu rafmagns- og heitavatnsleysi. Vísir Vísir Vísir
Bandaríkin Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira