Selenskí fundaði með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 15:51 Vólódímír Selenskí og Donald Trump funduðu í dag. AP/Julia Demaree Nikhinson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. Trump hefur einnig líkt Selenskí við sölumann vegna ferða hans um heiminn og ákall eftir hernaðaraðstoð. Hefur Trump heitið því að binda enda á stríðið í Úkraínu á fyrsta degi í starfi, eða jafnvel fyrr. Hann hefur þó ekki útskýrt hvernig. Árið 2019 bað Trump Selenskí um „greiða“ sem snerist að hefja opinbera rannsókn á Joe Biden og syni hans Hunter Biden en þá var Joe Biden í framboði gegn Trump. Á þeim tíma hélt Trump aftur að hernaðaraðstoð til Úkraínu en fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákærði Trump fyrir embættisbrot vegna símtals hans og Selenskí. Hann var að endingu sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hefur tekið allt aðra afstöðu til Úkraínu. Aukin gagnrýni Útlit var fyrir að ekkert yrði af fundi Trumps og Selenskís. Á undanförnum dögum hefur gagnrýni Trumps í garð Selenskís aukist og hefur það verið rakið til viðtals við Selenskí sem birt var af New Yorker. Þar sagði forsetinn að Trump áttaði sig ekki á eðli átakanna í Úkraínu og Rússlandi og einfaldaði þau um of. Þá sagði hann að JD Vance, varaforsetaefni Trumps, væri of öfgafullur og að hann hefði lagt til að stórum hluta Úkraínu yrði fórnað til Rússa. Eftir það hefur Trump minnst tvisvar sinnum sagt í þessari viku að Úkraína sé í rúst og fólkið þar dáið. Úkraínumenn hefðu átt að semja um að láta land af hendi. Á fundinum með Selenskí ítrekaði Trump að hann ætti í góðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. „Við eigum í mjög góðu sambandi,“ sagði Trump um Selenskí. „Ég á einnig í góðu sambandi, eins og þú veist, við Pútín. Ef við vinnum, held ég að við klárum þetta mjög fljótt.“ Við það greip Selenskí frammí og sagðist vona að samband þeirra tveggja væri betra en samband Trumps og Pútíns. Trump: I have a very good relationship with President PutinZelenskyy: I hope we have more good relations with us Trump: Oh, ha ha I see pic.twitter.com/5vgHy0xT0t— Acyn (@Acyn) September 27, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. 24. september 2024 06:57 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Trump hefur einnig líkt Selenskí við sölumann vegna ferða hans um heiminn og ákall eftir hernaðaraðstoð. Hefur Trump heitið því að binda enda á stríðið í Úkraínu á fyrsta degi í starfi, eða jafnvel fyrr. Hann hefur þó ekki útskýrt hvernig. Árið 2019 bað Trump Selenskí um „greiða“ sem snerist að hefja opinbera rannsókn á Joe Biden og syni hans Hunter Biden en þá var Joe Biden í framboði gegn Trump. Á þeim tíma hélt Trump aftur að hernaðaraðstoð til Úkraínu en fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákærði Trump fyrir embættisbrot vegna símtals hans og Selenskí. Hann var að endingu sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hefur tekið allt aðra afstöðu til Úkraínu. Aukin gagnrýni Útlit var fyrir að ekkert yrði af fundi Trumps og Selenskís. Á undanförnum dögum hefur gagnrýni Trumps í garð Selenskís aukist og hefur það verið rakið til viðtals við Selenskí sem birt var af New Yorker. Þar sagði forsetinn að Trump áttaði sig ekki á eðli átakanna í Úkraínu og Rússlandi og einfaldaði þau um of. Þá sagði hann að JD Vance, varaforsetaefni Trumps, væri of öfgafullur og að hann hefði lagt til að stórum hluta Úkraínu yrði fórnað til Rússa. Eftir það hefur Trump minnst tvisvar sinnum sagt í þessari viku að Úkraína sé í rúst og fólkið þar dáið. Úkraínumenn hefðu átt að semja um að láta land af hendi. Á fundinum með Selenskí ítrekaði Trump að hann ætti í góðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. „Við eigum í mjög góðu sambandi,“ sagði Trump um Selenskí. „Ég á einnig í góðu sambandi, eins og þú veist, við Pútín. Ef við vinnum, held ég að við klárum þetta mjög fljótt.“ Við það greip Selenskí frammí og sagðist vona að samband þeirra tveggja væri betra en samband Trumps og Pútíns. Trump: I have a very good relationship with President PutinZelenskyy: I hope we have more good relations with us Trump: Oh, ha ha I see pic.twitter.com/5vgHy0xT0t— Acyn (@Acyn) September 27, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. 24. september 2024 06:57 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18
Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26
„Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05
„Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. 24. september 2024 06:57