Selenskí fundaði með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 15:51 Vólódímír Selenskí og Donald Trump funduðu í dag. AP/Julia Demaree Nikhinson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. Trump hefur einnig líkt Selenskí við sölumann vegna ferða hans um heiminn og ákall eftir hernaðaraðstoð. Hefur Trump heitið því að binda enda á stríðið í Úkraínu á fyrsta degi í starfi, eða jafnvel fyrr. Hann hefur þó ekki útskýrt hvernig. Árið 2019 bað Trump Selenskí um „greiða“ sem snerist að hefja opinbera rannsókn á Joe Biden og syni hans Hunter Biden en þá var Joe Biden í framboði gegn Trump. Á þeim tíma hélt Trump aftur að hernaðaraðstoð til Úkraínu en fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákærði Trump fyrir embættisbrot vegna símtals hans og Selenskí. Hann var að endingu sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hefur tekið allt aðra afstöðu til Úkraínu. Aukin gagnrýni Útlit var fyrir að ekkert yrði af fundi Trumps og Selenskís. Á undanförnum dögum hefur gagnrýni Trumps í garð Selenskís aukist og hefur það verið rakið til viðtals við Selenskí sem birt var af New Yorker. Þar sagði forsetinn að Trump áttaði sig ekki á eðli átakanna í Úkraínu og Rússlandi og einfaldaði þau um of. Þá sagði hann að JD Vance, varaforsetaefni Trumps, væri of öfgafullur og að hann hefði lagt til að stórum hluta Úkraínu yrði fórnað til Rússa. Eftir það hefur Trump minnst tvisvar sinnum sagt í þessari viku að Úkraína sé í rúst og fólkið þar dáið. Úkraínumenn hefðu átt að semja um að láta land af hendi. Á fundinum með Selenskí ítrekaði Trump að hann ætti í góðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. „Við eigum í mjög góðu sambandi,“ sagði Trump um Selenskí. „Ég á einnig í góðu sambandi, eins og þú veist, við Pútín. Ef við vinnum, held ég að við klárum þetta mjög fljótt.“ Við það greip Selenskí frammí og sagðist vona að samband þeirra tveggja væri betra en samband Trumps og Pútíns. Trump: I have a very good relationship with President PutinZelenskyy: I hope we have more good relations with us Trump: Oh, ha ha I see pic.twitter.com/5vgHy0xT0t— Acyn (@Acyn) September 27, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. 24. september 2024 06:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Trump hefur einnig líkt Selenskí við sölumann vegna ferða hans um heiminn og ákall eftir hernaðaraðstoð. Hefur Trump heitið því að binda enda á stríðið í Úkraínu á fyrsta degi í starfi, eða jafnvel fyrr. Hann hefur þó ekki útskýrt hvernig. Árið 2019 bað Trump Selenskí um „greiða“ sem snerist að hefja opinbera rannsókn á Joe Biden og syni hans Hunter Biden en þá var Joe Biden í framboði gegn Trump. Á þeim tíma hélt Trump aftur að hernaðaraðstoð til Úkraínu en fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákærði Trump fyrir embættisbrot vegna símtals hans og Selenskí. Hann var að endingu sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hefur tekið allt aðra afstöðu til Úkraínu. Aukin gagnrýni Útlit var fyrir að ekkert yrði af fundi Trumps og Selenskís. Á undanförnum dögum hefur gagnrýni Trumps í garð Selenskís aukist og hefur það verið rakið til viðtals við Selenskí sem birt var af New Yorker. Þar sagði forsetinn að Trump áttaði sig ekki á eðli átakanna í Úkraínu og Rússlandi og einfaldaði þau um of. Þá sagði hann að JD Vance, varaforsetaefni Trumps, væri of öfgafullur og að hann hefði lagt til að stórum hluta Úkraínu yrði fórnað til Rússa. Eftir það hefur Trump minnst tvisvar sinnum sagt í þessari viku að Úkraína sé í rúst og fólkið þar dáið. Úkraínumenn hefðu átt að semja um að láta land af hendi. Á fundinum með Selenskí ítrekaði Trump að hann ætti í góðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. „Við eigum í mjög góðu sambandi,“ sagði Trump um Selenskí. „Ég á einnig í góðu sambandi, eins og þú veist, við Pútín. Ef við vinnum, held ég að við klárum þetta mjög fljótt.“ Við það greip Selenskí frammí og sagðist vona að samband þeirra tveggja væri betra en samband Trumps og Pútíns. Trump: I have a very good relationship with President PutinZelenskyy: I hope we have more good relations with us Trump: Oh, ha ha I see pic.twitter.com/5vgHy0xT0t— Acyn (@Acyn) September 27, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. 24. september 2024 06:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18
Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26
„Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05
„Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. 24. september 2024 06:57