Brynjar ákærður fyrir að brjóta á fleiri stúlkum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. september 2024 21:32 Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 og málið svo tekið fyrir í Landsrétti ári síðar. Hæstiréttur úrskurðaði svo um málið í janúar á þessu ári. Héraðssaksóknari hefur ákært Brynjar Joensen Creed fyrir kynferðislega áreitni gegn átta stúlkum. Stúlkurnar voru aldrinum 11 til 14 ára þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Brynjar afplánar nú sjö ára dóm fyrir nauðganir og önnur brot gegn fimm stúlkum. Fjallað var fyrst um ákæruna á vef RÚV í kvöld. Þar segir að héraðssaksóknari hafi ákært Brynjar fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot. Þá segir að hann hafi að mestu framið brotin í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat og viðhafa við þær þar kynferðislegt tal, senda þeim kynferðislegar myndir af kynfærum sínum og af karlmanni að fróa sér. Frétt RÚV. Þá kemur fram í frétt RÚV að hann hafi sömuleiðis beðið stúlkurnar um að senda sér kynferðislegar myndir af sér. Hann hafi hitt eina stúlkuna, gefið henni kynlífshjálpartæki og beðið hana að nota það til að senda sér myndefni. Samkvæmt frétt RÚV áttu brotin sér stað veturinn 2020 til 2021. Dæmdur fyrir nauðgun í héraði og Landsrétti Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 í sex ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi svo dóminn í mars í fyrra. Í frétt Vísis um það kom fram að Brynjar væri grunaður um að hafa brotið á þriðja tug stúlkna undir fimmtán ára aldri til viðbótar við þær sem hann hafði verið dæmdur fyrir að brjóta á. Kynferðisbrot ekki nauðgun Hæstiréttur tók svo málið fyrir og var niðurstaðan sú að kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvor öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit, teljist ekki til nauðgunar. Hæstiréttur var ósammála Landsrétti að þessu leyfi. Dómurinn var þrátt fyrir þetta staðfestur, og Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm, fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn börnum. Dómur Hæstaréttar var síðar ræddur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en hávær umræða fór fram eftir dóminn um að breyta þyrfti lögunum til að vernda börn betur. Dómsmálaráðuneytið óskaði í kjölfarið eftir tillögum frá réttarfarsnefnd í tengslum við endurskoðun kafla almennra hegningarlaga þar sem fjallað er um kynferðisbrot. Sjá einnig: Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd Fyrst til lögreglu 2021 Málið rataði upphaflega til lögreglu árið 2021 eftir kæru stúlku til Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar. Stúlkan, sem var undir lögaldri, lýsti samskiptum við mann sem kallaði sig Sigga. Hún hafði hitt hann nokkrum sinnum, hann tekið af henni klámfengin myndbönd gegn greiðslu í formi peninga, fata, áfengis og veipvökva. Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þar segir að héraðssaksóknari hafi ákært Brynjar fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot. Þá segir að hann hafi að mestu framið brotin í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat og viðhafa við þær þar kynferðislegt tal, senda þeim kynferðislegar myndir af kynfærum sínum og af karlmanni að fróa sér. Frétt RÚV. Þá kemur fram í frétt RÚV að hann hafi sömuleiðis beðið stúlkurnar um að senda sér kynferðislegar myndir af sér. Hann hafi hitt eina stúlkuna, gefið henni kynlífshjálpartæki og beðið hana að nota það til að senda sér myndefni. Samkvæmt frétt RÚV áttu brotin sér stað veturinn 2020 til 2021. Dæmdur fyrir nauðgun í héraði og Landsrétti Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 í sex ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi svo dóminn í mars í fyrra. Í frétt Vísis um það kom fram að Brynjar væri grunaður um að hafa brotið á þriðja tug stúlkna undir fimmtán ára aldri til viðbótar við þær sem hann hafði verið dæmdur fyrir að brjóta á. Kynferðisbrot ekki nauðgun Hæstiréttur tók svo málið fyrir og var niðurstaðan sú að kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvor öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit, teljist ekki til nauðgunar. Hæstiréttur var ósammála Landsrétti að þessu leyfi. Dómurinn var þrátt fyrir þetta staðfestur, og Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm, fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn börnum. Dómur Hæstaréttar var síðar ræddur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en hávær umræða fór fram eftir dóminn um að breyta þyrfti lögunum til að vernda börn betur. Dómsmálaráðuneytið óskaði í kjölfarið eftir tillögum frá réttarfarsnefnd í tengslum við endurskoðun kafla almennra hegningarlaga þar sem fjallað er um kynferðisbrot. Sjá einnig: Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd Fyrst til lögreglu 2021 Málið rataði upphaflega til lögreglu árið 2021 eftir kæru stúlku til Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar. Stúlkan, sem var undir lögaldri, lýsti samskiptum við mann sem kallaði sig Sigga. Hún hafði hitt hann nokkrum sinnum, hann tekið af henni klámfengin myndbönd gegn greiðslu í formi peninga, fata, áfengis og veipvökva.
Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent