Sporting rúllaði yfir Veszprém Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2024 20:29 Orri Freyr var öflugur í kvöld. Sporting Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting áttu ekki í vandræðum með Veszprém, lið Bjarka Más Elíssonar, þegar þau mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þá vann Íslendingalið Gummersbach góðan sigur á meðan Ribe-Esbjerg er enn án sigurs í Danmörku. Sporting hefur komið verulega á óvart í upphafi leiktíðar og hafði fyrir leik kvöldsins unnið báða sína leiki í Meistaradeildinni. Sama var að segja um gestina en leikur kvöldsins stóðst ekki væntingar þar sem hann var í raun aðeins spennandi fyrsta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir það stigu heimamenn á bensíngjöfina og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 23-17. 𝐒𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐧𝐠 𝐂𝐏 are 𝒅𝒐𝒎𝒊𝒏𝒂𝒕𝒊𝒏𝒈 this match! 👀#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/7SdHTjYN8e— EHF Champions League (@ehfcl) September 25, 2024 Í síðari hálfleik jók Sporting forystuna en gestirnir skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og tókst að sjá til þess að munurinn var „aðeins“ níu mörk þegar flautað var til leiksloka, staðan þá 39-30. Orri Freyr var frábær í liði Sporting og skoraði sex mörk á meðan Bjarki Már skoraði tvö í liði gestanna. Sporting er því áfram á toppi A-riðils með fullt hús stiga en Veszprém er með fjögur stig í 3. sæti. Í efstu deild Þýskalands unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach sjö marka útisigur á Stuttgart, lokatölur 28-35. Elliði Snær Viðarsson var frábær í liði gestanna og skoraði sex mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Gummersbach er nú með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Í efstu deild Danmerkur tapaði Íslendingalið Ribe-Esbjerg fyrir Nordsjælland með þriggja marka mun, lokatölur 32-35. Ágúst Elí Björgvinsson varði 8 skot í marki Ribe-Esbjerg á meðan Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark. Ribe-Esbjerg er áfram á botni deildarinnar án stiga. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Danski handboltinn Tengdar fréttir Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. 25. september 2024 18:59 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Þá vann Íslendingalið Gummersbach góðan sigur á meðan Ribe-Esbjerg er enn án sigurs í Danmörku. Sporting hefur komið verulega á óvart í upphafi leiktíðar og hafði fyrir leik kvöldsins unnið báða sína leiki í Meistaradeildinni. Sama var að segja um gestina en leikur kvöldsins stóðst ekki væntingar þar sem hann var í raun aðeins spennandi fyrsta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir það stigu heimamenn á bensíngjöfina og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 23-17. 𝐒𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐧𝐠 𝐂𝐏 are 𝒅𝒐𝒎𝒊𝒏𝒂𝒕𝒊𝒏𝒈 this match! 👀#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/7SdHTjYN8e— EHF Champions League (@ehfcl) September 25, 2024 Í síðari hálfleik jók Sporting forystuna en gestirnir skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og tókst að sjá til þess að munurinn var „aðeins“ níu mörk þegar flautað var til leiksloka, staðan þá 39-30. Orri Freyr var frábær í liði Sporting og skoraði sex mörk á meðan Bjarki Már skoraði tvö í liði gestanna. Sporting er því áfram á toppi A-riðils með fullt hús stiga en Veszprém er með fjögur stig í 3. sæti. Í efstu deild Þýskalands unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach sjö marka útisigur á Stuttgart, lokatölur 28-35. Elliði Snær Viðarsson var frábær í liði gestanna og skoraði sex mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Gummersbach er nú með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Í efstu deild Danmerkur tapaði Íslendingalið Ribe-Esbjerg fyrir Nordsjælland með þriggja marka mun, lokatölur 32-35. Ágúst Elí Björgvinsson varði 8 skot í marki Ribe-Esbjerg á meðan Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark. Ribe-Esbjerg er áfram á botni deildarinnar án stiga.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Danski handboltinn Tengdar fréttir Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. 25. september 2024 18:59 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. 25. september 2024 18:59