Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2024 14:21 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. Þetta kom fram í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í Pallborðinu á Vísi í dag. Ragnar var gestur þáttarins ásamt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, og Sigurði Ágústi Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík. Staða heimilanna, vextir og verðbólgu voru til umræðu. Seðlabankinn hafi kúgað vinnumarkaðinn Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Þau Ragnar og Sigríður Margrét voru spurð hvort þessar spár væru í takt við það sem lagt hefði verið upp með við undirritun kjarasamninga, sem koma til mögulegrar endurskoðunar 1. september á næsta ári. Ragnar Þór segir forsendur samninganna hafa verið þær að Seðlabankinn hefði „kúgað“ vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna með háu vaxtastigi. „Og eina skjólið eru verðtryggðu lánin, með tilheyrandi eignaupptöku. Við höfðum eiginlega engra annarra kosta völ en að ganga að þessum afarkostum, vegna þess að Seðlabankinn og seðlabankastjóri hafði tönnlast óþreytandi á því að vextir myndu ekki lækka nema samningar yrðu gerðir að ákveðinni forskrift. Þeir yrðu hóflegir og svo framvegis.“ Vill út úr samningunum Hann sagði verkalýðshreyfinguna þurfa að leita leiða út úr samningunum „með góðu eða illu, sem allra fyrst“. Ragnar minnti á lögbundið hlutverk Seðlabankans um að verja verðstöðugleika. „En hann átti stóran þátt í því að framkalla hér enn eina húsnæðiskreppuna, sem hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu allra síðustu ár.“ „Seðlabankinn hefur ekki, hann hefur ekki, ég undirstrika það, sinnt sinni lögboðnu skyldu sem er að verja hér verðstöðugleika og fólkið í landinu, heldur unnið gegn því. Fyrir því eru óteljandi rök,“ bætti Ragnar við. Hann sagði þá að Seðlabankinn ynni fyrir „fjármagnið og bankakerfið“. „Við sjáum bara afkomu bankanna, hagnaðurinn er ævintýralegur. Öll þessi tilfærsla, þetta fjármagn sem er að fara frá heimilunum bæði í formi verðbóta á húsnæðislánum, allir þeir sem eru með fastvaxtalán og eru að losna núna, hafa ekkert skjól.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Bestu lífskjör í heimi Sigríður Margrét sagði mikilvægt að hafa í huga að vandinn við stöðuna væri ekki aðeins seðlabankastjóra að taka ábyrgð á. „Vandinn er auðvitað verðbólgan. Okkur miðar í rétta átt, en það er nákvæmlega þannig að ef þú ætlar að ná árangri, alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, hann kemur ekki áreynslulaust.“ Hún sagðist ekki deila sýn Ragnars á samfélagið, og sagði íslenskt samfélag „bjóða einhver bestu lífskjörin á heimsvísu“. „Það er alveg sama hvort við horfum til þess að við séum með hæstu launin kaupmáttarleiðrétt, hæstu lægstu launin, mesta jöfnuðinn, mesta jafnréttið eða bestu lífeyriskerfin. Það er samfélagið sem við búum í.“ Hún sagði erfitt og stórt verkefni að ná efnahagslegum stöðugleika, það tæki tíma og allir þyrftu að spila með. „Við þurfum að taka á undirliggjandi vanda. Við gerðum það, þegar við gerðum þessa skynsömu langtímakjarasamninga.“ Kjaramál Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í Pallborðinu á Vísi í dag. Ragnar var gestur þáttarins ásamt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, og Sigurði Ágústi Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík. Staða heimilanna, vextir og verðbólgu voru til umræðu. Seðlabankinn hafi kúgað vinnumarkaðinn Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Þau Ragnar og Sigríður Margrét voru spurð hvort þessar spár væru í takt við það sem lagt hefði verið upp með við undirritun kjarasamninga, sem koma til mögulegrar endurskoðunar 1. september á næsta ári. Ragnar Þór segir forsendur samninganna hafa verið þær að Seðlabankinn hefði „kúgað“ vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna með háu vaxtastigi. „Og eina skjólið eru verðtryggðu lánin, með tilheyrandi eignaupptöku. Við höfðum eiginlega engra annarra kosta völ en að ganga að þessum afarkostum, vegna þess að Seðlabankinn og seðlabankastjóri hafði tönnlast óþreytandi á því að vextir myndu ekki lækka nema samningar yrðu gerðir að ákveðinni forskrift. Þeir yrðu hóflegir og svo framvegis.“ Vill út úr samningunum Hann sagði verkalýðshreyfinguna þurfa að leita leiða út úr samningunum „með góðu eða illu, sem allra fyrst“. Ragnar minnti á lögbundið hlutverk Seðlabankans um að verja verðstöðugleika. „En hann átti stóran þátt í því að framkalla hér enn eina húsnæðiskreppuna, sem hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu allra síðustu ár.“ „Seðlabankinn hefur ekki, hann hefur ekki, ég undirstrika það, sinnt sinni lögboðnu skyldu sem er að verja hér verðstöðugleika og fólkið í landinu, heldur unnið gegn því. Fyrir því eru óteljandi rök,“ bætti Ragnar við. Hann sagði þá að Seðlabankinn ynni fyrir „fjármagnið og bankakerfið“. „Við sjáum bara afkomu bankanna, hagnaðurinn er ævintýralegur. Öll þessi tilfærsla, þetta fjármagn sem er að fara frá heimilunum bæði í formi verðbóta á húsnæðislánum, allir þeir sem eru með fastvaxtalán og eru að losna núna, hafa ekkert skjól.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Bestu lífskjör í heimi Sigríður Margrét sagði mikilvægt að hafa í huga að vandinn við stöðuna væri ekki aðeins seðlabankastjóra að taka ábyrgð á. „Vandinn er auðvitað verðbólgan. Okkur miðar í rétta átt, en það er nákvæmlega þannig að ef þú ætlar að ná árangri, alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, hann kemur ekki áreynslulaust.“ Hún sagðist ekki deila sýn Ragnars á samfélagið, og sagði íslenskt samfélag „bjóða einhver bestu lífskjörin á heimsvísu“. „Það er alveg sama hvort við horfum til þess að við séum með hæstu launin kaupmáttarleiðrétt, hæstu lægstu launin, mesta jöfnuðinn, mesta jafnréttið eða bestu lífeyriskerfin. Það er samfélagið sem við búum í.“ Hún sagði erfitt og stórt verkefni að ná efnahagslegum stöðugleika, það tæki tíma og allir þyrftu að spila með. „Við þurfum að taka á undirliggjandi vanda. Við gerðum það, þegar við gerðum þessa skynsömu langtímakjarasamninga.“
Kjaramál Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira