Gætum við verið betri hvert við annað? Jakob Frímann Magnússon skrifar 22. september 2024 16:30 Fyrir 30 árum, 1994, kom fyrsti snjallsíminn á markað. Áratugi síðar, 2004 hóf svo Facebook innreið sína og 2007 fengum við í hendur það fjölnota tæki sem snjallsíminn iPhone er. Allt eru þetta stórkostlegar uppfinningar – rétt eins og gufuvélin, skriðdrekinn og atómsprengjan. Ekki ber okkur að amast við nýsköpun og tækniframförum, en í þeim efnum veldur sannarlega hver á heldur. Gervigreinda snjallmennið hefur haslað sér völl til frambúðar. Snjallmennska eða hrakmennska? Firringin, illskan og örvæntingin í samfélagi okkar virðist hafa stigmagnast að undanförnu. Öll erum við agndofa yfir hörkunni og ofbeldinu hryllilega sem æ tíðari fregnir berast af í okkar fámenna og friðsæla samfélagi.Börnunum okkar er brugðið, þau eru óöruggari og kvíðafyllri en nokkru sinni í umhverfi stafræns tilfinningadoða. Eðlilega er spurt: Hvað kann hér að valda? Við bendum hvatvíslega í ólíkar áttir, sem í fljótu bragði kunna að virðast uppsprettur hins illa. Vert er þá að muna að þegar vísifingri er bent í tiltekna átt, snúa þrír fingur fingur jafnan að okkur sjálfum. Skyldum við rísa með sæmd undir þeirri ábyrgð, hvert og eitt, að stýra okkar eigin fjölmiðli, hvort sem sá heitir Facebook, Instagram, X, Tik Tok eða Snapchat? Misnotum við það áróðursvald? Hrósyrði í hrakyrða stað Vert væri að ígrunda betur það hugarþel og þau orð sem við beinum jafnan og allt of oft í kæruleysi hvert að öðru í „beinni útsendingu“ þessara miðla, dag hvern. Sameiginlegt verkefni okkar allra hlýtur að vera að bæta og fínstilla það samfélag og þann heim sem við búum í. Skyldi okkur farnast betur í þeim efnum ef við einsettum okkur að feta oftar stigu kærleikans og beina frekar uppbyggilegum hrósyrðum hvert að öðru í stað hrakyrða? Innleiðum nýjan samfélagssáttmála Kynni sú vaxandi illska sem nú skekur samfélagið með ofbeldi, rányrkju og morðum hreinlega að spegla hugarþel okkar sjálfra, eitthvað sem við sjálf höfum í hugsunarleysi leyft okkur að beina hvert að öðru úr því „launsátri“ sem okkar eigin persónulegu samfélagsmiðlar hafa gert okkur mögulegt? Færi e.t.v. betur á því að láta þau orð ein falla um náunga sinn – hver sem sá kynni að vera - sem maður mundi sjálfur treysta sér til að segja við þann hinn sama, augliti til auglitis? Við, hin eldri sáum fræjunum. Fóðrið sem af sprettur nærir hina yngri. Kynni illskan og ofbeldið sem við okkur blasir nú vera bein afleiðing hinna eitruðu fræja? Vel færi á því að rifja oftar upp orð Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar um að við hefðum vissulega „getað verið betri hvort við annað“. Við þurfum að sammælast um nýjan samfélagssáttmála sem hverfist einmitt um þetta lykilatriði, í orði sem á borði: Að vera betri hvort við annað. Þá mun okkur vel farnast. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Fyrir 30 árum, 1994, kom fyrsti snjallsíminn á markað. Áratugi síðar, 2004 hóf svo Facebook innreið sína og 2007 fengum við í hendur það fjölnota tæki sem snjallsíminn iPhone er. Allt eru þetta stórkostlegar uppfinningar – rétt eins og gufuvélin, skriðdrekinn og atómsprengjan. Ekki ber okkur að amast við nýsköpun og tækniframförum, en í þeim efnum veldur sannarlega hver á heldur. Gervigreinda snjallmennið hefur haslað sér völl til frambúðar. Snjallmennska eða hrakmennska? Firringin, illskan og örvæntingin í samfélagi okkar virðist hafa stigmagnast að undanförnu. Öll erum við agndofa yfir hörkunni og ofbeldinu hryllilega sem æ tíðari fregnir berast af í okkar fámenna og friðsæla samfélagi.Börnunum okkar er brugðið, þau eru óöruggari og kvíðafyllri en nokkru sinni í umhverfi stafræns tilfinningadoða. Eðlilega er spurt: Hvað kann hér að valda? Við bendum hvatvíslega í ólíkar áttir, sem í fljótu bragði kunna að virðast uppsprettur hins illa. Vert er þá að muna að þegar vísifingri er bent í tiltekna átt, snúa þrír fingur fingur jafnan að okkur sjálfum. Skyldum við rísa með sæmd undir þeirri ábyrgð, hvert og eitt, að stýra okkar eigin fjölmiðli, hvort sem sá heitir Facebook, Instagram, X, Tik Tok eða Snapchat? Misnotum við það áróðursvald? Hrósyrði í hrakyrða stað Vert væri að ígrunda betur það hugarþel og þau orð sem við beinum jafnan og allt of oft í kæruleysi hvert að öðru í „beinni útsendingu“ þessara miðla, dag hvern. Sameiginlegt verkefni okkar allra hlýtur að vera að bæta og fínstilla það samfélag og þann heim sem við búum í. Skyldi okkur farnast betur í þeim efnum ef við einsettum okkur að feta oftar stigu kærleikans og beina frekar uppbyggilegum hrósyrðum hvert að öðru í stað hrakyrða? Innleiðum nýjan samfélagssáttmála Kynni sú vaxandi illska sem nú skekur samfélagið með ofbeldi, rányrkju og morðum hreinlega að spegla hugarþel okkar sjálfra, eitthvað sem við sjálf höfum í hugsunarleysi leyft okkur að beina hvert að öðru úr því „launsátri“ sem okkar eigin persónulegu samfélagsmiðlar hafa gert okkur mögulegt? Færi e.t.v. betur á því að láta þau orð ein falla um náunga sinn – hver sem sá kynni að vera - sem maður mundi sjálfur treysta sér til að segja við þann hinn sama, augliti til auglitis? Við, hin eldri sáum fræjunum. Fóðrið sem af sprettur nærir hina yngri. Kynni illskan og ofbeldið sem við okkur blasir nú vera bein afleiðing hinna eitruðu fræja? Vel færi á því að rifja oftar upp orð Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar um að við hefðum vissulega „getað verið betri hvort við annað“. Við þurfum að sammælast um nýjan samfélagssáttmála sem hverfist einmitt um þetta lykilatriði, í orði sem á borði: Að vera betri hvort við annað. Þá mun okkur vel farnast. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun