Í Þýskalandi var Melsungen í heimsókn hjá Rhein-Neckar Löwen. Fór það svo að heimamenn unnu fimm marka sigur, lokatölur 31-26. Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar í liði Melsungen. Þá skoraði Arnar Freyr Arnarsson eitt mark.
Ýmir Örn skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu þegar Göppingen tapaði með fimm mörkum gegn Flensburg á útivelli, lokatölur 37-32.
Melsungen er í 5. sæti deildarinnar með 4 stig að loknum þremur leikjum. Göppingen er með aðeins eitt stig í 15. sæti.
Aldís Ásta skoraði fimm mörk í öruggum sigri Skara á Ystads í annarri umferð efstu deildar kvenna í Svíþjóð. Lokatölur leiksins 37-25 og Skara komið á blað eftir að tapa í fyrstu umferð.
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina að hluta til þegar Wisla Plock vann Ostrovia Ostrów með sjö mörkum í efstu deild Póllands. Ekki hefur gengið nægilega vel að finna upplýsingar úr leiknum. Wisla Plock hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína á tímabilinu.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sjö mörk þegar Amo HK lagði Skånela IF í efstu deild karla í Svíþjóð, lokatölur 37-23. Amo er með þrjú stig eftir tvær umferðir.