Telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir kafbátsslysið Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 09:29 Skutur kafbátsins Títans á botni Atlantshafsins í júní 2023. AP/Pelagic Research Services Starfsmaður fyrirtækisins sem átti kafbátinn sem fórst nærri flaki Títanik í fyrra segir að hægt hefði verið að komast hjá slysinu ef hlustað hefði verið á varnarorð hans. Ein síðustu skilaboðin sem bárust frá áhöfninn voru „allt í góðu hér“. Opnar vitnaleiðslur fara nú fram í rannsókn bandarískrar sjóslysanefndar á feigðarför kafbátsins Títans sem féll saman undan þrýstingi á leið sinni að flaki Títaniks undan ströndum Nýfundnalands í júní í fyrra. Fimm manns fórust með bátnum, þar á meðal Stockton Rush, forstjóri fyrirtækisins Oceangate sem gerði út kafbátinn. Rush lét opinbera aðila aldrei votta öryggi kafbátsins sem fyrirtæki hans smíðaði á óhefðbundinn hátt. Þá er hann sagður hafa hugsað meira um kostnaðinn en öryggið við smíði bátsins. Fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate sem lagði fram kvörtun til vinnueftirlits Bandaríkjanna (OSHA) átta mánuðum áður en Títan fórst sagði rannsóknarnefndinni í gær að hægt hefði verið að koma í veg fyrir harmleikinn ef stofnunin hefði rannsakað efni kvörtunar hans. „Ég tel að ef OSHA hefði reynt að rannsaka alvarleika þeirra álitamála sem ég vakti athygli hennar á ítrekað að þá hefði mögulega verið hægt að fyrirbyggja þennan harmleik,“ sagði David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjórinn. Hann hætti hjá Oceangate tíu mánuðum eftir að hann lagði kvörtunina fram. David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate, kom fyrir sjóslysanefnd í Norður-Charleston í Suður-Karólínu í gær.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier Neitaði að stýra bátnum Framburður Lochridge um að allt hafi snúist um peninga hjá Oceangate var studdur af Tony Nissen, fyrrverandi aðalverkfræðingi fyrirtækisins. Rush hefði verið erfiður í samstarfi og oft lýst miklum áhyggjum af kostnaði og verkáætlun fyrirtækisins. Flestir hefðu lúffað fyrir Rush en þeir tveir hefðu oft tekist á bak við tjöldin. Lýsti Nissen því að hann hefði upplifað þrýsting um að sjósetja Títan á meðan köfunartækið var í þróun. Sjálfur hefði hann neitað að stýra bátnum vegna þess að hann treysti ekki starfsmönnum fyrirtækisins fyrir nokkrum árum. Árið 2019 hafi hann komið í veg fyrir að Títan yrði siglt að Títanik vegna þess að báturinn stóðst ekki væntingar sem gerðar voru til hans. Nissen var rekinn síðar það ár. Engu að síður taldi Nissen ekki að Rush hefði þrýst á hann að líta fram hjá öryggissjónarmiðum og frekari prófunum á bátnum. Myndir af stjórnbúnaði kafbátsins Títans sem voru lagðar fram við rannsóknina. Bátnum var stýrt með fjarstýringu sem líkist helst leikjatölvufjarstýringu.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier „Allt í góðu hér“ Textaskilaboð sem fóru á milli áhafnar Títans og móðurskipsins Polar Prince eru á meðal þess sem hefur verið lagt fram við rannsóknina. Ein þau síðustu sem bárust frá kafbátnum voru „allt í góðu hér“ þegar stjórnendur móðurskipsins spurðu hvort það sæist ennþá á radar. Síðustu skilaboðin frá bátnum voru að áhöfnin hefði losað sig við kjölfestur til þess að komast upp á yfirborðið. Aðeins nokkrum sekúndum síðar sást Títan síðast á ratsjá, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Rannsókn sjóslysanefndarinnar er ætlað að ákvarða orsakir slyssins. Ef hún leiðir í ljós misferli eða vanrækslu sjómanna getur hún vísað málum til löggæsluyfirvalda. Hafið Titanic Bandaríkin Tengdar fréttir Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. 26. júní 2023 09:18 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Opnar vitnaleiðslur fara nú fram í rannsókn bandarískrar sjóslysanefndar á feigðarför kafbátsins Títans sem féll saman undan þrýstingi á leið sinni að flaki Títaniks undan ströndum Nýfundnalands í júní í fyrra. Fimm manns fórust með bátnum, þar á meðal Stockton Rush, forstjóri fyrirtækisins Oceangate sem gerði út kafbátinn. Rush lét opinbera aðila aldrei votta öryggi kafbátsins sem fyrirtæki hans smíðaði á óhefðbundinn hátt. Þá er hann sagður hafa hugsað meira um kostnaðinn en öryggið við smíði bátsins. Fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate sem lagði fram kvörtun til vinnueftirlits Bandaríkjanna (OSHA) átta mánuðum áður en Títan fórst sagði rannsóknarnefndinni í gær að hægt hefði verið að koma í veg fyrir harmleikinn ef stofnunin hefði rannsakað efni kvörtunar hans. „Ég tel að ef OSHA hefði reynt að rannsaka alvarleika þeirra álitamála sem ég vakti athygli hennar á ítrekað að þá hefði mögulega verið hægt að fyrirbyggja þennan harmleik,“ sagði David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjórinn. Hann hætti hjá Oceangate tíu mánuðum eftir að hann lagði kvörtunina fram. David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate, kom fyrir sjóslysanefnd í Norður-Charleston í Suður-Karólínu í gær.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier Neitaði að stýra bátnum Framburður Lochridge um að allt hafi snúist um peninga hjá Oceangate var studdur af Tony Nissen, fyrrverandi aðalverkfræðingi fyrirtækisins. Rush hefði verið erfiður í samstarfi og oft lýst miklum áhyggjum af kostnaði og verkáætlun fyrirtækisins. Flestir hefðu lúffað fyrir Rush en þeir tveir hefðu oft tekist á bak við tjöldin. Lýsti Nissen því að hann hefði upplifað þrýsting um að sjósetja Títan á meðan köfunartækið var í þróun. Sjálfur hefði hann neitað að stýra bátnum vegna þess að hann treysti ekki starfsmönnum fyrirtækisins fyrir nokkrum árum. Árið 2019 hafi hann komið í veg fyrir að Títan yrði siglt að Títanik vegna þess að báturinn stóðst ekki væntingar sem gerðar voru til hans. Nissen var rekinn síðar það ár. Engu að síður taldi Nissen ekki að Rush hefði þrýst á hann að líta fram hjá öryggissjónarmiðum og frekari prófunum á bátnum. Myndir af stjórnbúnaði kafbátsins Títans sem voru lagðar fram við rannsóknina. Bátnum var stýrt með fjarstýringu sem líkist helst leikjatölvufjarstýringu.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier „Allt í góðu hér“ Textaskilaboð sem fóru á milli áhafnar Títans og móðurskipsins Polar Prince eru á meðal þess sem hefur verið lagt fram við rannsóknina. Ein þau síðustu sem bárust frá kafbátnum voru „allt í góðu hér“ þegar stjórnendur móðurskipsins spurðu hvort það sæist ennþá á radar. Síðustu skilaboðin frá bátnum voru að áhöfnin hefði losað sig við kjölfestur til þess að komast upp á yfirborðið. Aðeins nokkrum sekúndum síðar sást Títan síðast á ratsjá, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Rannsókn sjóslysanefndarinnar er ætlað að ákvarða orsakir slyssins. Ef hún leiðir í ljós misferli eða vanrækslu sjómanna getur hún vísað málum til löggæsluyfirvalda.
Hafið Titanic Bandaríkin Tengdar fréttir Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. 26. júní 2023 09:18 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00
Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. 26. júní 2023 09:18