Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Jón Þór Stefánsson skrifar 16. september 2024 17:13 Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Vísir/Arnar Landspítalinn telur aðgerðir lögreglu á spítalanum varpa ljósi á mikilvægi þess að skýra hvaða heimildir stjórnvöld hafi til að fara inn á sjúkrastofnanir og sækja þangað veika einstaklinga til brottflutnings úr landi. Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. „Vegna fréttaflutnings af málefnum fjölskyldu sem stóð til að vísa af landi brott telur Landspítali mikilvægt að árétta nokkur atriði sem snúa að stofnuninni. Landspítali er sjúkrahús, stofnun sem tekur við veikum einstaklingum til líknar og lækninga,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að spítalinn taki hlutverk sitt alvarlega enda sé þjónusta hans mikilvægt hagsmunamál fyrir allan almenning. „Starfsfólk Landspítala veitir öllum þjónustu sem þangað leita, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki og leggur sig fram um að mismuna sjúklingum aldrei.“ Líkt og áður segir telur spítalinn aðgerðirnar sem beindust að Yazan benda á að skýra þurfi heimildir stjórnvalda betur þegar komi að því að sækja einstaklinga sem eigi að brottvísa. „Afstaða spítalans er að þær heimildir séu ekki hafnar yfir allan vafa en slíkt verður að teljast nauðsynlegt í svo afdrifaríkum aðgerðum.“ Einnig er bent á í tilkynningu spítalans að hugað sé að því að lögregluaðgerðir inni á sjúkrastofnunum hafi „afar truflandi“ áhrif á viðkvæma starfsemi. Mál Yazans Landspítalinn Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. „Vegna fréttaflutnings af málefnum fjölskyldu sem stóð til að vísa af landi brott telur Landspítali mikilvægt að árétta nokkur atriði sem snúa að stofnuninni. Landspítali er sjúkrahús, stofnun sem tekur við veikum einstaklingum til líknar og lækninga,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að spítalinn taki hlutverk sitt alvarlega enda sé þjónusta hans mikilvægt hagsmunamál fyrir allan almenning. „Starfsfólk Landspítala veitir öllum þjónustu sem þangað leita, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki og leggur sig fram um að mismuna sjúklingum aldrei.“ Líkt og áður segir telur spítalinn aðgerðirnar sem beindust að Yazan benda á að skýra þurfi heimildir stjórnvalda betur þegar komi að því að sækja einstaklinga sem eigi að brottvísa. „Afstaða spítalans er að þær heimildir séu ekki hafnar yfir allan vafa en slíkt verður að teljast nauðsynlegt í svo afdrifaríkum aðgerðum.“ Einnig er bent á í tilkynningu spítalans að hugað sé að því að lögregluaðgerðir inni á sjúkrastofnunum hafi „afar truflandi“ áhrif á viðkvæma starfsemi.
Mál Yazans Landspítalinn Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira