Að standa með konum og kerfisbreytingum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. september 2024 07:30 Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi virðast hafa truflað ýmsar konur. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Auður Önnu Magnúsdóttir, lýsir þeim sem birtingarmynd í bakslagi jafnréttisbaráttunnar og Dagný Ósk Aradóttir, lögfræðingur BSRB, segir Kópavogsmódeldið ógn við jafnrétti. Í vikunni bættist við Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem tók í sama streng undir stefnuræðu forsætisráðherra. Það er greinilega alveg sama hvort Samfylkingin sé í sal Alþingis eða stýri Reykjavíkurborg, það er enginn vilji til að ráðast í úrbætur í leikskólamálunum. Samfylkingin hefur ekki farið í neinar raunverulegar kerfisbreytingar til þess að bæta laskað leikskólakerfi borgarinnar. Samfylkingin hefur státað sig af lægstu leikskólagjöldunum í stað þess að ráðast í breytingar og bjóða upp á raunveruleg pláss. Lág leikskólagjöld gera þó lítið fyrir þann fjölda sem bíður á biðlistum borgarinnar. Biðin eftir leikskólaplássi kostar hverja fjölskyldu milljónir. Lág leikskólagjöld breyta heldur engu fyrir starfsumhverfi þeirra fjölda kvenna sem starfa í leikskólum. Slök þjónusta við börn bitnar enn meira á mæðrum en feðrum og hamlar þar af leiðandi framgangi kvenna í atvinnulífinu. Gott og öflugt leikskólakerfi er ekki aðeins jafnréttismál heldur hefur það einnig áhrif á lífsgæði og verðmætasköpun þjóðarinnar. Aðgerðarleysi Samfylkingarinnar, með stuðningi Framsóknar, Viðreisnar og Pírata, hefur orðið til þess að fjölskyldur hafa flúið til nágrannasveitarfélaganna. Börnum hefur fækkað í borginni en fjölgað annars staðar. Þrátt fyrir það hefur þjónustan ekki batnað heldur hefur plássum aðeins fækkað. Frá því að leikskólastarf hófst aftur í haust eftir sumarfrí hefur enginn skóli í Kópavogi þurft að loka eða bjóða upp á skerta þjónustu. Þeim gengur betur að fá starfsfólk en sömu sögu er ekki að segja í Reykjavík. Kerfisbreytingar Kópavogs eru enn í mótun, á þeim má hafa skoðanir og víða í öðrum sveitarfélögum er verið að ráðast í mismunandi kerfisbreytingar til þess að bæta þjónustuna. Enn sem komið er hafa breytingarnar haft jákvæð áhrif á starfsumhverfi, vinnutíma og álag á stóra kvennastétt sem starfa í leikskólum Kópavogs. Áfram verðum við, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, að finna leiðir til þess að gera betur í þjónustu við fjölskyldur. Skortsstefna Samfylkingarinnar bitnar verst á konum, mæðrum sem eiga börn á leikskólaaldri og konum sem starfa í leikskólum - eða vilja starfa í leikskóla. Það er ekki hægt að stæra sig af því að standa með kvenfrelsi og jafnrétti en styðja á sama tíma ekki aðgerðir sem ýta undir hvoru tveggja. Það heitir að styðja málefni í orði en ekki á borði. Að þora að ráðast í kerfisbreytingar virðist ekki á færi allra. Kerfisbreytingum á löskuðu kerfi sem verða til þess að þjónusta við börn og foreldra verði betri ber að fagna. Það er vissulega rétt hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur að þjónustuskerðing bitnar verst á þeim sem síst mega við því. Þess vegna þarf að þora að ráðast í kerfisbreytingar í stað þess að stæra sig af ódýrum plássum þegar plássin eru ekki í boði. Það er dálítið eins og að stæra sig af lágu matvöruverði með tómar hillur í búðunum. Stjórnmálamenn eiga ekki að berja höfðinu við stein og gagnrýna breytingar en leggja ekki neitt til sjálfir. Fjölskyldur landsins eiga það skilið að við gerum betur og þorum að gera breytingar. Eftir viku, þriðjudaginn 24. september höldum við hjá Sjálfstæðisflokknum fund undir yfirskriftinni Fjölskyldan fyrst kl. 17.15 á fjölskyldukaffihúsinu Dal í Laugardal og tökum fyrir fæðingarorlof og leikskólamál. Við ætlum að ræða næstu kerfisbreytingar, forgangsröðun og aðgerðir. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi virðast hafa truflað ýmsar konur. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Auður Önnu Magnúsdóttir, lýsir þeim sem birtingarmynd í bakslagi jafnréttisbaráttunnar og Dagný Ósk Aradóttir, lögfræðingur BSRB, segir Kópavogsmódeldið ógn við jafnrétti. Í vikunni bættist við Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem tók í sama streng undir stefnuræðu forsætisráðherra. Það er greinilega alveg sama hvort Samfylkingin sé í sal Alþingis eða stýri Reykjavíkurborg, það er enginn vilji til að ráðast í úrbætur í leikskólamálunum. Samfylkingin hefur ekki farið í neinar raunverulegar kerfisbreytingar til þess að bæta laskað leikskólakerfi borgarinnar. Samfylkingin hefur státað sig af lægstu leikskólagjöldunum í stað þess að ráðast í breytingar og bjóða upp á raunveruleg pláss. Lág leikskólagjöld gera þó lítið fyrir þann fjölda sem bíður á biðlistum borgarinnar. Biðin eftir leikskólaplássi kostar hverja fjölskyldu milljónir. Lág leikskólagjöld breyta heldur engu fyrir starfsumhverfi þeirra fjölda kvenna sem starfa í leikskólum. Slök þjónusta við börn bitnar enn meira á mæðrum en feðrum og hamlar þar af leiðandi framgangi kvenna í atvinnulífinu. Gott og öflugt leikskólakerfi er ekki aðeins jafnréttismál heldur hefur það einnig áhrif á lífsgæði og verðmætasköpun þjóðarinnar. Aðgerðarleysi Samfylkingarinnar, með stuðningi Framsóknar, Viðreisnar og Pírata, hefur orðið til þess að fjölskyldur hafa flúið til nágrannasveitarfélaganna. Börnum hefur fækkað í borginni en fjölgað annars staðar. Þrátt fyrir það hefur þjónustan ekki batnað heldur hefur plássum aðeins fækkað. Frá því að leikskólastarf hófst aftur í haust eftir sumarfrí hefur enginn skóli í Kópavogi þurft að loka eða bjóða upp á skerta þjónustu. Þeim gengur betur að fá starfsfólk en sömu sögu er ekki að segja í Reykjavík. Kerfisbreytingar Kópavogs eru enn í mótun, á þeim má hafa skoðanir og víða í öðrum sveitarfélögum er verið að ráðast í mismunandi kerfisbreytingar til þess að bæta þjónustuna. Enn sem komið er hafa breytingarnar haft jákvæð áhrif á starfsumhverfi, vinnutíma og álag á stóra kvennastétt sem starfa í leikskólum Kópavogs. Áfram verðum við, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, að finna leiðir til þess að gera betur í þjónustu við fjölskyldur. Skortsstefna Samfylkingarinnar bitnar verst á konum, mæðrum sem eiga börn á leikskólaaldri og konum sem starfa í leikskólum - eða vilja starfa í leikskóla. Það er ekki hægt að stæra sig af því að standa með kvenfrelsi og jafnrétti en styðja á sama tíma ekki aðgerðir sem ýta undir hvoru tveggja. Það heitir að styðja málefni í orði en ekki á borði. Að þora að ráðast í kerfisbreytingar virðist ekki á færi allra. Kerfisbreytingum á löskuðu kerfi sem verða til þess að þjónusta við börn og foreldra verði betri ber að fagna. Það er vissulega rétt hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur að þjónustuskerðing bitnar verst á þeim sem síst mega við því. Þess vegna þarf að þora að ráðast í kerfisbreytingar í stað þess að stæra sig af ódýrum plássum þegar plássin eru ekki í boði. Það er dálítið eins og að stæra sig af lágu matvöruverði með tómar hillur í búðunum. Stjórnmálamenn eiga ekki að berja höfðinu við stein og gagnrýna breytingar en leggja ekki neitt til sjálfir. Fjölskyldur landsins eiga það skilið að við gerum betur og þorum að gera breytingar. Eftir viku, þriðjudaginn 24. september höldum við hjá Sjálfstæðisflokknum fund undir yfirskriftinni Fjölskyldan fyrst kl. 17.15 á fjölskyldukaffihúsinu Dal í Laugardal og tökum fyrir fæðingarorlof og leikskólamál. Við ætlum að ræða næstu kerfisbreytingar, forgangsröðun og aðgerðir. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun