„Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” Árni Gísli Magnússon skrifar 12. september 2024 21:30 Skarphéðinn Ívar lék uppeldisfélagið grátt. Haukar Haukar unnu öruggan átta marka sigur á KA á Akureyri nú í kvöld í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta, lokatölur 26-34. Skarphéðinn Ívar Einarsson skipti yfir til Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA í sumar og átti frábæran leik í kvöld og skoraði 8 mörk úr 12 skotum. Það var því gráupplagt að fá Skarphéðinn í stutt viðtal eftir að hafa leikið sína gömlu félaga grátt. „Það er alltaf gaman að spila í KA heimilinu, þótt að ég sé vanari að vera í gula búningum þá en alltaf góð tilfinning, alltaf jafn geggjuð stemming hérna.” Haukar spila í rauðu og því tilfinningin eflaust skrítin fyrir uppalinn KA mann að ganga inn á völlinn í litum sem Þór, erkifjendur KA, kenna sig við. „Það er smá öðruvísi sko, þetta eru smá blendnar tilfinningar, en ég veit ekki maður verður bara að halda áfram að spila”. Eins og fyrr segir skoraði Skarphéðinn átta mörk í dag og má vel við una. „Já bara mjög solid leikur hjá mér, mér fannst þetta ganga mjög fínt hjá okkur. Við dettum þarna niður aðeins í endann á fyrri hálfleik en annars bara góður heilsteyptur leikur.” „Við fáum einhverjar tvisvar tvær mínútur dæmdar á okkur og svo einhvernveginn hrynur bara allt á okkur í einhverjar sjö mínútur, ég man ekki hvað þetta var langur tími, en ég veit ekki, þetta bara allt á þessum tveimur mínútum og svo einhver keðja að mistökum eftir það”, sagði Skarphéðinn þegar hann var spurður út í kaflann í loks fyrri hálfleiks þegar KA skorar fimm mörk í röð og minnkar muninn í tvö mörk fyrir hálfleik. Skarphéðinn ber söguna vel af Haukum eftir vistaskiptin. „Eins og er líður mér bara mjög vel. Æfingarnar búnar að ganga vel bara og lífið fyrir sunnan bara fínt sko.” „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi handbolti, meiri svona handbolti 101 og svona stórir og þéttir gaurar þarna og bara fín breyting, bara fínt að spila með þessum gaurum sko.” „Nú er það bara ÍR í næsta leik og svo einhvernveginn er ég ekki búinn að skoða mikið meira sko, ég reyni bara að taka einn leik í einu, bara gamla klisjan, ég er ekki með neitt annað sko” sagði Skarphéðinn kíminn að lokum aðspurður hvernig framhaldið liti út. Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Það var því gráupplagt að fá Skarphéðinn í stutt viðtal eftir að hafa leikið sína gömlu félaga grátt. „Það er alltaf gaman að spila í KA heimilinu, þótt að ég sé vanari að vera í gula búningum þá en alltaf góð tilfinning, alltaf jafn geggjuð stemming hérna.” Haukar spila í rauðu og því tilfinningin eflaust skrítin fyrir uppalinn KA mann að ganga inn á völlinn í litum sem Þór, erkifjendur KA, kenna sig við. „Það er smá öðruvísi sko, þetta eru smá blendnar tilfinningar, en ég veit ekki maður verður bara að halda áfram að spila”. Eins og fyrr segir skoraði Skarphéðinn átta mörk í dag og má vel við una. „Já bara mjög solid leikur hjá mér, mér fannst þetta ganga mjög fínt hjá okkur. Við dettum þarna niður aðeins í endann á fyrri hálfleik en annars bara góður heilsteyptur leikur.” „Við fáum einhverjar tvisvar tvær mínútur dæmdar á okkur og svo einhvernveginn hrynur bara allt á okkur í einhverjar sjö mínútur, ég man ekki hvað þetta var langur tími, en ég veit ekki, þetta bara allt á þessum tveimur mínútum og svo einhver keðja að mistökum eftir það”, sagði Skarphéðinn þegar hann var spurður út í kaflann í loks fyrri hálfleiks þegar KA skorar fimm mörk í röð og minnkar muninn í tvö mörk fyrir hálfleik. Skarphéðinn ber söguna vel af Haukum eftir vistaskiptin. „Eins og er líður mér bara mjög vel. Æfingarnar búnar að ganga vel bara og lífið fyrir sunnan bara fínt sko.” „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi handbolti, meiri svona handbolti 101 og svona stórir og þéttir gaurar þarna og bara fín breyting, bara fínt að spila með þessum gaurum sko.” „Nú er það bara ÍR í næsta leik og svo einhvernveginn er ég ekki búinn að skoða mikið meira sko, ég reyni bara að taka einn leik í einu, bara gamla klisjan, ég er ekki með neitt annað sko” sagði Skarphéðinn kíminn að lokum aðspurður hvernig framhaldið liti út.
Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira