„Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” Árni Gísli Magnússon skrifar 12. september 2024 21:30 Skarphéðinn Ívar lék uppeldisfélagið grátt. Haukar Haukar unnu öruggan átta marka sigur á KA á Akureyri nú í kvöld í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta, lokatölur 26-34. Skarphéðinn Ívar Einarsson skipti yfir til Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA í sumar og átti frábæran leik í kvöld og skoraði 8 mörk úr 12 skotum. Það var því gráupplagt að fá Skarphéðinn í stutt viðtal eftir að hafa leikið sína gömlu félaga grátt. „Það er alltaf gaman að spila í KA heimilinu, þótt að ég sé vanari að vera í gula búningum þá en alltaf góð tilfinning, alltaf jafn geggjuð stemming hérna.” Haukar spila í rauðu og því tilfinningin eflaust skrítin fyrir uppalinn KA mann að ganga inn á völlinn í litum sem Þór, erkifjendur KA, kenna sig við. „Það er smá öðruvísi sko, þetta eru smá blendnar tilfinningar, en ég veit ekki maður verður bara að halda áfram að spila”. Eins og fyrr segir skoraði Skarphéðinn átta mörk í dag og má vel við una. „Já bara mjög solid leikur hjá mér, mér fannst þetta ganga mjög fínt hjá okkur. Við dettum þarna niður aðeins í endann á fyrri hálfleik en annars bara góður heilsteyptur leikur.” „Við fáum einhverjar tvisvar tvær mínútur dæmdar á okkur og svo einhvernveginn hrynur bara allt á okkur í einhverjar sjö mínútur, ég man ekki hvað þetta var langur tími, en ég veit ekki, þetta bara allt á þessum tveimur mínútum og svo einhver keðja að mistökum eftir það”, sagði Skarphéðinn þegar hann var spurður út í kaflann í loks fyrri hálfleiks þegar KA skorar fimm mörk í röð og minnkar muninn í tvö mörk fyrir hálfleik. Skarphéðinn ber söguna vel af Haukum eftir vistaskiptin. „Eins og er líður mér bara mjög vel. Æfingarnar búnar að ganga vel bara og lífið fyrir sunnan bara fínt sko.” „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi handbolti, meiri svona handbolti 101 og svona stórir og þéttir gaurar þarna og bara fín breyting, bara fínt að spila með þessum gaurum sko.” „Nú er það bara ÍR í næsta leik og svo einhvernveginn er ég ekki búinn að skoða mikið meira sko, ég reyni bara að taka einn leik í einu, bara gamla klisjan, ég er ekki með neitt annað sko” sagði Skarphéðinn kíminn að lokum aðspurður hvernig framhaldið liti út. Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
Það var því gráupplagt að fá Skarphéðinn í stutt viðtal eftir að hafa leikið sína gömlu félaga grátt. „Það er alltaf gaman að spila í KA heimilinu, þótt að ég sé vanari að vera í gula búningum þá en alltaf góð tilfinning, alltaf jafn geggjuð stemming hérna.” Haukar spila í rauðu og því tilfinningin eflaust skrítin fyrir uppalinn KA mann að ganga inn á völlinn í litum sem Þór, erkifjendur KA, kenna sig við. „Það er smá öðruvísi sko, þetta eru smá blendnar tilfinningar, en ég veit ekki maður verður bara að halda áfram að spila”. Eins og fyrr segir skoraði Skarphéðinn átta mörk í dag og má vel við una. „Já bara mjög solid leikur hjá mér, mér fannst þetta ganga mjög fínt hjá okkur. Við dettum þarna niður aðeins í endann á fyrri hálfleik en annars bara góður heilsteyptur leikur.” „Við fáum einhverjar tvisvar tvær mínútur dæmdar á okkur og svo einhvernveginn hrynur bara allt á okkur í einhverjar sjö mínútur, ég man ekki hvað þetta var langur tími, en ég veit ekki, þetta bara allt á þessum tveimur mínútum og svo einhver keðja að mistökum eftir það”, sagði Skarphéðinn þegar hann var spurður út í kaflann í loks fyrri hálfleiks þegar KA skorar fimm mörk í röð og minnkar muninn í tvö mörk fyrir hálfleik. Skarphéðinn ber söguna vel af Haukum eftir vistaskiptin. „Eins og er líður mér bara mjög vel. Æfingarnar búnar að ganga vel bara og lífið fyrir sunnan bara fínt sko.” „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi handbolti, meiri svona handbolti 101 og svona stórir og þéttir gaurar þarna og bara fín breyting, bara fínt að spila með þessum gaurum sko.” „Nú er það bara ÍR í næsta leik og svo einhvernveginn er ég ekki búinn að skoða mikið meira sko, ég reyni bara að taka einn leik í einu, bara gamla klisjan, ég er ekki með neitt annað sko” sagði Skarphéðinn kíminn að lokum aðspurður hvernig framhaldið liti út.
Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira