Látið sjóði verkafólks vera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. september 2024 20:33 Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar koma fram áform um að fella brott framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða: lækka það um 4,7 milljarða strax á næsta ári og afnema til fulls árið þar á eftir. Fjárframlagið hefur verið veitt úr ríkissjóði frá 2007 og má rekja til kjarasamninga á almennum vinnumarkaði árið 2005, þegar verkalýðshreyfingin slakaði á launakröfum gegn því að ríkið stigi inn með aðgerðum til að jafna þann aðstöðumun sem lífeyrissjóðir búa við vegna misjafnrar tíðni örorku. Það gefur auga leið að því meiri sem örorkutíðni er hjá lífeyrissjóði, því minni er geta sjóðsins til að standa undir lífeyrisgreiðslum til sjóðfélaga. Mest er örorkubyrðin hjá sjóðum verkafólks sem vinnur slítandi störf, en í dag renna meira en 60% jöfnunarframlagsins til sjóðanna Gildis, Festu og Stapa. Gildi og Festa hafa varið framlaginu beint til aukinnar réttindaávinnslu um sem nemur 3,6% af iðgjöldum sjóðfélaga. Með algeru afnámi framlagsins mun réttindaávinnslan lækka sem þessu nemursem er bein árás á lífeyrisréttindi erfiðisvinnufólks og láglaunafólks. Við það verður ekki unað og um slíkt verður enginn friður á Alþingi. Samfylkingin starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Skoðun Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar koma fram áform um að fella brott framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða: lækka það um 4,7 milljarða strax á næsta ári og afnema til fulls árið þar á eftir. Fjárframlagið hefur verið veitt úr ríkissjóði frá 2007 og má rekja til kjarasamninga á almennum vinnumarkaði árið 2005, þegar verkalýðshreyfingin slakaði á launakröfum gegn því að ríkið stigi inn með aðgerðum til að jafna þann aðstöðumun sem lífeyrissjóðir búa við vegna misjafnrar tíðni örorku. Það gefur auga leið að því meiri sem örorkutíðni er hjá lífeyrissjóði, því minni er geta sjóðsins til að standa undir lífeyrisgreiðslum til sjóðfélaga. Mest er örorkubyrðin hjá sjóðum verkafólks sem vinnur slítandi störf, en í dag renna meira en 60% jöfnunarframlagsins til sjóðanna Gildis, Festu og Stapa. Gildi og Festa hafa varið framlaginu beint til aukinnar réttindaávinnslu um sem nemur 3,6% af iðgjöldum sjóðfélaga. Með algeru afnámi framlagsins mun réttindaávinnslan lækka sem þessu nemursem er bein árás á lífeyrisréttindi erfiðisvinnufólks og láglaunafólks. Við það verður ekki unað og um slíkt verður enginn friður á Alþingi. Samfylkingin starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar