Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Jón Þór Stefánsson skrifar 9. september 2024 13:53 Fólkið var á göngu niður Hofsvallagötuna nærri Landakotsskóla þegar þau urðu vör við Örn Geirdal úti á götu. vísir/vilhelm Skólafélagar á þrítugsaldri, karlmaður og kona, sem voru að labba heim úr bekkjarpartýi aðfaranótt 20. janúar síðastliðinn segjast hafa ætlað að hjálpa manni sem var úti á miðri götu. Sá hafi hins vegar endað á stinga karlmanninn sem hlaut lífshættulega áverka. Fólkið náði að stoppa leigubílstjóra á vakt sem vildi þó skutla farþega á Seltjarnarnes áður en hann færi með blóðugan karlmann á sjúkrahús. Þetta kom fram í framburði skólafélaganna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Örn Geirdal Sigurðsson er ákærður fyrir að stinga karlmann á þrítugsaldri tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist undir læknishendur. Örn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn um nóttina 20. janúar eftir að lögreglu var tilkynnt um árásina. Hættulegt að vera úti á miðri götu Skólafélagarnir voru á sama máli um að þau hefðu ekki verið með nein vopn á sér. Þau voru ósammála framburði Arnar sem gaf til kynna að þau hefðu ráðist á hann. „Við vorum að labba heim, vorum hjá Landakotsspítala, þegar við sáum mann sem var labbandi á miðri götu og ákváðum að athuga hvort það væri í lagi með hann,“ sagði konan fyrir dómi í dag. „Við fórum að honum og spurðum hvort það væri í lagi með hann, og segjum honum að það sé hættulegt að vera á miðri götu. Hann var mjög óskýr.“ „Varstu að reyna að kýla mig?“ Konunni sagðist hafa byrjað að líða óþægilega og farið aftur á gangstéttina en mennirnir verið eftir á götunni. „Ég ákvað að spyrja hann í síðasta skipti hvort það væri í lagi með hann,“ segir maðurinn sem segir að Örn hafi þá lamið hann í öxlina. Sjálfur segist hann ekki hafa tekið eftir því að hann hafi í rauninni verið stunginn, og hann hafi spurt: „Varstu að reyna að kýla mig?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Arnar, spurði hann sérstaklega út í þau ummæli, en hann sagðist skilja þau þannig að Örn hefði ekki hitt hann. Maðurinn sagði hann hafa talið að Örn væri að miða á höfuðið á honum en hitt í öxlina, þess vegna hafi hann spurt. Þá sagðist hann vera með sár sem sýndu fram á það að Örn hafi sannarlega hitt hann. Elti hann brosandi Maðurinn sagðist ekki hafa viljað slást við Örn og verið að bakka undan honum. „Hann elti mig og var alltaf brosandi. Þegar ég hreyfði mig hreyfði hann sig. Hann sagðist hafa upplifað sig innikróaðan og séð fram á að hann myndi ekki komast undan Erni nema með því að fara fram hjá honum. Hann hafi því ákveðið að slá til hans, en í sömu andrá hafi Örn slegið hann í síðuna. Manninum hafi þó tekist að hlaupa á brott ásamt konunni. Í fyrstu hafi Örn elt þau, en hann hafi fallið þegar hann hljóp yfir snjó. Þegar þau námu staðar, við Hringbraut, hafi maðurinn séð fiður koma úr úlpunni sinni. Fram að því sagðist hann hafa verið ómeðvitaður um að hann hafi verið stunginn, en um leið og hann sá fiðrið hafi hann fattað það. Skömmu síðar hafi hann verið alblóðugur. Leigubíll með farþega stoppaði Konan sagði að um leið og þau föttuðu að hann væri með stungusár hafi þau hringt á neyðarlínuna. Maðurinn útskýrði að þau séð lögreglubíl með blikkandi ljós aka fram hjá þeim og þau reynt að stöðva hann, en án árangurs. En skömmu síðar hafi leigubíll keyrt fram hjá og þau stöðvað hann. Í leigubílnum var þó farþegi fyrir og leigubílstjórinn vildi byrja á að skutla honum á hans áfangastað sem var á Seltjarnarnesi. „Við reyndum að útskýra fyrir honum að ég væri í lífshættulegu ástandi. Þetta var fáránleg staða,“ sagði maðurinn. „Mér fannst þetta svo óraunverulegt. Mér leið eins og þetta væri eitthvað sem kæmi ekki fyrir á Íslandi. Hann var hvítur í framan og þá áttaði ég mig á því að þetta væri mjög alvarlegt,“ sagði konan. Þau hafi á endanum farið úr leigubílnum á Seltjarnarnesi og beðið þar eftir sjúkrabíl. „Ég hef aldrei verið stunginn áður. Nú veit ég að það hefði verið betra að bíða eftir sjúkrabílnum. Eftir þessa reynslu átta ég mig á því,“ segir hann. Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Dómsmál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira
Þetta kom fram í framburði skólafélaganna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Örn Geirdal Sigurðsson er ákærður fyrir að stinga karlmann á þrítugsaldri tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist undir læknishendur. Örn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn um nóttina 20. janúar eftir að lögreglu var tilkynnt um árásina. Hættulegt að vera úti á miðri götu Skólafélagarnir voru á sama máli um að þau hefðu ekki verið með nein vopn á sér. Þau voru ósammála framburði Arnar sem gaf til kynna að þau hefðu ráðist á hann. „Við vorum að labba heim, vorum hjá Landakotsspítala, þegar við sáum mann sem var labbandi á miðri götu og ákváðum að athuga hvort það væri í lagi með hann,“ sagði konan fyrir dómi í dag. „Við fórum að honum og spurðum hvort það væri í lagi með hann, og segjum honum að það sé hættulegt að vera á miðri götu. Hann var mjög óskýr.“ „Varstu að reyna að kýla mig?“ Konunni sagðist hafa byrjað að líða óþægilega og farið aftur á gangstéttina en mennirnir verið eftir á götunni. „Ég ákvað að spyrja hann í síðasta skipti hvort það væri í lagi með hann,“ segir maðurinn sem segir að Örn hafi þá lamið hann í öxlina. Sjálfur segist hann ekki hafa tekið eftir því að hann hafi í rauninni verið stunginn, og hann hafi spurt: „Varstu að reyna að kýla mig?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Arnar, spurði hann sérstaklega út í þau ummæli, en hann sagðist skilja þau þannig að Örn hefði ekki hitt hann. Maðurinn sagði hann hafa talið að Örn væri að miða á höfuðið á honum en hitt í öxlina, þess vegna hafi hann spurt. Þá sagðist hann vera með sár sem sýndu fram á það að Örn hafi sannarlega hitt hann. Elti hann brosandi Maðurinn sagðist ekki hafa viljað slást við Örn og verið að bakka undan honum. „Hann elti mig og var alltaf brosandi. Þegar ég hreyfði mig hreyfði hann sig. Hann sagðist hafa upplifað sig innikróaðan og séð fram á að hann myndi ekki komast undan Erni nema með því að fara fram hjá honum. Hann hafi því ákveðið að slá til hans, en í sömu andrá hafi Örn slegið hann í síðuna. Manninum hafi þó tekist að hlaupa á brott ásamt konunni. Í fyrstu hafi Örn elt þau, en hann hafi fallið þegar hann hljóp yfir snjó. Þegar þau námu staðar, við Hringbraut, hafi maðurinn séð fiður koma úr úlpunni sinni. Fram að því sagðist hann hafa verið ómeðvitaður um að hann hafi verið stunginn, en um leið og hann sá fiðrið hafi hann fattað það. Skömmu síðar hafi hann verið alblóðugur. Leigubíll með farþega stoppaði Konan sagði að um leið og þau föttuðu að hann væri með stungusár hafi þau hringt á neyðarlínuna. Maðurinn útskýrði að þau séð lögreglubíl með blikkandi ljós aka fram hjá þeim og þau reynt að stöðva hann, en án árangurs. En skömmu síðar hafi leigubíll keyrt fram hjá og þau stöðvað hann. Í leigubílnum var þó farþegi fyrir og leigubílstjórinn vildi byrja á að skutla honum á hans áfangastað sem var á Seltjarnarnesi. „Við reyndum að útskýra fyrir honum að ég væri í lífshættulegu ástandi. Þetta var fáránleg staða,“ sagði maðurinn. „Mér fannst þetta svo óraunverulegt. Mér leið eins og þetta væri eitthvað sem kæmi ekki fyrir á Íslandi. Hann var hvítur í framan og þá áttaði ég mig á því að þetta væri mjög alvarlegt,“ sagði konan. Þau hafi á endanum farið úr leigubílnum á Seltjarnarnesi og beðið þar eftir sjúkrabíl. „Ég hef aldrei verið stunginn áður. Nú veit ég að það hefði verið betra að bíða eftir sjúkrabílnum. Eftir þessa reynslu átta ég mig á því,“ segir hann.
Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Dómsmál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira