Afleit afkoma heimila Stefán Ólafsson skrifar 9. september 2024 10:02 Kaupmáttur heimilanna var að aukast til 2021, vegna Lífskjarasamningsins sem gerður var 2019. Seinni hluta ársins 2021 tók vaxandi verðbólga vegna aukins húsnæðiskostnaðar og Kóvid kreppunnar við, sem stöðvaði kaupmáttaraukninguna. Síðan bættust við enn meiri verðbólguhvetjandi áhrif af innrásinni í Úkraínu á árinu 2022. Loks tóku við óvenju örar hækkanir Seðlabankans á stýrivöxtum sem bættu í verðbólguhvetjandi áhrif húsnæðismálanna, með því að hægja á íbúðabyggingum. Verðbólgan hefur þó verið þrálát. Þessi þróun öll lagði mjög auknar byrðar á heimilin, mest á heimili skuldsettra fjölskyldna og þeirra tekjulægri. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig hlutfall heimila sem sögðu erfitt að ná endum saman jókst frá 2021 til 2023 og lækkaði síðan einungis lítillega fram á síðasta vor, samkvæmt árlegum könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Árið 2021 voru það rúm 23% heimila almenns launafólks sem sögðu erfitt að ná endum saman. Það hækkaði upp í rúm 44% árið 2023 og hafði svo lækkað lítillega niður í um 41%, með lækkandi verðbólgu. Það var lítill bati þó í rétta átt væri. Hjá verkafólki á höfuðborgarsvæðinu (Eflingarfólk á myndinni) var staðan mun verri allan tímann, eins og hjá öðru lágtekjufólki. Hlutfall þess hóps fór úr um 38% 2021 upp í 60% 2023 og hafði einungis lækkað niður í 55% síðastliðið vor. Þegar áhrifa nýja kjarasamningsins fer að gæta til fulls nú í haust ætti staðan eitthvað að skána, en viðvarandi há verðbólga og vextir eru þó að grafa undan væntum árangri kjarasamningsins, sem er grafalvarlegt mál. Villandi tal og afskiptaleysi stjórnvalda Talsmenn Seðlabankans og stjórnvalda hafa almennt gert lítið úr erfiðleikum heimilanna vegna ríkjandi aðstæðna og vísa til þess að vanskil íbúðalána hafi lítið aukist. Það er villandi málflutningur. Það þarf verulega djúpa kreppu til að vanskil húsnæðislána aukist umtalsvert, eins og varð eftir fjármálahrunið 2008. Vanskil hafa ekki aukist að ráði núna vegna þess að heimilin láta afborganir húsnæðislána og leigu vera í forgangi. Því húsnæði er frumþörf. Þrengt er að öllu öðru áður en að vanskilum lána og leigu kemur hjá heimilunum. Seðlabankinn er einungis að ná takmörkuðum árangri í að lækka verðbólguna, þrátt fyrir að hann sé nánast búinn að slökkva á hagvextinum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið á húsnæðismálunum eins og þarf, né öðru sem til hennar verkefna heyrir í baráttunni við verðbólguna. Afskiptaleysi stjórnvalda gagnvart erfiðri afkomu heimilanna og knýjandi verkefnum er líklega mikilvægasta skýringin á litlu fylgi ríkisstjórnarflokkanna um þessar mundir. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Fjármál heimilisins Vinnumarkaður Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Kaupmáttur heimilanna var að aukast til 2021, vegna Lífskjarasamningsins sem gerður var 2019. Seinni hluta ársins 2021 tók vaxandi verðbólga vegna aukins húsnæðiskostnaðar og Kóvid kreppunnar við, sem stöðvaði kaupmáttaraukninguna. Síðan bættust við enn meiri verðbólguhvetjandi áhrif af innrásinni í Úkraínu á árinu 2022. Loks tóku við óvenju örar hækkanir Seðlabankans á stýrivöxtum sem bættu í verðbólguhvetjandi áhrif húsnæðismálanna, með því að hægja á íbúðabyggingum. Verðbólgan hefur þó verið þrálát. Þessi þróun öll lagði mjög auknar byrðar á heimilin, mest á heimili skuldsettra fjölskyldna og þeirra tekjulægri. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig hlutfall heimila sem sögðu erfitt að ná endum saman jókst frá 2021 til 2023 og lækkaði síðan einungis lítillega fram á síðasta vor, samkvæmt árlegum könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Árið 2021 voru það rúm 23% heimila almenns launafólks sem sögðu erfitt að ná endum saman. Það hækkaði upp í rúm 44% árið 2023 og hafði svo lækkað lítillega niður í um 41%, með lækkandi verðbólgu. Það var lítill bati þó í rétta átt væri. Hjá verkafólki á höfuðborgarsvæðinu (Eflingarfólk á myndinni) var staðan mun verri allan tímann, eins og hjá öðru lágtekjufólki. Hlutfall þess hóps fór úr um 38% 2021 upp í 60% 2023 og hafði einungis lækkað niður í 55% síðastliðið vor. Þegar áhrifa nýja kjarasamningsins fer að gæta til fulls nú í haust ætti staðan eitthvað að skána, en viðvarandi há verðbólga og vextir eru þó að grafa undan væntum árangri kjarasamningsins, sem er grafalvarlegt mál. Villandi tal og afskiptaleysi stjórnvalda Talsmenn Seðlabankans og stjórnvalda hafa almennt gert lítið úr erfiðleikum heimilanna vegna ríkjandi aðstæðna og vísa til þess að vanskil íbúðalána hafi lítið aukist. Það er villandi málflutningur. Það þarf verulega djúpa kreppu til að vanskil húsnæðislána aukist umtalsvert, eins og varð eftir fjármálahrunið 2008. Vanskil hafa ekki aukist að ráði núna vegna þess að heimilin láta afborganir húsnæðislána og leigu vera í forgangi. Því húsnæði er frumþörf. Þrengt er að öllu öðru áður en að vanskilum lána og leigu kemur hjá heimilunum. Seðlabankinn er einungis að ná takmörkuðum árangri í að lækka verðbólguna, þrátt fyrir að hann sé nánast búinn að slökkva á hagvextinum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið á húsnæðismálunum eins og þarf, né öðru sem til hennar verkefna heyrir í baráttunni við verðbólguna. Afskiptaleysi stjórnvalda gagnvart erfiðri afkomu heimilanna og knýjandi verkefnum er líklega mikilvægasta skýringin á litlu fylgi ríkisstjórnarflokkanna um þessar mundir. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun