Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 16:55 Thea Imani Sturludóttir skoraði fimm mörk fyrir Val í dag, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar. vísir/Anton Íslandsmeistarar Vals hófu leiktíðina í Olís-deild kvenna í handbolta á stórsigri gegn ÍR, 35-26. Nýliðar Gróttu, sem spáð er neðsta sæti, voru nálægt því að fá stig gegn ÍBV en Eyjakonur unnu 23-21 sigur á Seltjarnarnesinu. Leikurinn á Nesinu var ansi kaflaskiptur en ÍBV var 10-8 yfir í hálfleik. Grótta var svo 16-15 yfir þegar korter var til leiksloka en þá stakk ÍBV af og komst í 22-17. Nýliðarnir gáfust hins vegar ekki upp og höfðu minnkað muninn í eitt mark, 22-21, þegar enn var ein og hálf mínúta eftir. Þá skoraði Sunna Jónsdóttir sitt áttunda mark og innsiglaði sigur Eyjakvenna. Miðað við tölfræðina á vef HB Statz þá var Marta Wawrzykowska hins vegar maður leiksins en hún varði alls 24 skot í marki ÍBV, eða meira en helming skota sem hún fékk á sig. Þar af varði hún tvö af fimm vítum Gróttu, annað á lokamínútunni. Daðey Ásta Hálfdánsdóttir og Karlotta Óskarsdóttir voru markahæstar hjá Gróttu með fimm mörk hvor og Rut Bernódusdóttir skoraði fjögur. Hjá ÍBV var Sunna með átta mörk úr tíu skotum og Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sex. ÍR hélt í við meistarana í fyrri hálfleik ÍR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum gegn Val en meistararnir komust svo yfir í 9-8 og voru 17-14 yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik stakk Valsliðið svo algjörlega af. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum og Elísa Elíasdóttir fimm mörk úr jafnmörgum skotum, fyrir Val, samkvæmt HB Statz. Thea Imani Sturludóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir skoruðu einnig fimm mörk hvor. Hjá ÍR var Sara Dögg Hjaltadóttir markahæst með fimm mörk en Karen Tinna Demian, Hanna Karen Ólafsdóttir og Katrín Tinna Jensdóttir skoruðu fjögur mörk hver. Olís-deild kvenna Grótta ÍR Valur ÍBV Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Leikurinn á Nesinu var ansi kaflaskiptur en ÍBV var 10-8 yfir í hálfleik. Grótta var svo 16-15 yfir þegar korter var til leiksloka en þá stakk ÍBV af og komst í 22-17. Nýliðarnir gáfust hins vegar ekki upp og höfðu minnkað muninn í eitt mark, 22-21, þegar enn var ein og hálf mínúta eftir. Þá skoraði Sunna Jónsdóttir sitt áttunda mark og innsiglaði sigur Eyjakvenna. Miðað við tölfræðina á vef HB Statz þá var Marta Wawrzykowska hins vegar maður leiksins en hún varði alls 24 skot í marki ÍBV, eða meira en helming skota sem hún fékk á sig. Þar af varði hún tvö af fimm vítum Gróttu, annað á lokamínútunni. Daðey Ásta Hálfdánsdóttir og Karlotta Óskarsdóttir voru markahæstar hjá Gróttu með fimm mörk hvor og Rut Bernódusdóttir skoraði fjögur. Hjá ÍBV var Sunna með átta mörk úr tíu skotum og Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sex. ÍR hélt í við meistarana í fyrri hálfleik ÍR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum gegn Val en meistararnir komust svo yfir í 9-8 og voru 17-14 yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik stakk Valsliðið svo algjörlega af. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum og Elísa Elíasdóttir fimm mörk úr jafnmörgum skotum, fyrir Val, samkvæmt HB Statz. Thea Imani Sturludóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir skoruðu einnig fimm mörk hvor. Hjá ÍR var Sara Dögg Hjaltadóttir markahæst með fimm mörk en Karen Tinna Demian, Hanna Karen Ólafsdóttir og Katrín Tinna Jensdóttir skoruðu fjögur mörk hver.
Olís-deild kvenna Grótta ÍR Valur ÍBV Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita